Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Flugrekstrarleyfi WOW kann að verða afturkallað fyrr eða síðar vegna skulda

Sam­göngu­stofa er með rekst­ur WOW air til skoð­un­ar í dag líkt og alla aðra daga seg­ir upp­lýs­inga­full­trúi. Stofn­un­in get­ur tek­ið leyfi til að fljúga af fé­lag­inu og þá get­ur það ekki rek­ið sig.

Flugrekstrarleyfi WOW kann að verða afturkallað fyrr eða síðar vegna skulda
Samgöngustofa gæti afturkallað leyfið Samgöngustofa gæti afturkallað flugrekstarleyfi WOW air. Skúli Mogensen er eigandi og forstjóri WOW air. Mynd: WOWAIR.IS

Flugrekstarleyfi WOW air kann að verða afturkallað vegna skulda félagsins og bágrar fjárhagsstöðu. Ríkisstofnunin Samgöngustofa sér um veitingu og afturköllun flugrekstrarleyfa. Stundin gerði tilraun til að ná í Þórólf Árnason, forstjóra Samgöngustofu, til að spyrja hann um málið en ekki náðist í hann. 

WOW air rær nú lífróður til að halda flugfélaginu í rekstri eftir að vonir um kaup bandaríska flugfélagsins Indigo Partners á hlut í félaginu runnu út í sandinn fyrir helgi. Icelandair Group ákvað einnig að það væri ekki áhættunnar virði að taka yfir rekstur WOW air. Morgunblaðið greindi frá því í dag að WOW air hefði tapað 22 milljörðum króna í fyrra, WOW air skuldar flugvöllum og flugrekstaraðilum háar fjárhæðir og félagið hefur ekki greitt lífeyrisskuldbindingar starfsmanna sinna um hríð.

WOW air lítur því út eins og fyrirtæki sem stefnir í gjaldþrot ef ekki koma til nýir hluthafar með nýtt hlutafé, enda fóru sameiningarviðræðurnar við Icelandair fram á þeim forsendum að WOW air væri fyrirtæki á „fallanda fæti“ en þá gilda aðrar samkeppnisreglur um slíkan samruna en þegar um er að ræða sameiningu tveggja fjárhagslega heilbrigðra fyrirtækja. 

Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri WOW air, hefur hins vegar alltaf verið jákvæður og bjartsýnn um framtíð WOW air, líka í gær þegar hann sagðist vera „ánægður með stöðuna“„Ég er náttúrulega bara hræður yfir ótrúlega jákvæðum viðbrögðum allra starfsmanna okkar. Þátttaka þeirra í þessu ævintýri hefur verið stórkostleg. Það er mikil hvatning og hugur í okkar fólki og ég er mjög þakklátur fyrir það.“ Þrátt fyrir erfiðleika WOW air síðustu mánuðina hefur Skúli alltaf talað með þessum hætti. 

Svarar hvorki af eða á

Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu, segir að hún geti ekki svarað því hvort sú vinna sé hafin hjá stofnuninni að afturkalla flugrekstrarleyfi WOW air. „Ég svara engu um einstaka flugrekendur en ég get svarað því almennt séð að Samgöngustofa hefur eftirlit með fjárhagsstöðu flugrekenda á hverjum tíma. Samgöngustofa sinnir þessu eftirliti í dag sem og aðra daga,“ segir Þórhildur sem eins og áður segir svarar engu um það, af eða á, hvort þessi vinna sé hafin.

„Á grundvelli mats síns skal yfirvaldið
fella tímabundið úr gildi eða
afturkalla flugrekstrarleyfið“

Ef flugfélag missir flugrekstrarleyfi sitt má það, eðli málsins samkvæmt, ekki fljúga eða stunda flugrekstur. Starfsemi WOW air á Íslandi stendur því og fellur með flugrekstrarleyfinu. Kjarninn fullyrðir, samkvæmt ótilgreindum heimildum, að Samgöngustofa hafi gefið WOW air skamman frest til að tryggja rekstrargrundvöll sinn. 

Geta veitt tímabundið leyfi

Í reglugerðinni um flugrekstrarleyfi sem Samgöngustofa vinnur eftir segir að stofnuninni sé heimilt að vega og meta fjárhagsstöðu flugfélaga hverju sinni og eftir atvikum afturkalla flugrekstarleyfi þeirra.

„Lögbæru leyfisyfirvaldi er heimilt að meta, hvenær sem er, fjárhagsstöðu þess flugrekanda í Bandalaginu sem það hefur veitt flugrekstrarleyfi. Á grundvelli mats síns skal yfirvaldið fella tímabundið úr gildi eða afturkalla flugrekstrarleyfið hafi það ekki fullvissu um að þessi flugrekandi í Bandalaginu geti staðið við raunverulegar skuldbindingar og aðrar skuldbindingar sem kann að vera stofnað til á tólf mánaða tímabili. Lögbæru leyfisyfirvaldi er, engu að síður, heimilt að veita tímabundið leyfi, þó ekki lengur en í tólf mánuði, á meðan fjárhagsleg endurskipulagning fer fram hjá flugrekanda.“

Samgöngustofa getur því farið þá leið að veita WOW tímabundið flugrekstrarleyfi ef stofnunin metur það sem svo að hugmyndir félagsins um fjárhagslega endurskipulagningu séu trúverðugar. Enn á eftir koma í ljós hverjar þessar hugmyndir eru en fram hefur komið í fjölmiðlum að verðbréfafyrirtækið Arctica Finance vinni nú að því að reyna að finna nýja hluthafa til að koma að rekstri WOW air. Ef af þessu verður ekki mun Samgöngustofa ekki heldur getað veitt WOW air tímabundið flugrekstrarleyfi fari svo að leyfið verði afturkallað. 

Ekki náðist í Svanhvíti Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW air við vinnslu fréttarinnar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fall WOW air

Fjárfestar saka stjórnendur WOW um blekkingar og vilja 2,8 milljarða bætur
FréttirFall WOW air

Fjár­fest­ar saka stjórn­end­ur WOW um blekk­ing­ar og vilja 2,8 millj­arða bæt­ur

Nokkr­ir fjár­fest­ar sem tóku þátt í skulda­bréfa­út­boði WOW air ár­ið 2018 telja sig hafa ver­ið plat­aða. Þeir vilja meina að WOW air hefði átt að vera gef­ið upp til gjald­þrota­skipta fyr­ir út­boð­ið. Af þeim sök­um vilja þeir 2,8 millj­arða í skaða­bæt­ur frá stjórn­end­um WOW í dóms­máli. Skúli Mo­gensen vill ekki tjá sig um mál­ið.
Skúli notaði félag í skattaskjólinu Tortólu til að halda utan um hlutabréf sín
Fréttir

Skúli not­aði fé­lag í skatta­skjól­inu Tor­tólu til að halda ut­an um hluta­bréf sín

Á OZ-tíma­bil­inu í kring­um alda­mót­in fékk Skúli Mo­gensen um 1200 millj­óna króna lán í rík­is­bank­an­um Lands­banka Ís­lands til að kaupa hluta­bréf í ýms­um ný­sköp­un­ar- og tæknifyr­ir­tækj­un­um. Fjár­fest­ing­arn­ar voru í gegn­um fé­lag á Tor­tólu og þurfti að af­skrifa stór­an hluta lán­anna eft­ir að net­ból­an sprakk.

Mest lesið

Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
2
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Læknir segir lífi Blessing ógnað með brottvísun
5
Fréttir

Lækn­ir seg­ir lífi Bless­ing ógn­að með brott­vís­un

Lækn­ir á Land­spít­ala seg­ir að það sé ófor­svar­an­legt með öllu út frá lækn­is­fræði­legu sjón­ar­miði að Bless­ing Newt­on frá Níg­er­íu verði vís­að úr landi á morg­un. Hún sé með sex æxli í legi og lífs­nauð­syn­legt að hún hafi greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu. Bless­ing er nú í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði að sögn lög­manns henn­ar. Hann seg­ir lækn­is­vott­orð­ið þess eðl­is að ekki sé ann­að hægt en að fresta fram­kvæmd brott­vís­un­ar.
„Óviðunandi“ að bíða í þrjú ár – Var læstur inni árum saman
7
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

„Óvið­un­andi“ að bíða í þrjú ár – Var læst­ur inni ár­um sam­an

Þriggja ára bið eft­ir ráð­gjöf frá sér­fræðiteymi um að­gerð­ir til að draga úr beit­ingu nauð­ung­ar í þjón­ustu við fatl­að fólk er óvið­un­andi að mati fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins. Það var hins veg­ar sá tími sem Ak­ur­eyr­ar­bær beið eft­ir ráð­gjöf­inni í máli Sveins Bjarna­son­ar sem var læst­ur inni í íbúð á veg­um bæj­ar­ins. Ráðu­neyt­ið ít­rek­ar þó ábyrgð þeirra sem beita slíkri nauð­ung.
Menning mótmæla í Bandaríkjunum gleymd og grafin
9
GreiningÁrásir á Gaza

Menn­ing mót­mæla í Banda­ríkj­un­um gleymd og graf­in

Nú­tíma­saga Banda­ríkj­anna er mót­uð af kröft­ug­um mót­mæla­hreyf­ing­um. Mót­mæli gegn Víet­nam­stríð­inu og fyr­ir rétt­inda­bar­áttu þeldökkra og annarra minni­hluta­hópa höfðu áhrif á stjórn­mála­vit­und heilla kyn­slóða. Mót­mæli há­skóla­nema þessa dag­ana gegn fjár­hags­leg­um tengsl­um há­skóla sinna við Ísra­el og gegn stríð­inu á Gaza mæta þó harka­legri vald­beit­ingu yf­ir­valda. Sögu­legi bak­sýn­is­speg­ill­inn dæm­ir slík­ar að­gerð­ir hart.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
9
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu