Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Brot Þórhildar Sunnu á siðareglum staðfest í forsætisnefnd

For­sæt­is­nefnd Al­þing­is fellst á nið­ur­stöðu siðanefnd­ar um að Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir hafi brot­ið siða­regl­ur með um­mæl­um um Ásmund Frið­riks­son. Þrír skil­uðu sér­bók­un.

Brot Þórhildar Sunnu á siðareglum staðfest í forsætisnefnd

Forsætisnefnd Alþingis afgreiddi á föstudag álit þess efnis að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hafi brotið siðareglur fyrir alþingismenn með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Fellst nefndin þannig á niðurstöður siðanefndar Alþingis og verður álit hennar birt á vef Alþingis í dag.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Þórhildur Sunna sagði í Silfrinu þann 25. febrúar 2018 að uppi væri rökstuddur grunur um að Ásmundur hefði dregið sér fé. Þá lá fyrir að  þingmaðurinn hafði fengið 4,6 milljóna króna aksturskostnað endurgreiddan frá Alþingi vegna 48 þúsund kílómetra aksturs á eigin bíl þrátt fyrir að reglur um þingfararkostnað kveði á um að þingmenn sem aka meira en 15 þúsund kílómetra á ári skuli notast við bílaleigubíl og siðareglur leggi þá skyldu á herðar þingmönnum að sjá til þess að endurgreiðsla fyrir útgjöld sé „í fullkomnu samræmi“ við reglur um þingfararkostnað. Sjálfur hefur Ásmundur viðurkennt að hluti af endurgreiðslunum hafi „orkað tvímælis“ og endurgreitt skrifstofu Alþingis 178 þúsund krónur sem hann fékk vegna ferða um kjördæmi sitt með tökufólki frá sjónvarpsstöðinni ÍNN.

Ásmundur kvartaði í kjölfarið til forsætisnefndar, sem vísaði málinu til siðanefndar. „Leggja ber áherslu á í þessu samhengi að í siðanefndarmáli þessu eru til skoðunar ummæli [Þórhildar Sunnu] á grundvelli siðareglna fyrir alþingismenn en ekki hvort [Ásmundur] hafi farið á svig við reglur um endurgreiðslu aksturskostnaðar eða hvort „rökstuddur grunur“ sé um slíkt,“ segir í áliti forsætisnefndar.

Tveir nefndarmanna voru andvígir niðurstöðu forsætisnefndar í bókun, þeir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, og Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins. Þorsteinn var ósammála niðurstöðunni þar sem hann taldi bæði Þórhildi Sunnu og Björn Leví Gunnarsson, þingmann Pírata, hafa brotið gegn siðareglunum. Fulltrúi Samfylkingarinnar, Guðjón Brjánsson, gagnrýndi fyrirkomulagið í sérbókun, en greiddi þó atkvæði með niðurstöðunni.

„Sönn ummæli Þórhildar Sunnu um mögulega spillingu eru túlkuð sem siðabrot á Alþingi,“ segir Jón Þór í bókun sinni. „Þessi afgreiðsla er til þess fallin að fela mögulega spillingu og þagga niðri í þeim sem vilja uppræta hana. Þessi afgreiðsla gengur gegn tilgangi siðareglnanna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Aksturskostnaður þingmanna

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
Úttekt

Lækk­an­ir akst­ur­greiðslna sýna fram á kosti gagn­sæ­is

Veru­leg­ar upp­hæð­ir spar­ast í akst­urs­kostn­aði þing­manna eft­ir að upp­lýs­ing­ar um end­ur­greiðsl­ur til þeirra voru gerð­ar op­in­ber­ar. Kostn­að­ur vegna akst­urs þing­manna nam alls 42,7 millj­ón­um króna ár­ið 2017, í fyrra hafði upp­hæð­in lækk­að nið­ur í 30,7 millj­ón­ir og í ár er reikn­að með því að kostn­að­ur­inn endi í 26 millj­ón­um.

Mest lesið

Samsæriskenningasmiðir byrjaðir að smíða
6
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­inga­smið­ir byrj­að­ir að smíða

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
„Ég hef að góðu að hverfa aftur“
8
Allt af létta

„Ég hef að góðu að hverfa aft­ur“

Guð­mund­ur Karl Brynj­ars­son, sókn­ar­prest­ur í Linda­kirkju, laut í lægra haldi í bisk­ups­kjöri sem fram fór síðaslið­inn þriðju­dag. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist Guð­mund­ur ganga sátt­ur frá borði. Bisk­ups­kjör­ið hafi ver­ið ánægju­leg og lær­dóms­rík reynsla sem hann sé þakk­lát­ur fyr­ir. Hann seg­ist nú snúa sér aft­ur að sókn­ar­starf­inu í Linda­kirkju. Þar bíði hans mörg verk­efni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
4
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
10
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár