Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Segir Kínverja standa að baki Finnafjarðarhöfn

Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi ráð­herra, seg­ir Ís­landi standa til boða fjár­magn frá kín­versk­um stjórn­völd­um til að efla sigl­ing­ar um Norð­ur­slóð­ir.

Segir Kínverja standa að baki Finnafjarðarhöfn

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, segir vaxandi áhuga Kínverja á siglingum um Norðurslóðir vera ástæðu þess að áform eru komin af stað um byggingu umskipunarhafnar í Finnafirði á Norðausturlandi. Íslandi bjóðist kínverskt fjármagn til að nota í slíkar framkvæmdir.

„Fleiri þættir en verkfræðilegir og fjárhagslegir koma til álita við ákvarðanir um stórframkvæmdir,“ skrifar Björn í grein í Morgunblaðinu í dag. „Þetta á ekki síst við þegar Kínverjar eiga í hlut. Vissulega kunna Kínverjar á einn eða annan hátt að standa að baki áformunum um umskipunarhöfn í Finnafirði.“

Fjallar Björn um verkefni kínverska stjórnvalda „belti og braut“ sem snúi að fjárfestingu Kínverja í land- og sjósamgöngum víða um heim. Er markmiðið meðal annars að efla hina svokölluðu Pól-silkileið, siglingar um Norðurslóðir, sem stytta sjóflutninga á milli Asíu og Evrópu um allt að tíu daga, með tilheyrandi sparnaði og minni útblæstri. Er verkefnið um tíu sinnum stærra en öll Marshall aðstoð Bandaríkjanna eftir Seinni heimsstyrjöld.

Segir Björn að Finnafjarðarhöfn verði í samkeppni við hafnarbæinn Kirkenes í Noregi hvað varðar umskipun vegna siglinga um Norðurslóðir. Kínverjar hafi þegar tilkynnt um miklar fjárfestingar við lestarsamgöngur á svæðinu í gegnum „belti og braut“ verkefnið. Kínverska skipafélagið COSCO sé fremst á sviði siglinga norður fyrir Rússland.

Björn bendir á að Jin Zhijian, sendiherra Kína á Íslandi, segi að samskipti Íslands og Kína muni eflast gerist íslenska ríkisstjórnin aðili að verkefninu. „Undir þeim hatti gætu Íslendingar átt sameiginlega aðild að þróun Pól-silkileiðarinnar,“ skrifar Björn. „Sé meginmarkmið hennar hins vegar að stytta siglingatíma COSCO-skipa með varning til Norður-Atlantshafssvæðisins sýnist höfn í Kirkenes skynsamlegri kostur fyrir Kínverja til umskipunar en höfn í Finnafirði. Sigling þangað gæti orðið þremur sólarhringum lengri fyrir COSCO-skipin en til Kirkenes.“

Loks segir Björn að kínversk stjórnvöld leggi mikla áherslu á að hlustað sé á málflutning þeirra á vegum Norðurskautsráðsins. „Á hringborðsfundinum í Shanghai tók Ólafur Ragnar Grímsson upp hanskann fyrir Kínverja, þeir hefðu réttmæta ástæðu til afskipta af norðurskautinu, loftslagsbreytingar þar gætu til dæmis leitt til flóða í Shanghai,“ skrifar hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Brosir gegnum sárin
2
ViðtalHlaupablaðið 2024

Bros­ir gegn­um sár­in

Andrea Kol­beins­dótt­ir, marg­fald­ur Ís­lands­meist­ari í hlaup­um, ger­ir hlé á lækn­is­fræði til að reyna að verða at­vinnu­hlaup­ari. Hún deil­ir lær­dómi sín­um eft­ir hindr­an­ir og sigra síð­ustu ára. Fjöl­skyldu­með­lim­ir hafa áhyggj­ur af hlaup­un­um, en sjálf ætl­ar hún að læra meira á manns­lík­amann til að bæta sig og hjálpa öðr­um. Hlaup­in snú­ast um sig­ur hug­ans og stund­um bros­ir hún til að plata heil­ann.
Vill að NATO greiði fyrir nýjan flugvöll
5
Fréttir

Vill að NATO greiði fyr­ir nýj­an flug­völl

Ei­rík­ur Ingi Jó­hanns­son for­setafram­bjóð­andi tel­ur að að­ild Ís­lands að Norð­ur-Atlants­hafs­banda­lag­inu (NATO), sem sam­þykkt var á Al­þingi ár­ið 1949, hefði átt að vera sett í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Í nýj­asta þætti Pressu sagði Ei­rík­ur að Ís­land ætti ekki að leggja til fjár­muni í varn­ar­banda­lag­ið. Þvert á móti ætti NATO, að hans mati, að fjár­magna upp­bygg­ingu á mik­il­væg­um inn­við­um hér á landi.
Læknir segir lífi Blessing ógnað með brottvísun
6
Fréttir

Lækn­ir seg­ir lífi Bless­ing ógn­að með brott­vís­un

Lækn­ir á Land­spít­ala seg­ir að það sé ófor­svar­an­legt með öllu út frá lækn­is­fræði­legu sjón­ar­miði að Bless­ing Newt­on frá Níg­er­íu verði vís­að úr landi á morg­un. Hún sé með sex æxli í legi og lífs­nauð­syn­legt að hún hafi greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu. Bless­ing er nú í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði að sögn lög­manns henn­ar. Hann seg­ir lækn­is­vott­orð­ið þess eðl­is að ekki sé ann­að hægt en að fresta fram­kvæmd brott­vís­un­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár