Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ítrekaðar duldar auglýsingar hjá Stöð 2 og Bylgjunni

Rit­höf­und­ur og ferða­þjón­ustu­að­ili greina frá því að þeir hafi ekki feng­ið að koma í við­tal hjá Bylgj­unni vegna þess að þeir borg­uðu ekki fyr­ir það. Dul­in við­skipta­skila­boð eru ólög­leg. Fjöl­miðla­nefnd skoð­ar keypta um­fjöll­un Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar hjá Ís­landi í dag.

Ítrekaðar duldar auglýsingar hjá Stöð 2 og Bylgjunni
Mannauðsstjóri og auglýsingastjóri á 365-miðlum Svanur Valgeirsson segir að fyrirtækið muni færa út kvíarnar í keyptri umfjöllun í sjónvarpi. Mynd: Samsett

Ólöglegt er að dulbúa auglýsingar sem óborgaðar umfjallanir, en engu að síður hafa Stöð 2 og Bylgjan birt seld viðtöl án þess að greina áhorfendum frá því að viðmælandinn hafi borgað fyrir að koma í þættina.
Svanur Valgeirsson, sem er bæði mannauðsstjóri og auglýsingastjóri á 365-miðlum, sem senda út Bylgjuna og Stöð 2, segir að fyrirtækið muni færa út kvíarnar í keyptri umfjöllun í sjónvarpi.

Ekki verður þó betur séð en kvíarnar séu komnar ansi langt út nú þegar á útvarpsstöðvum miðilsins, Stöð 2 og Fréttablaðinu hvað varðar duldar auglýsingar. 

Duldar auglýsingar, sem eru ólöglegar, eru skilgreindar svo í Fjölmiðlalögum: „Dulin viðskiptaboð eru kynning í máli eða myndum á vörum, þjónustu, heiti, vörumerki eða starfsemi aðila sem framleiðir vöru eða veitir þjónustu í dagskrárliðum þegar slík kynning er til þess ætluð af hálfu fjölmiðlaveitu að þjóna auglýsingamarkmiðum og gæti villt um fyrir neytendum að því er eðli hennar varðar.“

Eðli máls samkvæmt er oft erfitt að koma auga á duldar auglýs­ingar en hér verða þó rakin nokkur skýr dæmi. Annars vegar má nefna rithöfund og hins vegar eiganda ferðaskrifstofu sem fengu ekki að koma í útvarpið án þessa að borga fyrir. Auk þess má nefna mál, sem Stundin fjallaði um á dögunum, um umfjöllun Íslands í dag um auglýsingaherferð Mjólkursamsölunnar (MS) 28. maí síðastliðinn, sem var unnin gegn greiðslu MS til 365.
Svanur Valgeirsson, auglýsinga- og mannauðsstjóri 365, sagði þá að það hefðu verið mistök dagskrárgerðarmanna að taka ekki fram eða birta skjáborða sem gæfi til kynna að um auglýsingu væri að ræða. 
Þessi sömu mistök virðast þó hafa átt sér stað fáeinum dögum síðar í Bítinu á Bylgjunni en innslagið var nánasta endurtekið í útvarpsþættinum 1. júní. Á engum tímapunkti nefna dagskrárgerðarmenn Bítisins að um sé að ræða auglýsingu.

Athugasemd 6. júlí

 

Þessi frétt birtist í síðasta tölublaði Stundarinnar 2. júlí síðastliðinn. Í fréttatilkynningu frá Fjölmiðanefnd í dag kemur fram að ekkert verði gert í máli Ísland í dag og Mjólkursamsölunnar þar sem það hafi verið mistök hjá fyrirtækinu að merkja innslagið ekki sérstaklega sem auglýsingu. Ekki er litið til þess að þessi sömu mistök hafi átt sér stað í Bítinu nokkrum dögum eftir Ísland í dag innslagið.

„Nefndin hefur einnig sent 365 miðlum erindi vegna frétta af duldri auglýsingu í sjónvarpsþættinum Ísland í dag á Stöð 2 þann 28. maí sl. Fjallað var um málið í Kjarnanum 7. júní og Stundinni 11. júní sl., þar sem haft var eftir auglýsinga- og mannauðsstjóra 365 miðla að mistök hefðu átt sér stað við efnisvinnslu og hafi hið kostaða efni af þeim sökum ekki verið auðkennt sem slíkt.

Í erindi fjölmiðlanefndar til 365 miðla segir að nefndin geri að svo stöddu ekki frekari athugasemdir við þá duldu auglýsingu á Stöð 2, sem hér hefur verið vísað til, þar sem fram hafi komið að mistök við efnisvinnslu hafi átt sér stað hjá 365 miðlum. Um leið ítrekar fjölmiðlanefnd að lögum samkvæmt eru dulin viðskiptaboð bönnuð og að 365 miðlum, sem og öðrum fjölmiðlum, ber að aðgreina viðskiptaboð og ritstjórnarefni með skýrum hætti. Þá eru óheimil viðskiptaboð og fjarkaup fyrir tóbaksvörur, áfengi, lyfseðilsskyld lyf og happdrættis- og veðmálastarfsemi, sem ekki hefur leyfi hér á landi,“ segir í tilkynningu Fjölmiðlanefndar.

 

Þurfti að borga til að gefa

Margeir Ingólfsson, annar eigandi ferðaskrifstofunnar Ferðin, fullyrðir að sér hafi verið tjáð af Heimi Karlssyni, þáttastjórnanda í Bítinu, að hann þyrfti að borga til að koma í viðtal í þættinum. Margeir segir í samtali við Stundina að hann hafi haft samband við þáttastjórnendur í því markmikið að gefa hlustendum gjafabréf í ferðir hjá félaginu. 

„Ástæða þess að mér datt í hug að bjóða Bylgjunni þetta var að ég hafði í tvígang, nokkrum vikum áður, heyrt þá Bítismenn vera með fulltrúa frá Úrval Útsýn í viðtali hjá sér þar sem þeir kynntu sérstakar ferðir hjá Úrval Útsýn og gáfu síðan gjafabréf í lok viðtalsins,“ segir Margeir.

Margeir segir að eftir að hafa sent nokkra tölvupóst hafi hann fengið símhringingu frá Heimi. „Mér var þá kurteisislega bent á að það gengi ekki þannig fyrir sig að ég kæmi bara í viðtal með gjafabréf með mér, því að allt svona þurfi að borga þeim fyrir, enda eins og hann sagði: „Það þurfa allir salt í grautinn“. Mér var sagt að allt svona fari í gegnum auglýsingadeildina og ég ætti að hafa samband við þá ef ég vildi koma með gjafabréf fyrir áheyrendur Bylgjunnar. Þetta fór síðan ekki lengra þar sem mér datt ekki í hug að fara að borga Bylgjunni fyrir það að fá að gefa lesendum þeirra gjafabréf, án þess að það kæmi fram að stöðin rukkaði sérstaklega fyrir það. Mér fannst þetta svolítið „sjúkt“,“ segir Margeir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Duldar auglýsingar

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
3
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
4
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
9
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár