Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Dæmdar fyrir að valda truflun á flugi með því að standa upp fyrir hælisleitanda

Tvær kon­ur voru dæmd­ar í þriggja mán­aða skil­orðs­bund­ið fang­elsi til tveggja ára fyr­ir að hafa vald­ið trufl­un með því að standa upp í flug­vél og mót­mæla brott­vís­un vin­ar síns úr landi. Hér­aðs­dóm­ur Reykja­vík­ur komst að þeirri nið­ur­stöðu að að­gerð þeirra hefði vald­ið „veru­legri trufl­un“ og „veru­leg­um óþæg­ind­um“.

Dæmdar fyrir að valda truflun á flugi með því að standa upp fyrir hælisleitanda

Tvær konur sem stóðu upp í flugvél Icelandair til að mótmæla ólöglegri brottvikningu hælisleitanda hafa verið dæmdar í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára fyrir að valda „verulegri truflun“ og „verulegum óþægindum“ með aðgerð sinni. Dómurinn var kveðinn upp í héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag en honum verður að öllum líkindum áfrýjað.

Þær Jórunn Edda Helgadóttir og Ragnheiður Freyja Kristínardóttir voru meðal annars fundnar sekar um brot gegn 176. grein almennra hegningarlaga sem kveður á um refsingu við því að valda verulegri truflun á rekstri samgöngutækja. Þær voru hinsvegar sýknaðar af alvarlegasta ákæruatriðinu, en dómurinn komst að því að þær hefðu ekki raskað öryggi loftfars með aðgerð sinni, en við því liggur allt að sex ára fangelsi.

Þrátt fyrir að dómurinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að aðgerðin hafi ekki valdið mikilli seinkun á fluginu, telur hann ljóst að „veruleg óþægindi“ hafi hlotist af henni, auk þess sem farþegar og áhöfn hafi verið „slegin óhug.“ Þá voru Ragnheiður og Jórunn jafnframt fundnar sekar um brot á 106. grein almennra hegningarlaga, með því að hafa reynt að koma í veg fyrir að lögreglumaður vinni skyldustarf, auk þess sem þær voru fundnar sekar um að hafa brotið gegn 42. grein laga um loftferðir með þív að hafa ekki hlýtt flugfreyjum „um góða hegðun og reglu í loftfari“.

Óveruleg truflun

„Við gerum sem sagt ráð fyrir því að áfrýja þessari niðurstöðu,“ sagði Jórunn Edda í samtali við Stundina eftir að dómur hafi fallið. Þá bætti hún við að þær Ragnheiður ættu eftir að kynna sér dóminn í þaula og að þær myndu fara vandlega yfir málið með lögmönnum sínum áður en endanleg ákvörðun um áfrýjun yrði tekin.

Jórunn bætti því við að fólk hafi ekki einungis rétt á því að mótmæla heldur beri því hreinlega skylda til þess að standa vörð um líf annarra og verulega hagsmuni þeirra. „Miðað við þá hagsmuni sem í húfi voru fyrir manninn sem var verið að flytja í lífshættulegar aðstæður þá hlýtur þetta að teljast mjög óveruleg truflun. Ef það að standa vörð um líf manns og koma í veg fyrir að hann verði sendur í lífshættu má ekki valda öðrum örlitlum óþægindum sýnir það bara enn frekar fram á hvaða áherslur eru í fyrirrúmi í kerfinu.“

Sem fyrr segir þá voru þær Jórunn og Ragnheiður dæmdar í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá var þeim einnig gert að greiða málsvarnarlaun verjenda sinna, alls á þriðju milljón króna.

„Ef það að standa vörð um líf manns og koma í veg fyrir að hann verði sendur í lífshættu má ekki valda öðrum örlitlum óþægindum sýnir það bara enn frekar fram á hvaða áherslur eru í fyrirrúmi í kerfinu“

Stóðu upp fyrir vin sinn

Það var að morgni dags þann 26. maí 2016 sem þær Jórunn Edda og Ragnheiður Freyja stóðu upp í flugvél Icelandair til að mótmæla brottvísun hælisleitandans Eze Okafor sem hafði verið handtekinn og færður með lögregluvaldi í flugvélina þar sem vísa átti honum til Svíþjóðar.

Þá þegar lá fyrir að sænsk yfirvöld myndu ekki taka mál hans fyrir heldur senda hann aftur til heimalandsins Nígeríu en Eze hefur greint frá því að hann hafi flúið þaðan í kjölfar árása Boko Haram liða, sem veittu honum stungusár og myrtu bróður hans.

Kærunefnd útlendingamála var þá þegar búin að úrskurða um að að fresturinn til þess að vísa Eze úr landi á grundvelli dyflinnarreglugerðarinnar væri útrunninn en samt sem áður ákvað Útlendingastofnun að vísa honum úr landi á þessum grunni.

Stóðu þær Ragnheiður og Jórunn upp áður en vélin tók á loft og báðu aðra flugfarþega um að sýna hælisleitandanum samstöðu en flugstjóri flugvélarinnar neitaði að taka á loft fyrr en allir farþegar höfðu sest niður.

Stundin ræddi við þær Jórunni Eddu og Ragnheiði Freyju í október síðastliðinn „Við vorum báðar verulega hræddar um öryggi hans svo við gripum til þessa örþrifaráðs. Við töldum mögulegar tafir á flugi um einhverjar mínútur ekki vera neitt neitt í samanburði við mannslífið sem væri í húfi, nú eða öryggi manneskjunnar – vinar okkar,“ sagði Jórunn Edda þá.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Segir taugaveiklun hafa gripið um sig í Sjálfstæðisflokknum í kjölfar ummæla Kristrúnar
StjórnmálFlóttamenn

Seg­ir tauga­veiklun hafa grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í kjöl­far um­mæla Kristrún­ar

Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að tauga­veiklun hafi grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um eft­ir að Kristrún Frosta­dótt­ir steig inn í um­ræð­una um út­lend­inga­mál. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi í kjöl­far­ið ákveð­ið að kenna Sam­fylk­ing­unni um allt sem hef­ur mis­far­ist í mál­efn­um út­lend­inga. Þing­menn Við­reisn­ar og Pírata hörm­uðu í ræð­um sín­um þær breyt­ing­ar sem hafa átt sér stað á við­horfi til flótta­fólks.

Mest lesið

Segja leigusala nýta sér neyð flóttafólks til að okra á Bifröst
5
Fréttir

Segja leigu­sala nýta sér neyð flótta­fólks til að okra á Bif­röst

Íbú­ar á Bif­röst segja fyr­ir­tæki sem leig­ir út gamla stúd­enta­garða nýta sér neyð þeirra sem þar búa til að standa í óhóf­leg­um verð­hækk­un­um. Meiri­hluti íbú­anna eru flótta­menn, flest­ir frá Úkraínu. „Við höf­um eng­an ann­an mögu­leika. Við get­um ekki bara far­ið.“ Leigu­sal­inn seg­ir við Heim­ild­ina að leigu­verð­ið þyki af­ar hag­stætt.
Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
6
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.
Á vettvangi með kynferðisbrotadeildinni: Hljóðin eru verst
8
RannsóknirÁ vettvangi

Á vett­vangi með kyn­ferð­is­brota­deild­inni: Hljóð­in eru verst

„Ég fæ bara gæsa­húð sjálf þeg­ar ég hugsa um þetta enn þann dag í dag og það eru mörg ár síð­an ég sá þetta mynd­skeið,“ seg­ir Bylgja lög­reglu­full­trúi sem hef­ur það hlut­verk að mynd­greina barn­aníðs­efni. Það fel­ur með­al ann­ars í sér að hún þarf að horfa á mynd­skeið þar sem ver­ið er að beita börn of­beldi. Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son er á vett­vangi og fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.
Formaður BÍ: Innflutningur afurðastöðva „ekki beint í samkeppni við bændur“
10
ViðtalSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Formað­ur BÍ: Inn­flutn­ing­ur af­urða­stöðva „ekki beint í sam­keppni við bænd­ur“

Formað­ur Bænda­sam­tak­anna seg­ist treysta því að stór­fyr­ir­tæk­in í land­bún­aði muni skila bænd­um ávinn­ingi af nýj­um und­an­þág­um frá sam­keppn­is­lög­um. Hann við­ur­kenn­ir að litl­ar sem eng­ar trygg­ing­ar séu þó fyr­ir því. Það hafi þó ver­ið mat hans og nýrr­ar stjórn­ar að mæla með breyt­ing­un­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu