Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Langdræg lausn á vanda landsins

Stóra spurningin núna er ekki sú hvort kosningar verða í október eða nóvember; hvort mótmælt er við Austurvöll eða í Garðabæ.

Við erum orðin þjóðin sem varð gerspillingu að bráð. Við stöndum á tímamótum sem gera munu áður óþekktar kröfur til ríkja heims. Á sama tíma er markvisst unnið gegn því að næsta kynslóð Íslendinga fái boðlega menntun. 

Það er hægt að berja bumbur þar til maður verður blár í framan. Það er hægt að draga yfir sig endalausa framboðsfeldi. Staðan er þó einföld. Okkur er kannski ekki viðbjargandi – en okkur ber skylda til að leiða ekki börnin okkar í svaðið.

Ísland er fullt af mjög hæfu og vænu fólki sem er alvarlega misboðið. Fólki sem vill gjarnan gera eitthvað til að breyta þessu. Nú þarf þetta fólk að stíga fram. Skammdrægar lausnir geta falist í að mála mótmælaskilti eða skrá sig á framboðslista. Langdrægari og varanlegri lausn væri að slá varðborg um tækifæri næstu kynslóðar.

Svo, hvernig væri það? 

Er ekki kominn tími til að skoða það í alvöru að verða kennari?

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu