Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Gulrótin hans Bjarna

Bjarni Ben ætlar víst að gefa landsmönnum 5% af Íslandsbanka.

Bankann sem fjölskylda hans og pabbi Sigmundar Davíðs tengdust nánum fjölskylduböndum fyrir Hrun er hann hét Glitnir.

Þetta gæti svo sem litið voðalega gott út en hvað eru 5% deilt á milli 320.000 manns eða svo?

Reiknivélin skilar þeirri niðurstöðu að það séu 0,000015% eða svo sem landinn fær á kjaft.

Varla brauðmoli af allsnægtarborði hinna ríku.

Því hverjir fá 95%?

Tja.

Svarið er nokkuð augljóst.

Frændur hans, félagar og vinir úr innsta hring Sjálfstæðisflokksins.

Þeir munu hafa öll tögl og höld í einkavinavæddum bankanum án þess að landsmenn hafi nokkuð að segja um hvernig honum er stjórnað.

Hlutabréfalög sem snúast um að veita hinum sterku rétt til að fara fram að geðþótta og gerspillt fjármálakerfi þar sem hinir forríku vildarvinir fá að velja úr eigum munu sjá til þess.

En hversvegna skyldi Bjarni veifa þessu sem gulrót?

Svarið er einfalt.

Það er svo að hann fái frið til að koma 60% af Landsbankanum í hendurnar á vinum, flokksfélögum og fjölskyldu innvígðra og innmúraðra.

Frið sem þarf til að ná helming af kökunni til móts við Sigmund Davíð.

Köku sem verður bökuð í þingsal af spilltum stjórnmálamönnum.

Og borguð af almenningi.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni