Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Komissjón launþegans

Komissjón launþegans

Því er haldið fram að á Íslandi búi tvær þjóðir. Þjóð sem í gegnum súrt og sætt þurft að lifa við íslenska krónu og þeirri rýrnun sem krónan hefur þolað í nærri heila öld.

Og hin þjóðin sem nýtir sér alla opinbera þjónustu án þess að greiða allan ágóðann til samfélagsins og eiga erlenda gengistryggða sjóði.

Í gærkvöldi horfðum við á uppgjör fjölskyldu á skiptingu arfs. Þar var það talið ósköp eðlilegt að umboðslaun stofnandans (commission) var aldrei færð inn í rekstur fyrirtækisins og litið á sem skattlausa prívateign í útlöndum.

Brauðmolar íslenska ágóðans féllu svo til Valhallar í líki bifreiðalána eða ofurafsláttar.

Á meðan horfir íslenski launþeginn á íslenska veskið sitt. 

Sú sjón líkist á engan hátt erlendri komissjón.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni