United Silicon í gjörgæslu eftirlitsstofnana

Kísilmálmverksmiðja United Silicon hefur ítrekað verið staðin að því að fara á svig við útgefið starfsleyfi fyrirtækisins í Helguvík. Ólögleg losun efna í andrúmsloftið, ömurlegar vinnuaðstæður starfsmanna og gríðarleg mengun í umhverfi verksmiðjunnar eru á meðal þess sem eftirlitsstofnanir fylgjast nú með og ætla að skoða nánar.

Kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík hefur ítrekað farið á svig við starfsleyfi og ekki tilkynnt um óhöpp og atvik sem hafa átt sér stað eins og lög og reglur gera ráð fyrir. Þetta kemur fram í bæði opinberum eftirlitsskýrslum og í tölvupóstsamskiptum á milli stjórnenda United Silicon og Umhverfisstofnunar sem Stundin hefur undir höndum. Í þeim kemur meðal annars fram að Umhverfisstofnun hafi skráð frávik frá starfsleyfi í hverri einustu eftirlitsheimsókn sem farin hefur verið í verksmiðju United Silicon frá því þær hófust með fyrirvaralausu eftirliti þann 17. nóvember síðastliðinn. Samkvæmt Umhverfisstofnun er frávik framkvæmd sem telst ekki í samræmi við kröfur sem settar eru fram í starfsleyfi, lögum og reglugerðum. Tólf slík frávik hafa verið skráð í umræddum eftirlitsheimsóknum en þá eru skráningar á frávikum hjá öðrum eftirlitsstofnunum ótaldar.

Stundin hefur á undanförnum mánuðum ítarlega fjallað um kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík, aðdragandann að byggingu hennar, framkvæmdir við byggingu verksmiðjunnar og viðskiptasögu eigandans, Magnúsar Garðarssonar. Í síðustu umfjöllun Stundarinnar voru birt myndskeið sem starfsmenn sögðu sýna ólöglega losun á varasömum efnum utan verksmiðjunnar. Þetta hafi verið gert í skjóli nætur og að þessari aðferð væri beitt í trássi við starfsleyfi United Silicon.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.190 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Costco: Musteri græðginnar

Fréttir

Nichole vill setja stjórn yfir Landspítalann svo forstjórinn hætti að „betla pening“

Pistill

Um útskrift og útlitsdýrkun

Fréttir

Hóta að hætta nema fjármálaráðherra verði áfram formaður hollvinafélagsins

Viðtal

Neyðarópið í gilinu

Pistill

Topp 10 listi – Allar breiðskífur Metallica

Mest lesið í vikunni

Pistill

Costco: Musteri græðginnar

Fréttir

Nichole vill setja stjórn yfir Landspítalann svo forstjórinn hætti að „betla pening“

Úttekt

Menningarbylting Sjálfstæðisflokksins

Fréttir

Stefnt að fækkun lögreglumanna næstu árin

Blogg

Fordómar gagnvart ákveðnum dýrategundum

Viðtal

Fegurðin í ljótleikanum