Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Vinir sem sameinuðust í matarást

Þeg­ar þeir Bjarki Þór Valdi­mars­son og Ant­on Levchen­ko upp­götv­uðu sam­eig­in­lega ástríðu sína fyr­ir mat varð ekki aft­ur snú­ið, en þeir halda nú úti síð­unni Mat­ar­menn þar sem þeir deila upp­skrift­um og góð­um ráð­um með fylgj­end­um sín­um.

Í eldhúsinu eru þeir sem einn maður og þá sameinar óbilandi matarástríða. Annar er fljótur upp eins og hitinn í grilli – eða fyrirmynd hans úr eldhúsinu, Gordon Ramsay, en hinn er öllu yfirvegaðri og tekur málin í sínar hendur þegar allt virðist ætla að sjóða upp úr. Yfir dýrindis tbone-steik með kartöflusalati og ferskum maís, grilluðum með gnótt af smjöri og salti, skýra þeir félagar og nágrannar, Bjarki Þór Valdimarsson og Anton Levchenko, frá upphafinu að vinskap sem leitt hefur þá í mörg gómsæt ævintýri síðastliðin ár. 

„Ég hafði þekkt Unu, konuna hans Antons, frá blautu barnsbeini en við ólumst bæði upp í Keflavík og gengum þar saman í grunnskóla. Svo flutti hún í bæinn og fór í háskólann en ég heyrði út undan mér að hún væri komin með kærasta og hófu þau bæði störf hjá Wow air fljótlega á eftir mér. Þar með voru örlögin ráðin en …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár