Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Flóttamannakrísan- okkar ábyrgð

Flóttamannakrísan- okkar ábyrgð

Það er talið að um 750 þúsund flóttamenn komi til Grikklands í ár. Það er landfræðilega óheppilegt að eitt fátækasta land Evrópusambandsins þurfi að taka við þyngstu byrðunum. 750 þúsund manns eru nefnilega dropi í hafið fyrir heimsálfu með 750 milljón íbúa. Meirihluti flóttamanna koma frá Sýrlandi. Þetta er fólk sem er að flýja borgarastyrjöld. Enginn fer af gamni sínu ólöglega yfir landamæri með þriggja ára börn vitandi að lögreglumenn með barefli bíða þín hinum megin. 

Þau lönd sem hafa verið hvað duglegust við að taka við flóttamönnum eru Þýskaland og Svíþjóð.

Það verður þó að segjast eins og er að það sé íronískt að í löndum eins og Danmörku, Bretlandi og Íslandi sé umræðan á þá vegu að helst ætti ekki að taka við neinum. Þessi lönd eiga það nefnilega sameiginlegt að hafa stutt innrás inn í Írak fyrir áratug síðan. Smám saman hefur það stríð breitt úr sér og gefið öfgahópum eins og ISIS kjörlendi til að stækka við sig.

Natolöndin sem studdu við Íraksinnrásina hafa enga afsökun til að taka ekki við fórnarlömbum þessara afglapa. Við ættum að sjá sóma okkar í því að bæta fyrir þá synd.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni