Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Pistill

Þetta eru vinir Bjarna Benediktssonar

Illugi Jökulsson er ekki jafn sæll og glaður og Bjarni Benediktsson yfir því að dæmdir hrægammasjóðir séu að eignast hér banka.

Hrægammar - Við erum náttúrlega að verða vön því að láta Gamma um húsnæðismálin, því þá ekki að láta gamma um bankakerfið líka?

Við höfum verið höfð af fíflum. 

Og við verðum áfram höfð að fíflum, vegna þess að núverandi valdhöfum - forráðamönnum Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar - þessum valdhöfum finnst við ekki eiga neitt betra skilið.

Af því við séum fífl.

Rakin, einksis verð fífl.

Og þó kannski ekki alveg einskis verð.

Vegna þess að það má vissulega hafa af okkur fé.

Ójá, það má hafa af okkur fé.

Svo vinir ríkisstjórnarflokkanna - vinir Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar líka, ekki gleyma Bjartri framtíð, Björt framtíð virðist ekki ætla að verða neitt skárri en hinir - svo vinir þeirra geti grætt meiri pening.

Þessir forráðamenn ríkisstjórnarflokkanna eru svo vissir um að við séum fífl að þeir stefna nú eindregið að því að hefja einkavæðingu og arðrán í heilbrigðiskerfinu, þótt alveg ljóst sé að meirihluti þjóðarinnar sé á móti því.

En af því við séum fífl, þá treysta þeir á að við munum láta það yfir okkur ganga meðan við hugsum um brennivín í búðir.

Þeir halda líka að við séum svo mikil fífl að við klöppum saman höndum þegar hrægammar og margdæmdir mútugreiðendur fá í hendur Arion-banka.

Þeir halda að við trúum því þegar Bjarni Benediktsson segir okkur að það sé sérstakt hraustleikamerki að hrægammarnir vilji endilega eignast hér banka.

Muniði eftir myndunum í kabboj-myndunum gömlu þar sem aðframkominn kabboj var að hníga úr þorsta úti í eyðimörkinni og sá í gegnum hitasvækjuna að hrægammarnir voru farnir að lækka flugið?

Átti hann þá kannski að hrósa happi yfir að vera þrátt fyrir allt svo feitur að hrægammarnir gátu hugsað sér að éta hann?

Það er einmitt það sem Bjarni Benediktsson fer nú fram á að við gerum, fíflin þau arna.

 

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Viðtal

Foreldrunum ráðlagt að láta hann frá sér

Viðtal

Ekkert feimin við að berjast fyrir sínu

Fréttir

Kennarar lifa ekki dæmigerðu lífi af launum sínum

Pistill

Allar hrakspár reyndust réttar, engin von rættist

Pistill

Elsku þolandi

Fréttir

Brynjar óttast að neikvæð umræða skaði bankakerfið

Mest lesið í vikunni

Viðtal

„Það er ekki hægt að dæma látinn mann“

Viðtal

Foreldrunum ráðlagt að láta hann frá sér

Viðtal

Ekkert feimin við að berjast fyrir sínu

Fréttir

Nichole gagnrýnir RÚV fyrir að gefa Mikael „mikið svigrúm“ og segir að dregin sé upp dökk mynd af sér

Viðtal

Erfiðara að berjast við kerfið en að eiga barn með Downs

Fréttir

Stjórnarliðar gagnrýna Mikael Torfason vegna ummæla hans um fátækt á Íslandi