Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Landakortið lýgur

Landakortið lýgur

Heimurinn er ekki eins og þú heldur að hann sé. Að minnsta kosti ekki eins og stóra landakortið í skólastofunni sýnir hann. Sjáið t.d. hvernig Brasilía lítur út í samanburði við Evrópu?

Hvað veldur þessum mikla mismun. Jú, það er mercator-vörpun sem notuð er til að að sýna lögun heimsálfanna, en skekkir hlutföll. Þar sem kort eru flöt en jörðin hnöttótt er ekki bæði hægt að hafa stærðarhlutföll rétt og á sama tíma lögun. Hér er svo kort sem viðheldur stærðarhlutföllunum, en lætur lögunina um lönd og leið.

Inn á þessari síðu, er hægt að leika sér með þetta og bera saman t.d. Afríku og Evrópu. Mestu munar með Grænland.



Samt er kunnuglega, gamla Ísland  stærsta sjokkið. Einhvern veginn fannst manni það „stórara“ en það er samt rétt svo stærra en Írland. Sem er kannski ekki svo slæmt. Stórasta þjóðin rúmast alveg á lítilli eyju.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni