Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Klám og karlfemínisti

Klám og karlfemínisti

Ég er femínisti en vissi ekki að til væri karlfemínisti. Þessu heiti er líklegast klesst á okkur karlmenn til aðgreiningar, af þeim sem halda að femínismi sé einungis bundið við konur.

Kveikjan af þessu eru hugleiðingar sr. Bjarna Karlssonar vegna bardaga Gunnars Nelssonar. Bjarni kemur með þá tilgátu að klám og bardagalist sé af sama meiði, gredda í ofbeldi. 

Fyrir mér er hér munur á. Klám, eins langt og loðið það er, ofbýður siðgæðistaug venjulegs manns. En þar með er það orðið jafn afstætt og vont og gott. Að berja mann þætti mér gott á sama tíma og fórnarlambinu þætti það vont. [nema hann væri masókisti]. Orðið bardagalist vísar til þess að almennt er álitið jákvætt að stunda þá list jafnvel sem íþrótt. Svo þegar vel gengur fyllist landinn stolti og hetjur himnafærðar líkt og í Róm forðum. 

Þannig getur slík list eða íþrótt komið í stað styrjandar sagði vís maður. 

Það leysist eitthvað úr læðingi, einhvers konar hugarfullnæging.

Þar snertast klámið og vígfýsnin.

Mig langaði aðeins að íhuga þetta enda er sr. Bjarni enginn bullari.

Báðir erum við kven-og karlfemínistar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni