Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Aðilar í sjávarútvegi styrktu ríkisstjórnarflokkana um 11 milljónir

Sam­herji styrkti Sjálf­stæð­is­flokk­inn, Fram­sókn­ar­flokk­inn og Vinstri græna alla á síð­asta ári. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga sem á Fisk Sea­food gerði slíkt hið sama. Öll helstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in á list­um yf­ir styrk­veit­ing­ar.

Aðilar í sjávarútvegi styrktu ríkisstjórnarflokkana um 11 milljónir
Styrktu stjórnaflokkana Þorsteinn Már Baldvinsson stýrir Samherja sem styrkti alla ríkisstjórnarflokkana á síðasta ári. Mynd: Morgunblaðið/Kristinn

Aðilar í sjávarútvegi, útgerðarfélög, fiskvinnslur, fiskútflytjendur, ásamt fiskeldisfyrirtækum, styrktu ríkisstjórnarflokkana þrjá um ellefu milljónir króna á síðasta ári. Þar af fékk Sjálfstæðisflokkurinn hæstu upphæðina og frá flestum aðilum, tæpar sex milljónir króna. Styrkir frá aðilum í sjávarútvegi námu tæpum 40 prósentum allra styrkja frá lögaðilum sem Framsóknarflokkurinn fékk á síðasta ári. Styrkir frá aðilum í sjávarútvegi náum um 44 prósentum styrkupphæðar frá lögaðilum sem Vinstri græn fengu árið 2018.

Stærstu útgerðarfyrirtæki landsins er að finna sem styrktaraðila flokkanna þriggja. Þannig styrkti Samherji Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkinn um 400 þúsund krónur hvorn flokk, en það er hámarksupphæð sem hver lögaðili má styrkja stjórnmálaflokk um. Samherji styrkti svo Framsóknarflokkinn um 200 þúsund krónur. Samherji er eina fyrirtækið í sjávarútvegi sem styrkti alla stjórnarflokkana þrjá.

KS styrkti alla stjórnarflokkana

Kaupfélag Skagfirðinga, sem á eitt stærsta útgerðarfélag landsins, Fisk Seafood, styrkti einnig flokkana alla, Sjálfstæðisflokkinn og Vinstri græn um 400 þúsund hvorn flokk og Framsóknarflokkinn um 200 þúsund. Séu þær upphæðir teknar með í reikninginn styrktu fyrirtæki í sjávarútvegi því flokkana þrjá um tólf milljónir króna á síðasta ári.

Önnur stórfyrirtæki í sjávarútvegi styrktu ýmist einn eða tvo stjórnaflokkanna árið 2018. Þannig styrkti Ísfélag Vestmannaeyja bæði Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn um hámarksupphæð, 400 þúsund krónur. Síldarvinnslan í Neskaupsstað styrkti hins vegar bæði Framsóknarflokkinn og Vinstri græn um 400 þúsund. Rammi á Siglufirði styrkti þá Framsóknarflokkinn um 400 þúsund krónur og Sjálfstæðisflokkinn um 250 þúsund krónur. Hvalur hf., fyrirtæki Kristjáns Loftssonar, styrkti Framsóknarflokkinn um 150 þúsund og Sjálfstæðisflokkinn um 400 þúsund krónur. Skinney-Þinganes styrkti Framsóknarflokkinn um 400 þúsund krónur og Vinstri græn um 50 þúsund krónur. Brim styrkti síðan Vinstri græn um 200 þúsund krónur.

Fiskeldisfyrirtæki einnig á listunum

Þá styrktu fiskeldisfyrirtæki flokkana einnig. Arnarlax á Bíldudal styrkti Framsóknarflokkinn um hámarksupphæð, 400 þúsund krónur, og slíkt hið sama gerði Laxar-fiskeldi. Landeldisstöðin Sleipnir, sem er í eigu Fiskeldis Austfjarða, styrkti þá Sjálfstæðisflokkinn um 300 þúsund krónur.

Alls styrktu fjórtán aðilar í sjávarútvegi Framsóknarsflokkinn á síðasta ári, fimm styrktu Vinstri græn en 28 aðilar styrktu Sjálfstæðisflokkinn. Lægstu styrkirnir sem Sjálfstæðisflokkur fékk voru 10 og 20 þúsund krónur, frá Narfa ehf. og Sæfelli hf.

Auk styrks sjávarútvegsfyrirtækjanna sem nefnd eru hér að frama vekur athygli að Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur styrkti bæði Framsóknarflokkinn og Vinstri græn um sínar 50 þúsund krónurnar hvorn flokk. Þá styrkt Verkalýðsfélag Suðurnesja Vinstri græn um 30 þúsund krónur. Engin verkalýðsfélög styrktu Sjálfstæðisflokkinn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
6
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
„Ég hef að góðu að hverfa aftur“
7
Allt af létta

„Ég hef að góðu að hverfa aft­ur“

Guð­mund­ur Karl Brynj­ars­son, sókn­ar­prest­ur í Linda­kirkju, laut í lægra haldi í bisk­ups­kjöri sem fram fór síðaslið­inn þriðju­dag. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist Guð­mund­ur ganga sátt­ur frá borði. Bisk­ups­kjör­ið hafi ver­ið ánægju­leg og lær­dóms­rík reynsla sem hann sé þakk­lát­ur fyr­ir. Hann seg­ist nú snúa sér aft­ur að sókn­ar­starf­inu í Linda­kirkju. Þar bíði hans mörg verk­efni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
4
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
10
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár