Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Lögreglulýðveldið í Vestmanneyjum

Lögreglulýðveldið í Vestmanneyjum

Eybúamennska er lýsing á því þegar ein stefna og ein skoðun er rétt og ríkjandi. Þetta á auðvitað við fleiri en þá sem búa á eyju.
Nú berast ýmsar fréttir af landsbyggðinni en bæjarstjórinn í Vestmanneyjum er afar duglegur að bera út eybúamenninguna. Og hann á sér öflugan málssvara, lögreglustjóra staðarins. Bæjarstjórinn og lögreglustjórinn eru jafnframt samherjar í Sjálfstæðisflokki, eina starfandi stjórnmálaflokki eyjunnar og um þessar mundir er lögreglustjórinn í árlegum vandræðum og bæjarstjórinn þarf að komast á þing. Eyjabúar þurfa að eiga rödd á alþingi samanber Árna Johnsen og Ásmund Friðriksson. Eybúaröddina.

Það þykir ekki þokkað að lögreglustjóri sem fer með voldugt framkvæmdavald skipti sér af stjórnmálum hvað þá í framboðsforystu fyrir einn mann.

En lögreglustjórinn má auðvitað hafa skoðun bæði hvað varðar stjórnmál og birtingu brota. En lögreglustjórinn er bara ekki samstiga ríkislögreglustjóra né kollegum sínum á meginlandinu hvað afskipti af stjórnmálum snertir.

Lögreglustjórinn er eybúi. Ein skoðun ein stefna.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni