Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Til hamingju með grímurnar tilvonandi

Mikið er gaman að vera tilnefndur til verðlauna. Sérstaklega þegar maður er stoltur af sýningu eins og ég er stoltur af Ég elska Reykjavík. Ég hef einu sinni farið á grímuna áður og það var þegar kona mín var tilnefnd í sama flokki (barnasýning ársins), en hún hefur verið að stríða mér svolítið enda er ég bara með eina tilnefningu og hún hefur nokkrar.

 

Verðlaunaathafnir eru auðvitað gölluð mælistika. Þær geta oft verið svolítið pólitískar, stundum er verið að verðlauna fólki fyrir það sem það hefur verið að gera í gegnum árin frekar en það sem það gerir þetta árið. (Óskarinn a.m.k.). Þegar ég var í listaháskólanum héldum við partý með drykkjuleikjum þar sem við giskuðum á sigurvegara í hverjum flokki og drukkum skot fyrir hvert rétt gisk. Ég kom ekki vel úr því enda meira eða minna með allt rétt. Sem var skrítið því ég hafði verið í skiptinámi fram í febrúar og misst af nærri öllum sýningum. Ég hins vegar fór eftir þeirri reglu að þeir sem hefðu verið að gera góða hluti seinastliðin ár en ekki fengið verðlaun yrðu verðlaunaðir og það smellpassaði í nærri öllum flokkum.

 

Ég ætla nú samt ekki að vera með neina spádóma í þetta sinn. Ég óska öllum til hamingju. Þetta er gölluð en samt mikilvæg mælistika, því það besta getur oft farið framhjá fólki en með verðlaun undir höndunum geta sýningar með lítil fjárráð átt endurkomu í leikhúsin og fengið þann áhorfendafjölda sem þær eiga skilið. 

Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá svona marga tilnefnda í barnasýningaflokkinum. Stundum finnst mér ekki nóg hlúð að þeim flokki. Þar er ekki síst mikilvægt að framleiða nýtt og ferskt efni, börn verðskulda góða list eins og annað fólk.

Svo er líka gaman að sjá danssýningu tilnefnda sem sýningu ársins. Það hefur ekki gerst áður. Og reyndar er barnasýning líka tilnefnd þar líka. 
Til hamingju þið öll með grímurnar ykkar í kvöld (and you losers too, það mikilvæga er að taka þátt ;)  ).

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu