Maurildi
Ragnar Þór er heimspekingur og kennari. Hans skoðun er sú að nærtækasta leiðin til að bæta samfélagið sé að ala upp betri borgara en hingað til. Borgara sem gera meiri kröfur. Ekki bara til annarra heldur líka sín. Á blogginu er gerð tilraun til að gera slíkar kröfur.

Að setja mark sitt á heiminn: Óttinn við tæknina

Í dag var haldin ráðstefna á Íslandi um skaðsemi nettengdra tækja fyrir börn. Í umræðum um ráðstefnuna birtast ýmis viðhorf, sum mjög róttæk. Ég sá t.d. eina konu halda því fram að það væru einhverskonar mannréttindi að öll opinber svæði og sérstaklega skólar ættu að vera rafsegulbylgjufrí svæði – enda þyldu ekki allir slíkar bylgjur (til dæmis ekki hún). Aðrir...

Ímyndarherferð Viðskiptablaðsins

Á vef Viðskiptablaðsins eru þessa stundina tveir pistlar sem eiga að sannfæra lesendur um að blaðið sé býsna gott. Annar pistillinn er skrifaður til höfuðs „virkum í athugasemdum“ og óvinum blaðabarna – hinn til höfuðs mér. Í seinni pistlinum segir blaðamaður að ef hann væri eins og ég myndi hann hætta í vinnunni sinni. Því annað hvort sé...

Hin baneitraða snjallsímafíkn

Egill Helgason segir í bloggi sínu að læknir hafi í kvöldfréttunum vitnað í Albert Einstein sem óttast hafi þann tíma „þegar tæknin færi fram úr mannlegum samskiptum“. Við þetta saumar Egill ansi dramatískt stef: „Ein af ráðgátum nútímans er hvernig við látum tæknina taka af okkur völdin, fylgjum henni í blindni án þess að vita nokkuð um hvert hún...

Að létta álagi af kennurum og foreldrum

Viðbrögð margra sveitarfélaga við kjarabaráttu kennara fyrr í vetur var að auglýsa sérstaka aðgerða- eða starfshópa sem gera ættu úttektir á skólakerfum einstakra sveitarfélaga og leita leiða til að auka ánægju kennara í starfi. Mjög snar þáttur í því er að minnka álag á kennara. Það er kaldhæðni örlaganna að á sama tíma berist frétt um það að Hjallaskólarnir ætli...

Skauprýni

Afmælisþáttur Afar fyrirsjáanlegt og ekkert sérstaklega fyndið en nýtur þess að fólk er enn að koma sér í gírinn. Hugmynd: 5 Framkvæmd: 5 Ekki synningur, en sperringur var það Hér glöddust Fóstbræðraunnendur verulega. Gamla, góða persónugalleríið dregið á flot. Íslenski molbúinn lendir í innrás sjónvarpstækninnar. Sem slíkur frekar þunnur brandari en sem uppklapp Fóstbræðra afar vel heppnað. Hugmynd: 6 Framkvæmd:...

Óvinsælustu bloggfærslur ársins 2016

Það er við hæfi á áramótum að búa til allskonar lista. Hér er einn slíkur. Þetta eru þær bloggfærslur sem minnst voru lesnar árið 2016 hér á blogginu. Katarínus „Endurreisa þarf menntakerfið og losa hengingarólina af háskólastiginu. Ef það er rétt að hér sé fjárhagslegt tækifæri eftir margra ára niðurskurð – þá er augljóst að endurreisn heilbrigðis- og menntakerfis...

Alþingi lýsir yfir stríði gegn opinberum starfsmönnum

Á myndinni má sjá hvernig atkvæðagreiðsla um frumvarp vegna afnáms mikilvægra lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna fór. Þeir sem sátu hjá voru: Ari Trausti Guðmundsson, Guðjón S. Brjánsson, Logi Einarsson, Oddný G. Harðardóttir, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Steinunn Þóra Árnadóttir, Viktor Orri Valgarðsson. Gærdagurinn var einhver sá snautlegasti í sögu íslenskra verkalýðsfélaga. forysta allra stóru, opinberu verkalýsðfélaganna stendur uppi rúin...

„Umbótaöflin“ Björt framtíð og Viðreisn

Leggjum okkur fram um að virða lýðræðislegar ákvarðanir, fylgja á eftir stefnumótun og leiða mál til lykta. Nýtum beint lýðræði og þátttöku almennings betur. Allar lagasetningar og stjórnvaldsaðgerðir taki mið af frelsi einstaklinga og samfélagshópa til sjálfstæðra, skapandi og ábyrgra athafna og efli svigrúm til slíks eins og frekast er kostur. Gerum störf Alþingis uppbyggilegri með breyttum þingsköpum Breytum stjórnmálunum....

Pólitískur ómöguleiki lífeyrisfrumvarpsins

Þegar Bjarni Ben setti inn í þingið rétt fyrir síðustu kosningar frumvarp um stórfelldar breytingar á lífeyrisréttindum urðu margir hvumsa. Þetta þótti alltof stórt mál og mikið að vöxtum til að troða því gegnum þingið undir tímapressu. Það var þó reynt til þrautar og þegar Bjarni var spurður út í það hvort ekki þyrfti að vinna málið betur sagði hann:...

Jólastríð á vinnumarkaði

Þegar Ísland hrundi fyrir tæpum áratug hafði það djúpstæð sálræn áhrif á þjóðina. Hún fylltist gremju, reiði og sektarkennd. Leitin að blórabögglum var fyrirferðarmikil í upphafi. Hún beindist bæði út á við og inn á við. Meðal þess sem brátt virtist ljóst að viðskiptalífið var sjúkt, stjórnmálin skemmd, fjölmiðlar meðvirkir og almenningur ógætinn og kærulaus. Rannsóknarskýrslur voru skrifaðar, loforð og...

Viðskiptablaðið gerist óvart bandamaður kennara – og bætir fyrir það

Það getur verið erfitt að þjóna tveimur herrum. Um daginn steig Viðskiptablaðið feilspor þegar það setti kjarakröfur kennara í nýtt samhengi með stríðsfrétt um stórkostlegar kjarabætur OR. Í kappi sínu við að freta á vinstri mennina í stjórn Reykjavíkurborgar blés blaðið óvænt vindi í segl kennara. Ef bornar voru saman kröfur kennara og launahækkanir hjá Orkuveitunni kom í ljós að...

Nýr samningur kennara: Fagnaðarefni?

Að vissu leyti er fagnaðarefni að búið sé að semja við kennara. Menn skyldu þó fara varlega í að álykta sem svo að málin séu komin í höfn. Því fer fjarri. Þetta var aðeins spurning um hvort staðan héldi áfram að vera slæm eða hvort hún myndi snarversna. Hún er ennþá slæm. Samþykkt kjarasamnings með tæpum meirihluta sannaði það eitt...

Hvað er að hjá Menntamálastofnun?

Ég er mikill aðdáandi ritmáls. Ég er þeirrar sannfæringar að vel stílaður texti komist næst góðri munnlegri frásögn í fullkomleik tjáningar. Allar heimsins háskerpumyndir komast ekki með tærnar þangað sem góð bók hefur hælana. Kannski er ég íhaldssamur. Rannsóknir hafa þó að nokkru leyti tekið undir þetta sjónarmið. Þetta er líka að nokkru leyti skýringin á því hvers vegna kennslubókin...

Tvísýnar kennarakosningar

Á morgun hefst atkvæðagreiðsla í kosningum um kjarasamning kennara. Þær eru tvísýnar í meira lagi. Sveitarfélögin taka óskaplega áhættu með því að bjóða aðeins 11% launahækkun eftir að kennarar hafa tvífellt áþekkan samning. Í útborgðum launum munar 10-15 þúsund krónum á mánuði á tímabilinu á þessum samningi og þeim samningi sem felldur var. Enda er þetta meira og minna sami...

Stríðsleikir Halldórs Halldórssonar

Í gær fékk ég fréttir innan úr sveitarfélagi á Íslandi þar sem sveitarstjórnarmönnum var bannað að reikna með launahækkunum til kennara í fjárhagsáætlun. Það yrði að fylgja stefnu SÍS um að ráðstafa öllu fé á aðra liði og síðan ætti að láta launahækkanir kennara bitna með greinilegum hætti á íbúum sveitarfélagsins.Elliði Vignisson hafði riðið á vaðið í Eyjajarlsviðtali þar sem...

Nei, nei, ekki um jólin

Krúttlegasti spunameistari Íslands heitir Elliði Vignisson. Hann býr í Vestmannaeyjum. Hann spilar á fjölmiðla eins og fiðlu. Það var til dæmis dásamlegt hvernig hann ýtti sér skör ofar í hópum Sjálfstæðismanna með því að skrifa stuðningsgrein um Hönnu Birnu í hvert sinn sem hætta var á að fólk væri búið að gleyma því að það væri reitt við hana. Nú...

Samhengi hlutanna

Grunnskólakennarar í Reykjavík eru um 1400. Meðalgrunnlaun grunnskólakennara eru 480 þúsund á mánuði. Nú býðst þeim að hækka þau um rúm 11% í tveimur áföngum. Það mun ekki duga til. Sá vandi sem að skólunum steðjar mun halda áfram að vaxa. Miðað við forsendurnar mun kostnaður Reykjavíkurborgar af launahækkunum vera milli 800 og 900 milljónir á ári. Starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur...

Grunnskólinn: Vöggustofa eða líknardeild?

Þá er búið að gera lokatilraun til að bjarga stöðugleika á vinnumarkaði með því að neyða kennara til að vera á slæmum kjörum. Sveitarfélögin ætla ekki að gefa sig. Samningurinn er lentur. Samningurinn kostar Reykjavíkurborg líklega á bilinu 0,7- 0,9 ma kr á ársgrundvelli. Svona sirka helminginn af því sem borgin ætlar að innheimta af íbúum sínum á næsta ári...

Útganga kennara klukkan 12:30 á miðvikudag

Næsta miðvikudag, síðasta dag mánaðarins, munu nokkrir kennarar hlusta á hádegisfréttir. Verði ekki búið að semja þá ætla þeir að ganga á fund stjórnenda, afhenda uppsagnir sínar og ganga á dyr þann daginn. Ellefu hundruð kennarar hafa þegar ákveðið að fylgja þeim út. Þeir skora á alla grunnskólakennara á Íslandi að gera hið sama. Þetta verður þriðja útgangan á þremur...

Tvær röksemdir og sex spurningar

Mig langar að þakka Sambandi sveitarfélaga fyrir að nýta morgunútvarpið til spunamennsku í stað tíu fréttanna eins og undangengin kvöld. Ég er kvöldsvæfur maður og það tók á að pirra sig svona seint. En Halldór Halldórsson var sumsé mættur í Morgunútvarpið, m.a. til að bregðast við heimsókn minni þangað í gær. Mér skilst að hann hafi líka tekist á við...

Blekkingarleikur Sambands sveitarfélaga

Samband sveitarfélaga hefur hafið markvissar aðgerðir til að draga úr trúverðugleika kennara og gildis krafna þeirra. Sambandið virðist hafa greiðan aðgang að sumum fréttastofum sem birta áróður þess nokkurnveginn á þykkniformi án nokkurra tilrauna til greiningar eða skoðunar. Nú er frétt á Rúv um að ekki halli á kennara í launakjörum. Þeir séu á nákvæmlega réttum stað. Vísað er í...

Gripið í tauma kennaranna

Kennarar hafa notið gríðarlegrar velvildar í kjarabaráttu sinni síðustu daga. Stjórnendur, foreldrar og almenningur hefur skilning á stöðunni og þeim skilaboðum hefur verið komið mjög skýrt á framfæri við sveitarfélög að þau beri ábyrgð á að leysa málin.Það er því freistandi að spyrja sig að því hvert vandamálið sé. Af hverju er þessi dýrmæta stétt í svona vondum málum ef...

Það sem læra má af samstöðufundi kennara

Um síðustu helgi heimsótti ég Skagafjörð. Þar var haldin stór námsstefna kennara sem nota mikið tölvur og upplýsingatækni. Þar voru einnig erlendir gestir. Krafturinn og samstaðan leyndi sér ekki. Starfsánægjan ekki heldur. Allir hlökkuðu til að snúa aftur í skólana sína og reyna nýjar hugmyndir. Í gær mætti ég í Háskólabíó ásamt meirihluta kennara á Höfuðborgarsvæðinu. Þar héldum við samstöðufund....

Katarínus

Einu sinni þótti svo fráleitt að konur gætu leitt ríkisstjórnir á Íslandi að eðlilegt taldist að nefna þær kvennefnum eftir leiðtogum þeirra. Stefanía var ríkisstjórn undir forystu Stefáns Jóhanns Stefánssonar. Nú eru tímar, til allrar lukku, breyttir og í dag hefjast tilraunir til að mynda ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Ef hún verður til ætla ég aldrei að kalla hana annað en...

Hvað er það sem gerði kennara svona reiða?

Fyrir áhugamann um stjórnmál getur verið dálítið undarlegt að fylgjast með glímutökum stjórnmálamanna í málum sem maður þekkir vel. Þá verður óeinlægnin og spunamennskan svo pínlega ljós. Sem grunnskólakennari hef ég verið að upplifa það síðustu daga. Ef sveitarstjórnarmaður er beðinn um að útskýra þá þungu undiröldu sem hefur orðið vart á yfirborðinu síðustu daga hjá grunnskólakennurum mun hann segja...