Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Forsetaframbjóðendur: „Sjitt, ég er í forsetaframboði!“

Elísa­bet Jök­uls­dótt­ir hef­ur boð­að fram­boð í embætti for­seta Ís­lands. Hún hef­ur und­an­farna ára­tugi ver­ið einn at­hygl­is­verð­asti penni þjóð­ar­inn­ar. Hafa bæk­ur henn­ar, skáld­sög­ur, ljóð og leik­rit vak­ið verð­skuld­aða eft­ir­tekt, en einnig op­in­skár og heið­ar­leg­ur per­sónu­leiki henn­ar.

Forsetaframbjóðendur: „Sjitt, ég er í forsetaframboði!“

Elísabet er alin upp á Seltjarnarnesi. Þar byggðu foreldrar hennar, rithöfundarnir Jóhanna Kristjónsdóttir og Jökull Jakobsson, ung sína fyrstu íbúð, þar sem þau bjuggu saman í ellefu ár og eignuðust þrjú börn. „En þetta var bara sveit. Sjórinn var þarna og fjaran og hestar og skipsflök strönduð í fjörunni og Grótta og þúfur og tjarnir.“

Þegar hún lýsir minningum sínum úr æsku er ekki laust við að fléttaðar saman við þær sé ákveðin eftirsjá eftir þessari hrjúfu náttúru sem einkenndi þá enn Nesið. „Bara til dæmis það að labba í skólann, þá var maður að stikla á steinum og klettum og þræða stíg og það var útaf fyrir sig ævintýri. Nú er búið að byggja hús yfir þennan stíg. Það voru skófir á steinunum. Og það er ekki lengur.“ 

Jóhanna, móðir Elísabetar, hefur lýst þeim árum sem hún bjó með Jökli mjög vel í bókinni „Perlur og steinar“. Minnist Elísabet meðal annars á þessa bók þegar hún lýsir drykkjunni og óreglunni sem stundum tíðkaðist á hennar æskuheimili. Frelsið sem fylgdi því ástandi segir hún þó hafa verið mikið. Hún og bræður hennar hafi mátt gera flest allt sem þeim datt í hug, eins og til dæmis að fara með húsgögnin út í móa og hafa tombólu. „Mamma var bara eins og Lína langsokkur.“ En drykkjunni fylgdu einnig myrkari hliðar: „Svo var líka bara þjáning, eins og mamma hefur skrifað um. Það var bara þögn og reiði og fýla, allt sem fylgir alkóhólinu. Og þá var maður náttúrulega bara hræddur.“

Fjölbreytt ferilskrá

Eftir umbrot í æsku og stúdentspróf frá Kvennó lagði Elísabet góðan krók á leið sína, áður en hún gaf út fyrstu bókina, ljóðabókina „Dans í lokuðu herbergi“ árið 1989, þá rétt rúmlega þrítug. Þar áður vann hún ýmis störf til sjós og lands. Í afgreiðslu, sem módel, við byggingarvinnu, í frystihúsum, sem háseti á báti og ráðskona á Ströndum. Einnig hefur hún svo unnið sem blaðamaður, gert þætti fyrir útvarp og verið aðstoðarleikstjóri í Þjóðleikhúsinu.

„Mamma var bara eins og Lína langsokkur.“

Þrátt fyrir að þessi glæsilega ferilskrá komi mjög vel út á pappír, þá eru falin á milli línanna mörg ár af þjáningu og þrotlausri sjálfsvinnu. Hún hætti að drekka fyrir 23 árum og hefur síðan þá leitast við að styrkjast í baráttunni við sínar myrkari hliðar, til dæmis með því að fara til sálfræðings og geðlæknis, læra að syngja, og svo framvegis. „Ég er orðin rosalega vel heppnuð. Takmarkið var alltaf að ná í sjálfa mig. Minn kjarna. Eins og ég er.“ Hefur Elísabet svo notað þau verkfæri sem hún hefur fengið í hendurnar úr sjálfsvinnunni í það að takast á við tilfinningarnar sem fylgja því að bjóða sig fram til forseta, og segist hún til dæmis bara vera í framboði einn dag í einu. 

Mátar heiðarleikann í embættið

Í gegnum árin hefur heiðarleikinn verið eitt af helstu höfundareinkennum Elísabetar og telur hún að hann muni nýtast henni vel í embætti. Hún þurfi þó oft að sýna kjark til þess að vera heiðarleg, þrátt fyrir að það sé henni einnig mjög tamt. „Í mörg ár þorði ég ekki að segja satt. Þorði ekki að segja „fyrirgefðu“. Þorði ekki að segja „ég elska þig“. 

En nú er öldin önnur og enginn skortur á þori. Sér Elísabet til dæmis fyrir sér senuna þegar hún, sem forseti Íslands, hittir fyrirmenni í Evrópusambandinu og les þeim pistilinn. „Pútín og Margrét Danadrottning og þau öll, ég segi bara við þau „þið eruð öll helvítis skíthælar, að koma svona fram við flóttamenn. Og þú Pútín þarna, hvernig þú bombarderar Sýrland!“ En svo er þetta ekki endilega hreinskilni, það er ekki svo einfalt“. Elísabet hefur einmitt aldrei verið þekkt fyrir að sitja á skoðunum sínum: „Ég hugsa að svo deyr maður og á maður þá bara ekki að vera búinn að segja neitt? Á allt bara að vera feimnismál?“

Það hlutverk að vera skyndilega í framboði til forseta hefur þó fært henni ýmsar óvæntar uppákomur, sem og gamlar tilfinningar í nýjum hlutverkum. Elísabet hitti til dæmis leigubílstjóra sem sagðist ætla að kjósa hana og kom það henni mikið á óvart. En hún segist einnig hafa skynjað einmanaleikann sem hljóti að fylgja því að vera forseti, því það sé enginn annar forseti Íslands starfandi, sem hægt sé að spegla sig í. „Ég get ég ekki hringt í neinn og sagt: „Heyrðu ég var að klippa borða hérna og það fór hrikalega illa, skærin voru hræðilega bitlaus, og svo stakk ég óvart lítið barn.““

Hinir fjörutíu og fjórir forsetar Íslands 

Elísabetu langar helst til þess að nýta embættið í að kynnast landsmönnum. Hún hefur stundað göngutúra í mörg ár og í þeim segist hún alltaf hafa haft löngun til að banka upp á hjá fólki, og spjalla: „Hver býr hérna, á bakvið þessar gardínur, á bakvið þessar postulínsstyttur?“ 

Þegar talið berst að því hvernig hún ætli sér að móta embættið er ljóst að Elísabet ætlar sér engar stórkostlegar pólitískar stefnubreytingar. Hún ætlar að opna dyrnar að Bessastöðum og fylla þá fólki af öllum stéttum og aldri og lífi. Svo sér hún fyrir sér að taka upp vissa þætti úr stórnarháttum Navahó indjána: „Ég vil hafa nokkra aðstoðarforseta, kannski fjörutíu og þrjá, eins og Navahó indjánarnir. Það var mæðraveldi, og þá voru 44 konur sem réðu.“

Eftir að hafa farið í framboð og byrjað að máta sig við embættið segist hún hafa fundið fyrir því að hún þurfi að laga hegðun rithöfundarins að því hvernig forseti eigi að hegða sér. Þegar ég kom til hennar sagði hún mér frá tveimur mönnum sem eru að smíða skúr upp við húsið hennar. Þeir hefðu fyrr um daginn ætlað að negla í grindverkið hennar og hún gat ekki látið það óáreitt. „Svo ég garga hérna eins og einhver kerling út um dyrnar „ÞETTA ER MITT GRINDVERK VILJIÐI LÁTA ÞETTA Í FRIÐI“ og öskra þetta út svo þeir heyri í mér. Svo hugsa ég „Sjitt, ég er í forsetaframboði!“ En þetta var bara soldið skemmtilegt, gargandi kerling, kannski það eina sem þeir muna eftir deginum. Þannig að þarna fóru tvö atkvæði og svo fóru sjö í gær,“ segir Elísabet og hlær, en bætir svo við „en það er allt í lagi, því ég fann eitt í leigubíl áðan.“

Tíu spurningar

1. Hvað finnst þér um málsskotsrétt forseta og í hvaða tilfellum getur þú séð fyrir þér að nýta hann?

Ég er á móti málskotsréttinum. Mér finnst að þingið eigi bara að koma sér saman um hlutina. Svo getur þjóðin krafist atkvæðagreiðslu í nýju stjórnarskránni. Þetta er svona eins og að klaga í mömmu. Af hverju á einn maður að skrifa undir lög eftir sínum geðþótta?

2. Hvað finnst þér um stefnu stjórnvalda undanfarna áratugi varðandi stóriðju?

Ég er bara á móti stóriðju. Soldið fanatísk með það. Mér finnst það ætti að vera heildarstefna að hafa ekki stóriðju í landinu. Nú er RioTinto að rassskella verkfallsmenn. Þeir hafa ekki borgað skatta. Landflæmi eru eyðilögð til að þessir auðjöfrar komi hér með fabrikkurnar sínar. Þetta er ekki virðingu okkar samboðið. Við sem Íslendingasagnaþjóð, og þjóð sem er búin að þrauka hérna í þúsund ár, hljótum að geta fundið upp á einhverju öðru.

3. Finnst þér eignarréttur, eins og yfir til dæmis auðlindum og framleiðslutækjum, mikilvægur?

Fólkið á að eiga auðlindirnar. Mér finnst algjörlega út í hött að einstaklingar eigi fiskimiðin. Þetta á að vera sameiginleg auðlind. Annars held ég að ég láti hina forsetana um þetta, einn af þessum fjörutíu og þremur.

4. Hvort hallast þú frekar að auknum einkarekstri eða auknum ríkisrekstri, til dæmis varðandi heilbrigðiskerfi og skólakerfi?

Ég held að heilbrigðis- og skólakerfi verði að vera ríkisrekið. Það væri ekki gott ef einhver ríkur kall ætti skólakerfið. Þá er strax grunnurinn farinn og komið ójafnvægi. 

5. Ert þú fylgjandi ríkisreknum fjölmiðli?

Jú, helvítis Ríkisútvarpið. Ég náttúrulega elska Ríkisútvarpið. Það er svo fræðandi og skemmtilegt og ákveðinn klassi yfir því. Gaman þegar eitthvað er svona gamaldags, og tengir mann við gamla tíma. Ég vil endilega hafa það áfram.

6. Telur þú að femínismi sé mikilvæg jafnréttishreyfing eða sé of öfgafullur til þess að geta komið jafnréttisbaráttu til hjálpar?

Ég held að femínismi sé bara mjög fínn. Þetta er bara eins og að breyta um mataræði. Það eru allskonar leiðir, alveg eins og með femínisma. Þessi er kannski öfgafullur og þessi ekki, þessi er hófsamur. En það vilja allir jafnrétti. Og nei, femínismi er aldrei öfgafullur.

7. Telur þú að múslimar séu vandamál í Evrópu, og finnst þér mikilvægt að hefta för flóttamanna um álfuna og jafnvel að koma í veg fyrir að þeir setjist að á Íslandi?

Nei, alls ekki. Ég held það væri mjög gott að hafa bæði múslima og búddista og indjána og allskonar fólk hérna. Íslendingar eru mjög opnir, en svo er bara alltaf einn og einn sem er á móti. Fólk er bara allavega og ef þau vilja vera hérna þá eigum við að opna landið fyrir þeim. Og þessar eilífu blæjuumræður, þetta er bara alveg eins og að spyrja „af hverju ert þú ekki með húfuna þína, af hverju ertu í svona úlpu“?

8. Ert þú fylgjandi aðskilnaði ríkis og kirkju?

Ég er búin að svara þessari spurningu svo oft að ég er komin með algjört ógeð af henni.

9. Hvað finnst þér best og verst í fari Ólafs Ragnars?

Er hann ekki bara ágætur? Ég held að þetta sé sómamaður. Það sést best á því að hann giftist Dorrit. En ég hef enga skoðun á Ólafi. Ég held að hann sé bara fínn fyrir sinn hatt. Eina sem ég myndi segja, það eru þessi tuttugu ár. 

10. Hver er uppáhalds íslenski forsetinn þinn?

Það er náttúrulega Vigdís. Þegar tvíburarnir mínir voru að alast upp fannst mér mjög gott að þeir væru að alast upp með forseta sem væri kona. Karlarnir eru svo víða. Þó ég væri ekkert sammála öllu sem hún væri að gera, eins og allri þessari trjárækt og svona, og íslenskan gæti stundum farið út í öfgar. Hún var menntuð kona, afskaplega tignarleg, en líka alþýðleg. Ég hitti hana útí búð og er bara mest hissa á því hvar maðurinn sem bera ætti fyrir hana pokana sé. En hún ber pokana sjálf og er alltaf hress.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
3
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
8
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.
Án endurgreiðslunnar hefði útgáfa íslenskra bóka sennilega hrunið
9
Fréttir

Án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið

Sal­an á nýj­um bók­um í prent­uðu formi hef­ur dreg­ist mjög mik­ið sam­an og hratt. Sig­þrúð­ur Gunn­ars­dótt­ir, fram­kæmda­stjóri For­lags­ins, tel­ur að án end­ur­greiðsl­unn­ar núna væri stað­an skelfi­leg. Ný­lega var tek­in sam­an skýrsla á veg­um Menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­is­ins um áhrif þess­ara laga sem sýni ótví­rætt: „að án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
5
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
10
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu