Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Kosningar: Stefnir í steindautt jafntefli

Kosningar: Stefnir í steindautt jafntefli

Nýjasta fylgiskönnun er um margt áhugaverð. Samfylking og Björt framtíð eru ekki að græða á fjórflokkabandalaginu. Í raun eykst fylgi við stjórnarflokkana.

"Dauð" atkvæði eru um 5-6% svo það er raunhæfur möguleiki að stjórnarflokkarnir auk Viðreisnar gætu myndað ríkisstjórn.

Engeyjarstjórnin væri þá réttnefni.

Ef Björt framtíð félli af þingi er ljóst að á því græða Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Vinstri græn. 

Þá er enn einn vinkill áhugaverður:

-Und­an­farið hafa Pírat­ar, VG, Sam­fylk­ing­in og Björt framtíð rætt sam­an um sam­starf eft­ir kosn­ing­ar. Sig­ríður Ingi­björg Inga­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir Sam­fylk­ing­una þó ekki geta tekið þátt í stjórn­ar­sam­starfi ef niður­stöður kosn­inga verða í sam­ræmi við kann­an­ir. „Ekki við þess­ar aðstæður en við þurf­um að styrkja stöðu okk­ar til að geta farið í slíkt sam­starf,“ seg­ir hún í sam­tali við Frétta­blaðið.-

Þetta er rökrétt ályktun Sigríðar og vafalaust verið rætt innanflokks.

Eins og staðan er nú stefnir í langvarandi stjórnarkreppu líkt og haustið 1979.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu