Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Mikið um hatursorðræðu í aðdraganda mótmæla gegn hælisleitendum

Ís­lenska þjóð­fylk­ing­in efn­ir til mót­mæla gegn hæl­is­leit­end­um og ís­lensk­ir ras­ist­ar kalla eft­ir of­beldi gegn þeim.

Mikið um hatursorðræðu í aðdraganda mótmæla gegn hælisleitendum
Íslenska Þjóðfylkingin mótmælir flóttamönnum og hælisleitendum

Á Facebook-síðu Þjóðfylkingarinnar rignir inn stuðningsyfirlýsingum í formi hatursfullrar orðræðu vegna fyrirhugaðra mótmæla. Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til „friðsamlegra“ mótmæla á morgun kl 13:00 á Austurvelli og hyggst mótmæla „því ofbeldi sem hælisleitendur og öfgasamtökin NO BORDERS sýndu íslensku samfélagi og lögreglunni okkar í vikunni“. 

Á vef Þjóðfylkingarinnar er einnig birt stuðningsyfirlýsing til lögregluyfirvalda í ljósi aðgerða hennar gagnvart mótmælendum.  „Í gær sáum við afleiðingar þess að landamæri landsins eru opin upp á gátt sem er einnig afleiðing af stjórnarháttum gömlu úreltu flokkanna síðastliðin 30 ár á hið minnsta. Fólk sem hingað á ekkert erindi annað en að leggjast upp á velferðarkerfið beitti ofbeldi og hótunum gagnvart stjórnvöldum og lögreglu á Austurvelli.“ segir í yfirlýsingunni.

„Í gær sáum við afleiðingar þess að landamæri landsins eru opin upp á gátt“

Telur þjóðfylkingin að varnaðarorð sem fylkingin hefur haft uppi séu nú að rætast. Herða þurfi landamæraeftirlit því ellegar muni ástandið versna. Kallar flokkurinn eftir því að hælisleitendur séu sendir strax úr landi við komu þeirra til Keflavíkur auk þess sem lagðar verði sektir á flugfélög og Norrænu flytji þau fólk til landsins skilríkjalaust. Þá verðir hælisleitendur sem mótmæla á Austurvelli tafarlaust sendir úr landi „enda almannaheill í húfi.“ 

Á Facebook-síðu Íslensku þjóðfylkingarinnar hrannast nú upp stuðningsyfirlýsingar og hatursfull ummæli vegna fyrirhugaðra mótmæla. Helgi Helgasaon varaformaður Þjóðfylkingarinnar segir á Facebook-síðunni að það raðist inn beiðnir um að gerast félagi í Þjóðfylkingunni. 

„Þessir menn (flóttamenn) eru hvergi ánægðir því þetta eru rottur sem vilja bara fá allt upp í hendurnar frítt og matinn líka. Burt með þetta snýkjulið af landi mínu!“ Þessi athugasemd birtist við færslu manns sem spyr Þjóðfylkinguna hvort almenningur ætli að sætta sig við það að fámennur hópur hælisleitanda „hertaki Austurvöll.“

„Þetta eru rottur sem vilja bara
fá allt upp í hendurnar“

„Ef ég væri ekki á Spáni akkúrat núna, hefði ég mætt á Austurvöll í gærkvöld með prik fyrir flóttamanna-pakkið, og vel valinn orð til þessa pakks sem eru Íslendingar, því ég skelf af reiði,“ ritar kona ein við auglýsingu um mótmælin. 

Sama kona auglýsir mótmælin á sinni eigin Facebook-síðu. Í einni færslunni spyr hún hvort „niðurlægja“ eigi að íslenskt þjóðfélag meira „með því að láta þetta helvítis útlenska pakk sofa á Austurvelli“. Facebook-vinur hennar skrifar eftirfarandi við færsluna: „Það á náttúrulega að skjóta þetta jafnóðum og það kemur á Íslenska grund, ógeðslegir krakkar, skítugar tíkur og illa innrættir karlar, skjóta þetta allt jafnóðum. Þá hætta þau að koma, alla vega þetta dauða drasl sem búið er að skjóta.“ 

„Það á náttúrulega að skjóta þetta jafnóðum og það kemur á Íslenska grund“

Klukkan 14:29 sendi Þjóðfylkingin frá sér yfirlýsingu á fjölmiðla vegna hryðjuverka í Christchurch. Í þessu hryðjuverki er saklaust fólk vegið í nafni brenglaðrar hugmyndafræði.“ Þjóðfylkingin lýsir „ megnu ógeði og fordæmingu á hryðjuverkunum“ og vottar fórnalömbum þeirra dýpstu samúð. 

Eins og Stundin fjallaði um í morgun þurfti Vísir.is að loka fyrir ummæli undir frétt um hryðjuverkin vegna hatursfullra viðbragða lesenda. Í athugasemdakerfinu fögnuðu nokkrir netverjar því óspart að múslimar hefðu verið myrtir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
3
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
5
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
„Finnst ég vera að heyja dauðastríð“
7
Fréttir

„Finnst ég vera að heyja dauða­stríð“

Níg­er­ísku kon­urn­ar þrjár sem flúðu til Ís­lands und­an man­sali fyr­ir nokkr­um ár­um verða send­ar úr landi í kvöld. Þær eru í fang­els­inu á Hólms­heiði og ræddu við Heim­ild­ina í síma síð­deg­is. Ein kvenn­anna er al­var­lega veik og seg­ist líða eins og hún sé að heyja dauða­stríð. Þær segja að lækn­ir verði með í för þeg­ar þær verða flutt­ar úr landi. „Lækn­ir á að sjá til þess að hún andi út fyr­ir loft­helgi Ís­lands,“ seg­ir ís­lensk vin­kona kvenn­anna þriggja.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
8
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
7
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár