Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

„Hvar er sá kyndill?“

„Hvar er sá kyndill?“

Í dag er baráttudagur kvenna. . . og frelsisþenkjandi karla. Enn eru háir þröskuldar sem koma í veg fyrir að skýranlegur mismunur er milli launa karla og kvenna. Á táknrænan hátt ætla konur að ganga út af vinnustað kl 14.38. Það er vegna þess launamismunar sem er milli launa kvenna og karla:

8 klst.    60 mín.     480    100%
14.38    398 mín      83%    17% mismunur

Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir titluð verkakona í Morgunblaðinu þann dag sagði í ræðu á Lækjatorgi:

-Laun kvenna aðeins 73% af launum karla-

"Fyrsta ávarp fundarins flutti Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, verkakona.[...] Þá ræddi hún um launamisréttið í þjóðfélaginu  og hún spurði: Hvar er sá kyndill, að hinn sterki skyldi styðja hinn veika. Konur hefðu aðeins 73% af launum karla fyrir sömu vinnu og muninn kvað hún víða muna um 30 þúsund krónur á mánuði. Kvað hún enga mundu frelsa konur, nema þær sjálfar og því þyrfti á samtakamætti þeirra að halda. "(Morgunblaðið 25.10.1975).

Samkvæmt þessu hefur einungis unnist 10% af baráttunni.

Kyndillinn þarf því að loga enn um sinn.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni