Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Ég trúði því ekki að við fengjum að búa þarna“

Ís­lend­ing­ar hafa tek­ið á móti 549 flótta­mönn­um frá því fyrstu flótta­menn­irn­ir komu hing­að til lands frá Ung­verjalandi ár­ið 1956. Flest­ir hafa kom­ið frá Balk­anskag­an­um. Að auki hafa 700 manns sótt um hæli hér á landi frá ár­inu 2008 og bú­ist er við að met­fjöldi hæl­is­leit­enda komi hing­að til lands á þessu ári, eða á bil­inu 200 til 250. Á síð­ast­liðn­um fjór­um ár­um hef­ur hins veg­ar ein­ung­is 49 ver­ið veitt hæli. Að baki hverri tölu eru mann­eskja. Hér er saga Bilj­önu Bolob­an.

Nafn: Biljana Boloban.
Aldur: 21 árs.
Upprunaland: Króatía/Serbía.
Kom til Íslands árið 2001.
Starf: Nemi í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og stuðningsfulltrúi á skammtímavistun fyrir fatlaða.

Biljana Boloban var tæplega níu ára gömul þegar hún kom hingað til lands árið 2001 ásamt foreldrum sínum og yngri systur. Hún hefur tekið virkan þátt í umræðum um flótta­fólk, bæði í fjölmiðlum og á sam­skiptamiðlum. Á stuttri ævi hefur hún fengið að kynnast flótta, fátækt og mikilli neyð í stríðshrjáðu landi. Hún hefur einnig fengið að kynnast íslenskri fátækt, sem hún segir ekki sambærilega þeirri sem hún bjó við í Serbíu.

Fjölskyldan aðskilin á flótta

Árið 1991 braust út stríð í fyrrum Júgóslavíu þegar Slóvenía og Króatía lýstu yfir sjálfstæði. Serbar streittust á móti og reyndu hvað þeir gátu til að koma í veg fyrir að Júgóslavía klofnaði. Í ágúst árið 1995 hrósuðu Króatar síðan sigri þegar um tvö hundruð þúsund Serbar í Krajina héraði voru reknir frá Króatíu. Fjölskylda Biljönu var í þeim hópi.

„Allt í einu var okkur bara sagt að flýja,“ byrjar Biljana en hún var ekki nema tveggja ára gömul þegar hún varð að flýja heimili sitt í flýti. „Enginn tími gafst til undirbúnings og fjölskyldan fór öll af stað á sitthvorum tíma, í sitthvorum bílnum. Ég sat í fangi móður minnar í flutningabíl, pabbi var í öðrum bíl og amma og afi voru einnig aðskilin. Í flutningabílnum voru fleiri mæður með börn sín og okkur var skammtaður matur. Mamma segist stundum hafa þurft að láta mig gráta, hún kleip mig, svo ég fengi mjólk að 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Segir taugaveiklun hafa gripið um sig í Sjálfstæðisflokknum í kjölfar ummæla Kristrúnar
StjórnmálFlóttamenn

Seg­ir tauga­veiklun hafa grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í kjöl­far um­mæla Kristrún­ar

Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að tauga­veiklun hafi grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um eft­ir að Kristrún Frosta­dótt­ir steig inn í um­ræð­una um út­lend­inga­mál. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi í kjöl­far­ið ákveð­ið að kenna Sam­fylk­ing­unni um allt sem hef­ur mis­far­ist í mál­efn­um út­lend­inga. Þing­menn Við­reisn­ar og Pírata hörm­uðu í ræð­um sín­um þær breyt­ing­ar sem hafa átt sér stað á við­horfi til flótta­fólks.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár