Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Brjálæðingur“ verði forseti: Trump gengur lengra eftir skotárás

Don­ald Trump virð­ist vilja refsa fólki fyr­ir að til­kynna ekki grun­sam­legt at­ferli, lok­ar á Washingt­on Post og ýj­ar að því að Obama sé hlynnt­ur hryðju­verka­mönn­um.

„Brjálæðingur“ verði forseti: Trump gengur lengra eftir skotárás
Donald Trump Verður forseti Bandaríkjanna ef hann sigrar í forsetakosningunum 8. nóvember næstkomandi. Hillary Clinton verður væntanlega andstæðingur hans. Mynd: Shutterstock

Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana flokksins, gengur nú enn lengra í hugmyndum sínum um að mismuna fólki eftir trúarbrögðum vegna hryðjuverkaógnarinnar í tilefni af skotárás í Orlando þar sem um 50 manns voru myrtir á næturklúbbi fyrir samkynhneigða.

Eftir árásina þakkaði Trump þeim sem sögðu hann hafa haft rétt fyrir sér með áformum um að banna ferðir múslima til Bandaríkjanna, þar sem árásarmaðurinn í Orlando var múslimi. Árásarmaðurinn var hins vegar fæddur í Bandaríkjunum.

„Ógnvekjandi“ ræða „brjálæðings“

Í dag hélt Trump ræðu þar sem hann skoraði á þingið að reyna að standa í vegi fyrir lokun landamæranna gagnvart múslimum, ýjaði að því að Barack Obama væri hlynntur íslamískum hryðjuverkamönnum, kallaði eftir afsögn forsetans og sagðist vilja refsa fólki sem tilkynnti ekki um grunsamlegt atferli.

Trump varaði aftur við múslimum og boðaði lokun landamæranna gagnvart þeim. „Við þurfum líka að segja sannleikann um hvernig öfgafullt íslam er að koma að ströndum okkar. Og það kemur, með þessu fólki kemur það. Við erum að flytja róttæka íslamska hryðjuverkamenn í vestrið með misheppnuðu innflytjendakerfi og með leyniþjónustu sem forsetinn heldur aftur af,“ sagði Trump í dag.

Hann sagði vanhæfni vera ríkjandi við stjórn Bandaríkjanna, en að ef hann yrði kosinn, yrði andstæða vanhæfni að veruleika. „Við verðum að stjórna landamærunum okkar. Við verðum að stjórna þeim núna, ekki seinna, núna.“

Vefmiðillinn The Huffington Post kallar Trump „brjálæðing“ í forsíðufyrisögn, segir ræðu hans ógnvekjandi og segir hann ala á ótta vegna flóttamannakrísunnar.

Ræða Trumps í heild sinni. Hana má lesa á síðu Trumps hér.

Útilokar hluta heimsins

„Ég vil þá ekki í landinu okkar,“ sagði Trump í ræðu sinni í Anselm-skólanum í New Hampshire í dag. „Ég mun stöðva innflutning fólks frá svæðum heimsins þar sem er staðfest saga hryðjuverka gegn Bandaríkjunum, Evrópu og bandamönnum okkar, þar til við skiljum fyllilega hvernig megi binda enda á þessar ógnir.“

„En múslimarnir þurfa að vinna með okkur.“

Trump vill refsa almennum borgurum fyrir að tilkynna ekki grunsamlegt atferli. „Ég vil að allir Bandaríkjamenn njóti velgengni, líka múslimar. En múslimarnir þurfa að vinna með okkur. Þeir verða að vinna með okkur. Þeir vita hvað er að gerast. Þeir vita að hann var vondur. Þeir vissu að fólkið í San Bernardino [þar sem önnur árás fór fram] væri vont. En vitið þið hvað? Þau vísuðu ekki á það.“

Nágrannar hjónanna í San Bernardino í Suður-Kaliforníu, sem  myrtu 14 og særðu 22 í desember í fyrra, lýstu þeim hins vegar sem „rólegu, trúuðu fólki sem vöktu ekki athygli eða grunsemdir“.

Nú segir Trump að þeir sem hafi vitað eitthvað en ekkert sagt „þurfi að þola afleiðingar, alvarlegar afleiðingar“.

Trump hefur áður skorað á fólk að fylgjast með nágrönnum sínum og tilkynna þá ef þeir virðast grunsamlegir. „Líklegast hefurðu rangt fyrir þér, en það er allt í lagi. Það er besta leiðin. Allir eru lögregla, á sinn hátt.“

„Allir eru lögregla, á sinn hátt“

Árásarmaðurinn í Orlando fæddist árið 1986 í Bandaríkjunum, sonur afganskra foreldra. Á þeim tíma voru Bandaríkin og Afganistan samherjar í baráttunni við Sovétríkin. 

Forsíða Huffington Post
Forsíða Huffington Post Vefmiðillinn Huffington Post varar við múgsefjun Donalds Trump.

Útilokar Washington Post

Trump tilkynnti í dag að hann myndi svipta Washington Post blaðamannapassa, þar sem miðillinn væri „falskur og óheiðarlegur“.

Tilkynningin kom í kjölfar þess að miðillinn benti á orð Trumps, þar sem hann ýjar að því að Obama hafi annarlegan ásetning gagnvart íslamískum hryðjuverkamönnum. „Það er eitthvað í gangi,“ sagði Trump meðal annars, en Washington Post fjallaði um málið undir fyrirsögninni „Trump virðist tengja Obama forseta við skotárásina í Orlando“.

Aðalritstjóri Washington Post, Marty Baron, segir að ákvörðunin sé „ekkert annað en höfnun á hlutverki frjálsra og sjálfstæðra fjölmiðla“.

Huffington Post, ein vinsælasta fréttavefsíða Bandaríkjanna, lýkur öllum greinum um Donald Trump á áréttingu: „Athugasemd ritstjórnar: Donald Trump hvetur reglulega til stjórnmálalegs ofbeldis og er raðlygari, svæsinn útlendingahatari, kynþáttahatari, kvenhatari og „birther“ [sá sem efast um að Obama hafi fæðst í Bandaríkjunum], sem hefur ítrekað heitið því að útiloka alla múslima - 1,6 milljarða manns heilla trúarbragða - frá því að koma til Bandaríkjanna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar í BNA 2016

Bergmálið frá Hitler: Er Trump fasisti?
ErlentForsetakosningar í BNA 2016

Berg­mál­ið frá Hitler: Er Trump fas­isti?

Á dög­un­um sagði Ásta Guð­rún Helga­dótt­ir, þing­mað­ur Pírata, úr ræðu­stól á Al­þingi að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti væri fas­isti. Óli Björn Kára­son þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins and­mælti því, og nokkr­ir aðr­ir sömu­leið­is. En fleiri hafa velt þessu fyr­ir sér og ekki að­eins hér á landi. Ný­lega birti vef­síð­an Slate við­tal sem blaða­mað­ur­inn Isaac Chot­iner tók við breska sagn­fræð­ing­inn Rich­ard Evans, þar sem ein­mitt var fjall­að um hvort Trump væri á svip­uð­um slóð­um og fas­ist­ar eða nas­ist­ar líkt og Ad­olf Hitler.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
3
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
„Óviðunandi“ að bíða í þrjú ár – Var læstur inni árum saman
4
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

„Óvið­un­andi“ að bíða í þrjú ár – Var læst­ur inni ár­um sam­an

Þriggja ára bið eft­ir ráð­gjöf frá sér­fræðiteymi um að­gerð­ir til að draga úr beit­ingu nauð­ung­ar í þjón­ustu við fatl­að fólk er óvið­un­andi að mati fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins. Það var hins veg­ar sá tími sem Ak­ur­eyr­ar­bær beið eft­ir ráð­gjöf­inni í máli Sveins Bjarna­son­ar sem var læst­ur inni í íbúð á veg­um bæj­ar­ins. Ráðu­neyt­ið ít­rek­ar þó ábyrgð þeirra sem beita slíkri nauð­ung.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
5
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
„Finnst ég vera að heyja dauðastríð“
7
Fréttir

„Finnst ég vera að heyja dauða­stríð“

Níg­er­ísku kon­urn­ar þrjár sem flúðu til Ís­lands und­an man­sali fyr­ir nokkr­um ár­um verða send­ar úr landi í kvöld. Þær eru í fang­els­inu á Hólms­heiði og ræddu við Heim­ild­ina í síma síð­deg­is. Ein kvenn­anna er al­var­lega veik og seg­ist líða eins og hún sé að heyja dauða­stríð. Þær segja að lækn­ir verði með í för þeg­ar þær verða flutt­ar úr landi. „Lækn­ir á að sjá til þess að hún andi út fyr­ir loft­helgi Ís­lands,“ seg­ir ís­lensk vin­kona kvenn­anna þriggja.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
8
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
10
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
3
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
9
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár