AK-72
Agnar Kristján Þorsteinsson hefur bloggað árum saman um stjórnmál og önnur samfélagsmál undir bloggheitinu AK-72. Á milli þess gjóar hann augunum að kvikmyndum, sagnfræði og öðru því sem vekur áhuga hans hverju sinni.

Er Óli Óla Keyser Söze Íslands?

Maður á einstaklega erfitt með að kyngja þessum upphrópunum um að stjórnvöld, aðilar innan S-hópsins og fjölmiðlar líka hafi allir verið blekkt af Óla Ólasyni þegar Búnaðarbankinn var einkavinavæddur. Manni finnst einhvern látið að því liggja um leið að allt ferlið hafi bara verið fullkomlega í lagi fyrir utan þetta eina atriði og allir þáttakendur aðrir hafi verið fullkomlega vammlaust...

"Alvöru erlendir fjárfestar"

Þegar maður hugsar til þess þá man maður varla eftir því að það hafi komið hingað „alvöru erlendir fjárfestar“ til landsins á þessari öld nema þá kannski helst stóriðjan. Samt hefur stóriðjan þurft að fá skattaafslætti, allskonar undanþágur fyrir aumingja og að auki fengið að vera óáreitt með skattaundanskotabrellur sem ganga út á það að færa fé úr landi til...

Tveggja húsbænda peningastefnunefnd

Það mun örugglega verða margt skrafað um á næstunni varðandi afnám hafta sem manni líst persónulega á að hafi verið skyndilega kippt af til að reyna að fella gengið vegna augljós þrýstings frá ferðaþjónustu og kvótagreifanna. Reyndar finnst manni athyglisvert að það hafi ekki verið gert fyrr en ljóst var að ASÍ myndi ekki segja upp kjarasamningum og líklegast hefur...

Píratabúsið

Um daginn lenti ég í skringilegri rimmu við þingmann Pírata út af Feisbúkk status sem ég skrifaði í tengslum við áfengisfrumvarpið. Sú rimma endaði í frétt hjá Kvennablaðinu og einhverri netumræðu í framhaldi vegna þeirra orða þingmannsins að ég væri hrokafullur dóni og fáviti sem ætti að fokking fokka mér fyrir þennan status. Ég kippti mér svo sem ekkert...

Mánaðarafmæli ríkisstjórnarinnar

Nú er víst ríkisstjórnin orðin mánaðargömul. Á þessum mánuði hefur hún áorkað það að byrja sem óvinsælasta ríkisstjórn Íslandssögunnar. Hún hefur áorkað það að á meðan einn ráðherra tekur á móti flóttamönnum þá sendir annar aðra flóttamenn og hælisleitendur úr landi. Um leið hefur hún sýnt það að hún starfar ekki heil saman. Hún hefur komið okkur í skilning um...

Minning um endurskrif sögu McCarthy-ismans

Fréttablaðið minnti mann á það í morgun að á þessum degi hófst víst McCarthy handa við að ofsækja fólk fyrir skoðanir sínar og þar með hófst eitt af fjölmörgum ljótum tímabilum í sögu BNA sem sýnir okkur hversu yfirborðskennt "frelsið" var þá sem og nú. Nú þarf svo sem ekkert að fara eitthað ofan í það en þetta minnti mig...

Það sem aldrei var til

Þegar ég leit hálfsofandi á forsíðu Fréttablaðsins í morgun þá lá við að maður svelgdist á kaffinu. Á forsíðunni stóð nefnilega með stríðsfyrirsögn: „110 milljarðar horfnir frá í apríl“ Í örfáar sekúndur hélt ég að þarna væri Fréttablaðið jafnvel með nýtt skúbb um skattaundanskot Bjarna Ben, vini og vandamanna til einhverra aflandsfélaga í skattsvikaparadísum. En svo rankaði heilinn og fór...

Sómi og stálhnefi Íslands

Það er eilítið athyglisvert að fylgjast með viðbrögðum íslenskra ráðamanna þessa daganna þegar kemur að flóttamönnum og hælisleitendum sem eru hópar sem síst geta varið sig. Það má nefnilega skipta þeim viðbrögðum upp í nokkra hópa. Fyrsti hópurinn sem má til telja eru þeir ráðamenn sem bregðast hart og tæpitungulaust við gagnvart ljótum leikjum Trumps sem bitna hvað harðast á...

Bankabónusasvívirðan enn á ný

Skömmu fyrir kosningar síðastliðið haust þá fréttist af því að slitabú Kaupþings og Landsbankans ætluðu að greiða sínu liði svívirðilega háa bónusa sem minntu mikið á sturlunina fyrir Hrun. Þingmenn komu reiðir og alvarlegir fram, börðu í pontu og fóru mikinn um að taka þyrfti á þessum svívirðilega ósóma sem bankabónusar eru. Þáverandi fjármálaráðherra gaf sér m.a.s. tíma frá því...

Skíthælastjórnin

Á engilsaxneskunni ylhýru er til orðið Cad. Það orð hefur margar mjög neikvæðar þýðingar yfir á blessaða íslenskuna en þó það sem stendur upp úr er orðið skíthæll. Nú höfum við fengið stjórn sem samanstendur af CAD og manni finnst því liggja við að hún eigi eftir að bera heitið Skíthælastjórnin þó maður sé ekkert endilega viss um að það...

alþingi feilar strax

Þingmenn keppast núna af miklu afli við að segja við fjölmiðla og almenning hvað alþingi er æðislegt núna, allir glaðir og sáttir þar, vinni svo vel og fleira þessa daganna. Flokksbundnir áróðursmiðlar taka svo undir þetta af fullum krafti og hrifningu með það ofurkappsmiklum hætti að maður kemst að þeirri niðurstöðu eftir smáskoðun að þetta sé tilraun til breiða yfir...

Verulegar verðhækkanir Vodafone

Fyrir um mánuði síðan þá ákvað ég að hafa samband við símþjónustufyrirtækið mitt: Vodafone og óska eftir því að skoðað yrði hvort hægt væri að breyta eitthvað símþjónustunni minni í átt til lækkunar. Ég nota bæði gemsa og heimasíma sem mér var farið að finnast fullkostnaðarsamt miðað við reikninga og ekki mikla notkun í báðum tilfellum enda hef ég yfirleitt...

Kirk Douglas 100 ára

Stórleikarinn Kirk Douglas sem er ein af síðustu eftirlifandi stjörnum gamla Hollywood varð 100 ára í dag. Þessi sonur fátækra rússneskra innflytjenda fór að feta stiga kvikmyndaferil sinn skömmu eftir seinna stríð og sá ferill frekar hratt af stað enda fékk hann sína fyrstu Óskarstilnefningu árið 1949 fyrir Champion. Hann átti eftir að verða ein stærsta stjarna Hollywood og lék...

Að stinga sjálfan sig í bakið

Fyrir um 20 árum síðan eða svo þá ákváðum við vinirnir að spila borðspilið Diplomacy eitt kvöldið. Það gengur m.a. út á það að spilarar semja sín á milli, plotta og baktjaldamakkast í von um sigur. Þegar spilið var komið aðeins af stað var ég í ágætri stöðu til að hafa áhrif á gang leiksins og menn vildu ólmir fá...

Yfirvarp Bjarna þá og nú

Þegar Bjarni Ben og Sigmundur Davíð voru að mynda ríkisstjórn vorið 2013 létu þeir frá sér að staða ríkissjóðs væri mun verri heldur en þeir bjuggust við eftir vinstri stjórnina sem hafði lyft grettistaki við að hreinsa til eftir Hrun Sjálfstæðisflokksins. Þetta kynntu þeir svo á blaðamannafundi eftir að þeir mynduðu rikísstjórn. Um svipað leyti var kynnt umtalsverð lækkun veiðigjalda...

Et tu, Proppé?

Manni finnst komandi stjórn CAD-flokkana eitthvað svo fyrirsjáanlegur og dapurlegur endir á tilraunum til umbóta á íslensku samfélagi eftir Hrun, síðasta kjörtímabil og Panamaskjöl en um leið var þetta kannski fyrirsjáanlegt svekkelsi sem maður neitaði að horfast í augun við. Um leið og það var talið upp úr kjörkassanum þá fagnaði Viðreisnarfólk stórsigri hægri manna á Íslandi líkt og Þorsteinn...

Eftir að kosningarykið fer að setjast

Maður getur ekki annað en verið fullur vonbrigða yfir úrslitum kosninganna en „svona er lýðræðið“ er víst það sem maður á að hugga sig með. Það breytir því þó ekki að það er margt umhugsunarvert og áhugavert með þessar kosningar ef maður setur sig í einhverskonar rýnisgír nú þegar rykið er byrjað að setjast. Hér á eftir fylgja ýmsar punktar...

Stöðugleiki partýliðsins

Fyrir nær tveimur árum þá fékk ég uppgjafartilfinningu mikla gagnvart íslensku samfélagi. Spillingin, siðleysið og sinnuleysið hafði þá náð fullri ferð og manni fannst eins og allt vera að stefna í miklu verra far heldur en árið 2007. Fólk virtist líka vera bara nokkuð sátt við þetta enda voru margir að bíða eftir skuldaleiðréttingunni sem átti að réttlæta hvað sem...

Kosningabaráttan og Pírataútspilið

Síðasta vika er búin að vera frekar skrítin vika í íslenskri pólitík fyrir okkur sem fylgist með utan flokka. Samfylkingin er búin að vera að rífast innbyrðis um hver eigi sök á lágu fylgi í stað þess að leita leiða til að auka það að nýju, fjölmiðill reyndi að gera stórhneykslismál út úr því að að ritari Samfylkingarinnar hefði sagt...

Munum hvar viljinn lá

Þegar Sigurður Ingi talaði Í Kastljósi um að lög um veiðigjöld hafi verið óframkvæmaleg þá skulum við muna. Þegar Sigurður Ingi talaði í Kastljósi um að auðlegðarskatturinn hafi nú átt að vera tímabundin þá skulum við muna. Þegar Sigurður Ingi talaði í Kastljósi um að það hefði verið ekki þörf á raforkuskatt á álverin lengur þá skulum við muna. Við...

Hvað með Kauþingsbónusa?

Þegar hinir svívirðulegu bankabónusar til starfsmanna slitabús Kaupþings og fleiri banka komust í hámæli þá létu margir þingmenn heyrast hátt í sér á þingi þegar stutt var í prófkjör og töluðu um að það þyrfti að grípa til aðgerða. Stjórnarþingmenn og ráðherrar sögðust vera nokkuð sammála um að þetta væri forkastanleg svívirða en talið var á þá leið að það...

Mistökin við að treysta Bjarna Ben

Eitt sinn gerði húsfélagið mitt þau mistök að fá iðnaðarmann til að sinna verki á grundvelli trausts um að hann myndi vinna verkið samkvæmt samningi. Sá stakk svo af frá ókláruðu verki eftir fyrstu greiðslu samkvæmt þeim samningi sem gerður var. Eftir mikið rex og pex mætti hann aftur til verksins. Á ákveðnum tímapunkti þá óskaði hann eftir smá fyrirframgreiðslu...

Hin dramatíska stjórnmálahelgi

Það er óhætt að kalla nýliðna helgi dramatíska helgi í pólitíkinni hjá mörgum flokkum og jafnvel svo að það þyrfti að senda stríðsfréttaritara á svæðið næst þegar er fundað þar. Fyrst riðu Píratar á dramavaðið með lítt skiljanlegum deilum um þrýsting þingmanns á prófkjörslistabreytingar í NV-kjördæmi eftir klúðurslegt og umdeilt prófkjör þar. Deilurnar virtust sprottnar upp úr tveggja manna tali...

Siðferðiskennd hins íslenska viðskiptalífs

Það hafa komið upp fjölmörg mál tengd viðskiptalífinu á þessu kjörtímabili. Við höfum fengið fregnir af kennitöluflakki, skattaundanskotum, kjarasamningsbrotum og lélegum aðbúnaði á vinnustöðum sem eru nánast hefðbundnar fréttir sem lesnar eru upp samhliða frétti af slætti á Suðurlandi. Við höfum fengið fregnir af gríðarlegum skattsvikum ferðaþjónustuaðila, þrælahaldi, mansali og svindli á launafólki. Við höfum fengið fregnir af ljótu framferði...

Séreignasparnaðarleið "Fyrstu fasteignarinnar"

Ríkisstjórnin blés til fundar í Hörpu í dag á kostnað ríkisins til að kynna aðgerðir sínar gegn verðtryggingu lána. Þetta var þó e.t.v. meira kosningaáróðursfundur um aðgerðir sem sagðar eru til að hvetja fólk til að kaupa sína fyrstu íbúð. Ein af þeim leiðum sem var kynnt var að fólk gæti nýtt séreignasparnaðinn til að kaupa sína fyrstu íbúð...