Listflakkarinn
Listflakkarinn og rithöfundurinn Snæbjörn Brynjarsson lýsir því sem ber fyrir augu og eyru, hvað á daga hans drífur og hvað er að gerast í listheimum. (Og svo inni á milli röfl).

Byggjum nýtt Breiðholt og menntakerfi

Ef það væru virkilega framsýn stjórnvöld á Íslandi í dag væri verið að bregðast við krísu í menntamálum og krísu í húsnæðismálum. Það ríkir skortur á húsnæðismarkaðinum. Íbúðir seljast samdægurs, ekkert framboð er á íbúðum undir 30 milljónum, leiguverð hefur hækkað um 50% á síðastliðnum árum, fólk á þrítugsaldri í foreldrahúsum hefur fjölgað um 6000. Það eru stórar tölur í...

Illa leikið og endurtekið efni- tvær stjörnur

Mikið rosalega var vandræðalegt að fylgjast með Bjarna Benediktssyni í sjónvarpinu í gær. Það er eins og hann verði verri í því að fara með ósannindi með hverju árinu sem líður. Berum t.d. saman frammistöðu hans í Kastljósinu 11. febrúar 2015. (Myndband hér). Helgi Seljan: Hefurðu sjálfur átt viðskipti í gegnum það sem skilgreint er sem skattaskjól, átt þar...

Gerum kjararáð gagnsætt og fagmannlegt

Auðvitað á kjararáð að vera skipað fagmannlega. Af fólki með reynslu af gerð kjarasamninga, með reynslu úr atvinnulífi eða verkalýðsfélögum. Svo er ekki, eins og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, benti á. Eins og staðan er í dag geta fjármálaráðherra, hæstiréttur og Alþingi skipað fólk í kjararáð án rökstuðnings. Fólk sem síðan birtir ekki hagsmunatengsl sín. Einn varamaður er...

Maður eða Svíi ársins?

Tíminn, sem er ekki áróðursblað framsóknarmanna, heldur bandarískt tímarit valdi Donald Trump sem mann ársins fyrir stuttu síðan. Það er sennilega réttlætanlegt í ljósi þess að maðurinn er sennilega með nafnið sitt í helmingum fyrirsagna tímaritsins þetta árið. Trump át upp allt sviðsljósið á árinu og skildi eftir sig svart hol tómleika og fáfræði. Auðvitað er það í sjálfu sér...

Sársaukinn og þjáningin

Ég þekki sársaukann og þjáninguna. Ég þekki sársaukann og þjáninguna af því að lesa leiðinlega, þunglamalega og torskiljanlega námsgagnatexta. Illa þýdda, hroðvirknislega unna, óstílfærða, klunnalega og andlausa texta. Það er ekki margt hægt að skrifa um menntamálastofnun en það sem Ragnar Þór hefur hripað niður, nema bara að taka undir kröfur um fagmennsku og metnað. Þetta er nefnilega bara...

Opið bréf til starfandi menntamálaráðherra

Hve marga daga, hugsaði hún, hafði hún setið svona, horft á brúna, kalda fáfræðina æða upp og eyða upp bakkanum. Hún mundi ógreinilega upphaf lýðveldisins, þegar enn var lagður metnaður í menningarmál, Þjóðleikhús reist, barátta fyrir því að fá handritin heim. Rigningin sem komið hafði frá fenjasvæðunum í suðrinu hafði borið þetta allt í burtu, varla að nokkur nennti að...

Fleira sameinar en sundrar-2

Flokkarnir fimm eru aftur farnir að tala saman. Og núna er tækifæri til mikilla umbóta þar sem við höfum ótrúlega margt sameiginlegt þrátt fyrir að vera ólík. Samkvæmt könnunum þótti sjötíu prósent kjósenda VG mikilvægt að klára stjórnarskrármálið. Það þykir stuðningsmönnum Bjartar framtíðar, Viðreisnar og Pírata líka. (Og Samfylkingunni líka). Allir þessir flokkar vilja þjóðgarð á miðhálendi, og aðgerðir í...

Að eitra traustið

Stundum veit ég ekki hverju ég á að trúa. Hvort ég ætti að trúa því sem stendur á pakkanum út í búð: lífrænt, vistvænt, hollt og gott. Það er svo sannarlega ekki ódýrt, svo mér finnst eins og ég eigi rétt á smá hreinskilni. En, svo virðist vera sem að framleiðendur deili ekki þeirri skoðun. Og svo framarlega sem eftirlit...

Rauðan serk skal ég sníða þér

Jólabókaflóðið er hafið og í ár virðist smásagan ætla að koma óvenju sterk inn. Steinar Bragi er með stórt smásagnasafn „Allt fer“og Friðgeir Einarsson leiklistamaður er með frumraun sína „Takk fyrir að láta mig vita,“ sem hefur fengið lofsamlega dóma. Ég er spenntur fyrir ýmsu, það eru alltaf góðar fréttir þegar Guðrún Eva og Andri Snær eru að gefa út...

Fleira sameinar en sundrar

Frekar áberandi hvað margir Píratar hafa tekið fagnandi stjórnarmyndunarumboði Katrínar. Ég treysti henni vel til að leiða samningaviðræður með sanngirni. Það er tækifæri til mikilla umbóta þar sem við höfum ótrúlega margt sameiginlegt þrátt fyrir að vera ólík. Samkvæmt könnunum þótti sjötíu prósent kjósenda VG mikilvægt að klára stjórnarskrármálið. Það þykir stuðningsmönnum Bjartar framtíðar og Pírata líka. (Og Samfylkingunni líka)....

Trump vann ekki, lýðræðið tapaði

Í annað sinn á þessari öld vinna Demókratar meirihluta atkvæða en tapa kosningum. Enda kerfi hannað af 18. aldar landeigendum til að minnka vægi borga. En það tengist líka alveg kyni. Hillary með pung hefði unnið og nei, þetta er ekki myndlíking. Hún tapaði líka af því fólk var reitt og þreytt á pólitík. Og líka af því Demókrötum skortir...

Tölvuleikir og hugarró

„Ég er á því að maður finni styrk í góðum bókum og einhvers konar hugarró. Í dag sé ég ekkert nema flótta í því þegar þú lokar þig af til dæmis í ofbeldisfullum tölvuleik, eins og of margir gera,“ sagði Arnar Már Arngrímsson sem nýlega hlaut Norðurlandaverðlaunin í flokki barna- og unglingabóka, í viðtali hjá Fréttatímanum. Arnar er vel að...

Lágmarkslaun 340 þúsund?

Kjararáð maður ... þvílík steik. Hér eru tvær röksemdafærslur sem ég hef heyrt fyrir því að laun alþingismanna þurfi að hækka: Ef launin eru of lág (í kringum 750 þúsund) koma eintómir meðaljónar til að vinna á þingi. Hærri laun gera þingmenn fjárhagslega sjálfstæðari og draga úr spillingu. Fá þessar fullyrðingar staðist? Ég veit það ekki alveg, en hef nokkrar...

A+C+V, stjórn sem meikar sens

A+C+V, stjórn sem meikar sens.Skoðum stefnumál flokkana á blaði. Viðreisn og Björt Framtíð eru nánast eins. Björt Framtíð er fyrir fólk sem vill kjósa frjálslyndan miðjuflokk og getur hugsað sér að kjósa mann í karrígulum jakkafötum, Viðreisn er fyrir fólk sem vill kjósa frjálslyndan miðju-hægriflokk, helst í gráum jakkafötum og fyrrum sjálfstæðismann. Þessir flokkar eru borgarflokkar, skilja ágætlega vægi skapandi...

Áskorun: Uppfærum Listaháskólann!

Maður var varla kominn út úr RÚV eftir upptökur hjá Víðsjá þegar uppáhaldsalþingiskona mín Valgerður Bjarnadóttir bauð mér far. Ég sagðist vera á leið í Hafnarfjörð með strætó en þakkaði gott boð. Við höfðum verið saman fjögur, hún frá Samfylkingu, Ásta Bryndís Schram og svo auðvitað Þorvaldur, Albaníu-Valdi eins og hann er stundum kallaður og milli okkar fjögurra var fín...

Skítadreifing án sómakenndar

Skítadreifing án sómakenndar Herferðin gegn Smára McCarthy er svo laus við sómakennd að það mætti halda að hann væri í forsetaframboði á móti Davíð Oddssyni. Því miður stefnir Smári einungis á þingsæti og því er erfitt að skilja þetta offors sem kallar á hverja ritstjórnargreinina á fætur annarri hjá viðskiptablaðinu, þar sem jafnvel bókalestur Smára er gagnrýndur eða furðufréttir um...

Hvað finnst Pírötum um nornaveiðar?

Eftirfarandi spurning barst frá útlöndum:Sæll, ég hef lesið bloggið þitt lengi og sá að þú ert kominn í framboð fyrir Pírata. Líst vel á ykkur, en segðu mér eitt, hvað finnst Pírötum um nornaveiðar?Kveðja, nafnlausSæl/Sæll Nafnlaus,Takk fyrir góða spurningu.Það vill svo til að fyrir liggur ályktun af félagsfundi fyrr í mánuðinum fjórða október sem svarar þessari spurningu ágætlega:Með tilvísun til...

Svívirðileg frekja SFS

Kröfur SFS (gamla LÍÚ) eru ótrúlegar. En samt hvers vegna ekki? Ef maður hefur fengið auðlindina frítt og getur fengið veiðigjöld felld niður með því að kaupa dagblað og stjórnmálamenn, og síðan tekið allan arðinn og falið hann á Bahama eða bresku Jómfrúareyjunum ... Hví ekki að ganga aðeins lengra? Hví ekki á sama tíma og útgerðir skila hagnaði að...

Það sem við segjum ekki

Meðvirkni. Gesturinn sem fer ekki. Og allt það sem við segjum ekki, en vitum, vitum, vitum og dílum ekki við. Þetta er klassískt þema í ansi mörgum leikritum. Sér í lagi leikritum þar sem tvö pör eru í heimsókn hjá hvort öðru, eða öllu heldur eins og í Stertabendu. Upp að vissu leyti sameinar leikrit Marius Von Mayenburg hádramatískt stofuleikrit...

Virðum sköpunina

Um það bil 20 þúsund störf eru í skapandi greinum. Tuttugu þúsund fást við kvikmyndir, sviðslistir, hönnun, bókaútgáfu, grafík og önnur skapandi störf. Það eru fleiri en starfa í nokkrum iðnaði á Íslandi nema hugsanlega ferðamennsku sem þó er ekki ótengd menningarheiminum. Samt er lítil virðing borin fyrir menningarstarfi og það hefur sérstaklega einkennt þetta kjörtímabil. Áhugalaus menningarmálaráðherra Núverandi...

Fyrsta kosningaloforð Sigmundar Davíðs

Er ekki kjörið tækifæri að rifja upp fyrsta kosningaloforð Sigmundar nú þegar hann hefur misst formannsembættið? Ákvað að uppfæra aðeins fyrstu auglýsinguna hans:Fyrir rúmum eitt þúsund árum settu Íslendingar á laggirnar þjóðþing. Alþingi.* Á hátíðis og tyllidögum erum við stolt af sögu þessarar æðstu og elstu sameiginlegu stofnunar landsmanna. Nú er svo komið að Alþingi er máttlaust, ráðherrar ráða of...

Leki innan úr kosningaskrifstofu framsóknar

Mér var rétt í þessu að berast tölvupóstssending frá manni sem gaf ekki upp nafn og vill láta kalla sig „John Doe.“ Líkast til er hann þó innanbúðarmaður úr framsóknarflokkinum því hann hefur í höndunum trúnaðarskjöl frá kosningaskrifstofu framsóknarmanna. Rýni maður vel í gögnin má sjá hversu mikið af 50 milljónunum sem framsóknarhúsið í Reykjavík var veðsett fyrir munu fara...

Búvörubömmer: mín afstaða

Ég skil vel vonbrigði fólks með búvörulögin. Aðallega af því ég deili þeim vonbrigðum sjálfur og er miður mín yfir hjásetu Pírata. Sú hjáseta er ekki eitthvað sem ég ætla að verja, eins göfugt markmið og það er að taka ávallt eins upplýsta ákvörðun og mögulegt er. Hér eru ástæðurnar fyrir höfnun eins og sé þær: 1. Núverandi fyrirkomulag í...

Fyrningarleiðin í pólitík

Fór á mjög fræðandi fyrirlestur sem haldin var í Sjóminjasafninu, og það má hrósa Samfylkingunni fyrir að fá Sjúrð Skaale frá Færeyjum til að kynna fyrir okkur áhugamönnum útboðsleiðina. Launakjör fólks í sjávarútvegi eru betri en á Íslandi, bæði í Færeyjum og Noregi og sjómenn og verkafólk fá hærri hlutdeild í afla, auk þess sem meira rennur til samfélagsins með...

Fyrir hvern eru þjóðaratkvæðagreiðslur?

Fyrir hvern eru þjóðaratkvæðagreiðslur? Svarið felst svo augljóslega í spurningunni. Atkvæðagreiðslan er fyrir þann sem greiðir atkvæðið, þ.e.a.s. þjóðina sjálfa. Þess vegna þarf einmitt stjórnarskrá sem gerir ráð fyrir því að þjóðin geti kallað eftir atkvæðagreiðslunni og að farið verði eftir henni. Á síðustu árum hafa verið ótal þjóðaratkvæðagreiðslur og mikið rifist um hvort þær séu af hinu góða. Að...