Þessi færsla er meira en 6 ára gömul.

Að taka til umræðu

Að taka til umræðu

Verkefni félagshyggjuflokka er að hnika hægrinu í átt að jöfnuði og réttlátri skiptingu. Hvergi kemur skýrast fram munurinn á hefðbundnu vinstri og hægri en þegar á að skapa réttlátara samfélag eða jafna kjörin.

Enn eitt dæmi er lappadráttur hægri flokkana í meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs hvað varðar gjaldfrjálsan grunnskóla.

Kostnaður foreldra við kaup á námsgögnum hefur skipt tugi þúsunda ef barnahópurinn er stór.

Ég ásamt fulltrúum Samfylkingarinnar og Framsóknarflokks lögðum fram eftirfarandi tillögu:

-Gísli Baldvinsson, fulltrúi vinstri grænna og félagshyggjufólks, Bergljót Kristinsdóttir, fulltrúi Samfylkingar og Helga María Hallgrímsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi tillögu að áskorun til bæjarstjórnar:

"Menntaráð skorar á bæjarstjórn að bæjarfélagið taki alfarið ritfangakostnað á sig, líkt og 22 önnur sveitarfélög. Þannig verði stuðlað að jafnrétti til náms."

Tillagan var felld með fimm atkvæðum gegn tveim.-

Ekki mátti einu sinni skora á bæjarstjórn að axla þennan kostnað.

En meiri hlutinn bætti um betur:

-"Menntaráð fagnar þeim árangri sem náðst hefur í grunnskólum Kópavogs með lækkun kostnaðar foreldra á ritföngum skólabarna samanber samþykkt bæjarstjórnar frá 13. júní. Menntaráð leggur þá tillögu fram við bæjarráð að taka til umræðu gjaldfrjálsan grunnskóla við gerð næstu fjárhagsáætlunar."

Tillagan var samþykkt með fimm atkvæðum gegn tveimur.-

Ég vek athygli á því að einungis er lagt til að "taka til umræðu gjaldfrjálsan grunnskóla."

Ég sem hélt að samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og íslenskum lögum væri grunnskólinn gjaldfrjáls.

Birti hér í lokin álit bæjarstjórans um sama málefni í bæjarráði:

-Bókun Ármanns Kr. Ólafssonar:

"Ég minni á að allir viðbótarkostnaður grunnskólanna er tekinn af skattfé frá íbúum Kópavogs."

"Miklir menn erum við, Hrólfur minn!"

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni