Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Einkareksturinn í heilsugæslunni: Heilsugæslan verði að „fyrsta viðkomustaðnum“ í heilbrigðiskerfinu

Vel­ferð­ar­ráðu­neyti Kristjáns Þórs Júlí­us­son­ar svar­ar spurn­ing­um um einka­rekst­ur inn­an heilsu­gæsl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Segj­ast hafa kynnt sér vel þær breyt­ing­ar sem gerð­ar hafa ver­ið á heilsu­gæsl­unni í Sví­þjóð. Markmið er með­al ann­ars að gera heilsu­gæsl­una að álit­legri vinnu­stað fyr­ir heil­brigð­is­starfs­fólk.

Einkareksturinn í heilsugæslunni: Heilsugæslan verði að „fyrsta viðkomustaðnum“ í heilbrigðiskerfinu
Heilsugæslan virki betur sem sía fyrir sérhæfðari heilbrigðisþjónustu Svör velferðarráðuneytis Kristján Þórs Júlíussonar má skilja sem svo að ráðuneytið vilji gera heilsugæsluna á höfuborgarsvæðinu að sams konar síu fyrir sérhæfðari heilbrigðisþjónustu og í öðrum löndum í kringum okkur, eins og til dæmis Svíþjóð. Mynd: Pressphotos.biz - (Geirix)

„Eins og áður segir er ekki búið að finna rekstraraðila. Væntanlega verður sá háttur hafður á að auglýst verði eftir aðilum sem áhugasamir eru um heilsugæslurekstur og geta sýnt fram á að þeir séu færir um að uppfylla kröfur í samræmi við kröfulýsingu,“ segir í svörum frá heilbrigðisráðuneyti Kristjáns Þórs Júlíussonar velferðarráðherra við spurningum Stundarinnar um þann aukna einkarekstur sem til stendur að hefja innan heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og hvernig til standi að finna þá rekstraraðila sem eiga að reka heilsugæslustöðvarnar nýju sem til stendur að opna á næsta ári.

Stundin sendi fjórar spurningar til velferðarráðuneytisins um þær breytingar innan heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu sem til stendur að ráðast í en spurningarnar voru liður í umfjöllun blaðsins um einkarekstrarvæðingu á heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.

Stærsta breytingin innan heilsugæslunnar er hins vegar ekki sú að opnaðar verði nýjar einkareknar heilsugæslustöðvar heldur sú grundvallarbreyting á greiðslufyrirkomulagi sem breytingarnar fela í sér. Með breytingunum er verið að reyna að samræma greiðslufyrirkomulagið þannig að fjármagn frá Sjúkratryggingum Íslands fylgi sjúkratryggðum skjólstæðingi stofnunarinnar á milli heilsugæslustöðva, allt eftir því hvaða stöð hann ákveður að nota. Ef skjólstæðingurinn notar ríkisrekna heilsugæslustöð fer fjármagnið sem fylgir honum þangað en ef  skjólastæðingurinn notar einkarekna stöð þá fylgir fjármagnið honum þangað.

Ætla má að með þessum breytingum á greiðslufyrirkomulagi muni samkeppni innan heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu aukast, ekki síst þegar ljóst er að heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu mun fjölga. Þannig má ætla að þær heilsugæslustöðvar sem bjóða bestu þjónustuna og ná til sín sem flestum sjúkratryggðum viðskiptavinum muni vaxa og dafna á meðan óvinsælli stöðvar koma til með að eiga í erfiðleikum. 

Í svari frá heilbrigðisráðuneyti Kristjáns Þórs segir meðal annars um markmið breytinganna að markmiðið sé að heilsugæslan verði fyrsti viðkomustaður fólks sem leitar sér að þjónustu í heilbrigðiskerfinu: „Væntingarnar í hnotskurn eru að kröfulýsing fyrir heilsugæslu og breytt fyrirkomulag fjármögnunar, auki gæði þjónustu heilsugæslunnar, bæti aðgengi að henni, geri heilsugæsluna að þeim fyrsta viðkomustað í heilbrigðiskerfinu sem lengi hefur staðið vilji til. Þess er vænst að sveigjanleiki skapist í rekstri sem leiði m.a. til betri nýtingar fjár og mannafla, auki aðkomu fleiri fagstétta í samræmi við fjölbreytt viðfangsefni og ólíkar þarfir þeirra sem þangað leita. Markmiðið með breytingunum er að heilsugæslan verði í ljósi alls þessa að áhugaverðum og eftirsóttum vinnustað.“  Þannig má meðal annars segja að heilbrigðisráðuneytið vilji gera heilsugæsluna að þeirri síu yfir í sérhæfðari heilbrigðisþjónustu sem hún er í löndunum í kringum okkur, meðal annars í Svíþjóð en breytingarnar hér á landi eru að sænskri fyrirmynd að vissu leyti. 

Spurningar Stundarinnar og svör velferðarráðuneytisins fylgja hér á eftir.

Spurning: „Komið hefur fram að til standi að opna þrjár nýjar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Er búið að finna rekstraraðila til að reka þessar stöðvar? Hvað þarf slíkur rekstraraðili að sýna fram á til að fá verkefnið?“ 

Svar: „Stefnt er að opnun nýrra stöðva á höfuðborgarsvæðinu á næsta ári en ekki hefur verið tekin ákvörðun um fjölda þeirra né staðsetningu. Unnið er að gerð ýtarlegrar kröfulýsingar sem gilda á jafnt um allar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu, hvort sem þær eru reknar af hinu opinbera eða af einkaaðilum. Til þess að áhugasamir rekstraraðilar geti átt þess kost að hefja rekstur nýrrar stöðvar verða þeir að sýna fram á að þeir geti uppfyllt umrædda kröfulýsingu sem tekur til fjölmargra þátta, er lúta að rekstri, húsnæði, aðbúnaði, mönnun, tækjabúnaði, gæðum þjónustu o.s.frv.“

2. Spurning: „Ef ekki er búið að finna rekstraraðila til að sjá um þjónustuna mun þá fara fram útboð á henni, það er að segja til að finna rekstraraðila? Heilbrigðisþjónusta er hins vegar ekki útboðsskyld þannig að ráðuneytið þarf ekki að fara þá leið. Þar af leiðandi er ekki úr vegi að spyrja hvernig rekstraraðilarnir verði fundnir ef ráðuneytið hefur ekki gert það nú þegar?

Svar: „Eins og áður segir er ekki búið að finna rekstraraðila. Væntanlega verður sá háttur hafður á að auglýst verði eftir aðilum sem áhugasamir eru um heilsugæslurekstur og geta sýnt fram á að þeir séu færir um að uppfylla kröfur í samræmi við kröfulýsingu.“ 

3. Spurning: „Hverju vill velferðarráðuneytið ná fram með því að breyta greiðslufyrirkomulaginu innan heilsugæslunnar þannig að tekið verði upp sams konar kerfi - vårdval - og í Svíþjóð?“ 

Svar: „Væntingarnar í hnotskurn eru að kröfulýsing fyrir heilsugæslu og breytt fyrirkomulag fjármögnunar, auki gæði þjónustu heilsugæslunnar, bæti aðgengi að henni, geri heilsugæsluna að þeim fyrsta viðkomustað í heilbrigðiskerfinu sem lengi hefur staðið vilji til. Þess er vænst að sveigjanleiki skapist í rekstri sem leiði m.a. til betri nýtingar fjár og mannafla, auki aðkomu fleiri fagstétta í samræmi við fjölbreytt viðfangsefni og ólíkar þarfir þeirra sem þangað leita. Markmiðið með breytingunum er að heilsugæslan verði í ljósi alls þessa að áhugaverðum og eftirsóttum vinnustað.“ 

4. Spurning: „Hefur velferðarráðuneytið kynnt sér skýrslu sem sænska ríkisendurskoðuninin vann um afleiðingar og kosti og galla "vårdvalsins" í fyrra?  Þessi skyrsla er auðvitað ekki einhlít þar sem fleiri skýrslur finnast sem komast að öðrum niðurstöðum en hún er samt útgefin af þessari ríkisstofnun og hefur því vissulega talsverða vigt. Hér er ég fyrst og fremst að velta því upp hversu gagnrýnin skoðun á þessari aðferð við að veita þjónustu í heilsugæslu hafi farið fram og þá einnig hvort hún henti Íslandi og íslenskum aðstæðum?“ 

Svar: „Já, velferðarráðuneytið þekkir þá skýrslu sem hér er vísað til og hefur kynnt sér efni hennar og það er rétt sem kemur fram í spurningunni hér að framan að niðurstöðurnar sem þar koma fram eru ekki einhlítar. Ráðuneytið hefur einnig kynnt sér skýrslu sem fjallar um innleiðingu breytinga í heilsugæslu í Västra Götalands þar sem brugðist er við skýrslu sænsku ríkisendurskoðunarinnar.Ráðuneytið hefur farið yfir skýrslu sænsku ríkisendurskoðunarinnar, ekki síst með tilliti til þeirra athugasemda sem beinast að því fyrirkomulagi sem viðhaft hefur verið á umræddu svæði í Svíþjóð. Í skýrslunni koma fram ýmsir þættir sem taldir eru hafa leitt til bættrar þjónustu, svo sem bætt aðgengi að heilsugæslunni, jafnt varðandi símsvörun og komur á heilsugæsluna. Heilsugæslustöðvum hefur fjölgað og færst nær mörgum íbúanna ofl. Þeir ágallar sem upp eru taldir í skýrslunni, svo sem lakari samfella í þjónustu og misjöfn aðsókn sjúklingahópa hafa leitt til þess að í nálgun ráðuneytisins er lögð sterk áhersla á þessa þætti, bæði með því að öllum sé tryggður fastur heimilislæknir og einnig tryggð þjónusta fleiri stétta heilbrigðisstarfsfólks heilsugæslunnar með því að einstaklingurinn verði einnig skráður á ákveðinn þjónustuhóp með hliðsjón af þörfum hans. Sænska ríkisendurskoðunin leggur m.a. fram þær tillögur í samantekt sinni að greiðslufyrirkomulag verði gert eins einfalt og mögulegt er auk þess sem hún leggur til að verkefni heilsugæslunnar verði ekki skilgreind of vítt. Ráðuneytið telur sig hafa tekið fullt tillit til þessara ábendinga í mótun sinni á breyttu rekstrarfyrirkomulagi heilsugæslunnar.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Spyr ráðherra um eftirlit Sjúkratrygginga með einkarekstri í heilbrigðiskerfinu
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Spyr ráð­herra um eft­ir­lit Sjúkra­trygg­inga með einka­rekstri í heil­brigðis­kerf­inu

Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur stað­ið fyr­ir stór­auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu frá því að hann tók við starf­inu. Eft­ir­lit með þeim fjár­mun­um sem fara frá rík­inu til einka­að­ila hef­ur sam­hliða því ekki ver­ið auk­ið. Will­um Þór svar­aði spurn­ing­um um með­al ann­ars á Al­þingi um miðj­an mán­uð­inn.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Sjúkratryggingar kanna gagnrýni lækna á útvistun aðgerða
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Sjúkra­trygg­ing­ar kanna gagn­rýni lækna á út­vist­un að­gerða

Rík­is­stofn­un­in Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands seg­ist ætla að kanna þá gagn­rýni sem kom­ið hef­ur fram frá lækn­um á Land­spít­al­an­um á út­vist­un á að­gerð­um gegn legs­límuflakki. Sjúkra­trygg­ing­ar segja að heil­brigð­is­ráðu­neyt­ið telji að þörf sé á að út­vista að­gerð­un­um jafn­vel þó lækn­ar á Land­spít­al­an­um segi að svo sé ekki.
Aðgerðir einkavæddar til Klíníkurinnar að ástæðulausu
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­gerð­ir einka­vædd­ar til Klíník­ur­inn­ar að ástæðu­lausu

Eng­ir bið­list­ar eru eft­ir að­gerð­um gegn en­dómetríósu á Land­spít­al­an­um en þrátt fyr­ir það ætla Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands að einka­væða slík­ar að­gerð­ir með samn­ingi til fimm ára. Kven­sjúk­dóma­lækn­ar á Land­spít­al­an­um eru ósátt­ir við þetta og segja út­vist­un­ina óþarfa og lýsa yf­ir áhyggj­um af þró­un­inni.
Lóð keypt af hjúkrunarheimilinu fyrir fimmtung af því sem hún seldist á
Viðskipti

Lóð keypt af hjúkr­un­ar­heim­il­inu fyr­ir fimmt­ung af því sem hún seld­ist á

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún var not­að til að veita dótt­ur­fé­lagi þess selj­endalán ár­ið 2014 til að kaupa lóð af því. Verð­ið sem hjúkr­un­ar­heim­il­ið seldi lóð­ina á nam ein­ung­is tæp­lega 1/5 hluta af því sem lóð­in var á end­an­um seld á ár­ið 2022. Með þessu móti mynd­að­ist hagn­að­ur­inn af sölu lóð­ar­inn­ar í öðru fé­lagi en hjúkr­un­ar­heim­il­inu.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Askur Hrafn Hannesson
9
Aðsent

Askur Hrafn Hannesson

„Bant­ust­an er ekki Palestína”

Bar­áttu­mað­ur fyr­ir mann­rétt­ind­um vitn­ar í rapptexta Erps Ey­vind­ar­son­ar þar sem hann fjall­ar um „að­skiln­að­ar­stefnu að­flutta hvíta manns­ins” í Suð­ur-Afr­íku og bend­ir á að mann­rétt­inda­sam­tök á borð við Am­nesty In­ternati­onal hafi einnig kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu, í kjöl­far­ið á ára­langri rann­sókn­ar­vinnu, að Ísra­el sé að­skiln­að­ar­ríki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu