Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Gagnrýna Mannréttindadómstólinn og lýsa áhyggjum af „framsali valds“ til útlanda

„Við hljót­um að spyrja okk­ur hvort hér hafi ver­ið stig­ið yf­ir lín­una,“ seg­ir Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra um nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu í Lands­rétt­ar­mál­inu. Jón Stein­ar Gunn­laugs­son tal­ar um „árás á full­veldi Ís­lands“.

Gagnrýna Mannréttindadómstólinn og lýsa áhyggjum af „framsali valds“ til útlanda

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu hafi komið sér í opna skjöldu og kallar eftir umræðu um hvort Íslendingar hafi „framselt túlkunarvald yfir íslenskum lögum til Evrópu“. Þetta kom fram í viðtali við hann í þinghúsinu í dag. „Við hljótum að spyrja okkur hvort hér hafi verið stigið yfir línuna,“ sagði hann.

Nálgunin er í takt við málflutning Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrverandi hæstaréttardómara, sem lýsti dómi Mannréttindadómstólsins sem „árás á fullveldi Íslands“ í Kastljósi í gær. Hefur hann skorað á Íslendinga að „hrinda þessari aðför sem Ísland hefur nú sætt frá erlendri stofnun sem blygðunarlaust sækir sér vald sem hún fer alls ekki með“. 

Ísland fullgilti mannréttindasáttmála Evrópu árið 1953 og lögfesti hann árið 1994. Samkvæmt 2. gr. laganna um mannréttindasáttmála Evrópu eru úrlausnir Mannréttindadómstóls Evrópu ekki bindandi að íslenskum landsrétti. Í 46. gr. sáttmálans kemur þó fram að samningsaðilar séu skuldbundnir til að „hlíta endanlegum dómi dómstólsins í hverju því máli sem þeir eru aðilar að“.

Mannréttindasáttmálinn og þær kröfur sem af honum leiða hafa knúið fram verulegar réttarbætur á Íslandi. Í því samhengi má t.d. nefna aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði árið 1992 og veigamiklar breytingar á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar árið 1995. Nýlegri dæmi eru niðurstöður Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem íslenska ríkið hefur verið dæmt fyrir brot gegn tjáningar- og fjölmiðlafrelsi. Þessir dómar hafa haft talsverð áhrif á dómaframkvæmd á Íslandi og leitt til aukinnar verndar tjáningarfrelsis. 

Gagnrýndi áhrif erlendra dómstólaLætur það ekki óátalið að íslenskir dómstólar framselji túlkunarvald til erlendra dómstóla.

Sigríður Andersen, fráfarandi dómsmálaráðherra, gagnrýndi Mannréttindadómstól Evrópu harðlega á blaðamannafundi sínum í dag. „Ég mun ekki láta það átölulaust að dómstólar séu notaðir í pólitískum tilgangi,“ sagði hún. „Ég mun heldur ekki láta það átölulaust að íslenskir dómstólar framselji vald til túlkunar á íslenskum lögum til erlendra dómstóla.“ 

Málflutningur Bjarna Benediktssonar á fréttamannafundi sem fram fór í þinghúsinu skömmu síðar er í sama anda. „Mér finnst líka mjög mikilvægt að við veltum upp annarri spurningu sem er þessi: Höfum við framselt túlkunarvald yfir íslenskum lögum til Evrópu? Ég hélt ekki, ég hélt ekki,“ sagði hann.

„Eitt af stóru álitamálunum varðandi niðurstöður Mannréttindadómstóls Evrópu snýr einmitt að því hvar hann dregur mörkin í afskiptum af niðurstöðum um lög og rétt í aðildarríkjum. Við höfum ákveðið að skipa okkur í flokk með þjóðum sem vilja verja þau gildi sem skrifuð eru inn í Mannréttindasáttmálann og eigum þess vegna aðild að dómstólnum.“ 

Þá bætti hann við: „Niðurstöður hans hafa í gegnum tíðina oft verið mjög umdeildar. Þannig er í mörg ár lifandi umræða í Bretlandi um hvort þeir vilji segja sig frá dómstólnum, í Danmörku hefur einnig verið færð fram gríðarlega mikil gagnrýni.“ Þessi vísan til umræðunnar í Bretlandi kom einnig fram í viðtalinu við Jón Steinar í Kastljósi í gær.

Vildi fella bresku mannréttindalögin úr gildiDavid Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, talaði fyrir því að Bretar segðu sig frá lögsögu Mannréttindadómstóls Evrópu.

Breski íhaldsflokkurinn hefur lengi talað fyrir því að Bretland segi sig frá lögsögu Mannréttindadómstóls Evrópu. „Dómar um að við eigum að hætta að vísa grunuðum hryðjuverkamönnum úr landi, sú hugmynd að mannréttindasáttmálinn gildi jafnvel á vígvöllunum í Helmand... og nú vilja þeir gefa föngum kosningarétt. Afsakið, en ég bara er ekki sammála þessu,“ sagði David Cameron, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, árið 2014. Málið var stórt kosningamál hjá Íhaldsflokknum fyrir kosningarnar 2010 og aftur 2015 en hefur fallið í skugga Brexit-umræðunnar síðan. Í Danmörku hefur gagnrýnin umræða um Mannréttindadómstólinn að miklu leyti hverfst um innflytjendamál, svo sem um brottvísanir manna sem dæmdir hafa verið fyrir brot.

„Nú finnst mér vera komið upp mál þar sem við hljótum að spyrja okkur hvort hér hafi verið stigið yfir línuna af dómstóli sem er ekki æðsti dómstóll á Íslandi heldur eru þeir innanlands,“ sagði Bjarni Benediktsson í viðtalinu í dag. „Og meðal annars af þessari ástæðu er ég þeirrar skoðunar að það verði að láta reyna á þau sjónarmið sem reifuð er í minnihlutaálitinu um að hér hafi verið gengið allt alltof langt.“ 

Aðspurður hvort það kæmi til greina að Ísland segði sig frá aðild að Mannréttindadómstól Evrópu sagði Bjarni: „Nei, ég var ekki að boða neitt slíkt, ég var bara að segja að starfsemi dómstólsins er ekki hafin yfir gagnrýni og það felst ekki nein yfirlýsing um að grafa undan dómstól með því að áfrýja niðurstöðu hans, ekki frekar en að þegar það fellur dómur í héraði og honum er áfrýjað, þá eru menn ekki að segja að héraðsdómur sé ómögulegur. Ég er bara að segja að hérna er mjög langt gengið í því að hafa uppi lagatúlkun í máli sem er til lykta leidd af dómstólum innanlands. Það er óvananlegt og hlýtur að vekja upp spurningar um hversu langt dómstóllinn, í rétti, fer inn á það svið. Þetta eru spurningar sem við hljótum að spyrja, því þetta er grundvallarspurning, hvar túlkun á íslenskum lögum er. Það er eitt, svo er annað að túlka mannréttindasáttmálann.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skipun dómara við Landsrétt

Saga Landsréttarmálsins: Hver ber ábyrgð?
ÚttektSkipun dómara við Landsrétt

Saga Lands­rétt­ar­máls­ins: Hver ber ábyrgð?

Yf­ir­deild MDE átel­ur Sig­ríði And­er­sen, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, fyr­ir þátt henn­ar í Lands­rétt­ar­mál­inu. Hæstirétt­ur og Al­þingi, þá und­ir meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisn­ar og Bjartr­ar fram­tíð­ar, fá einnig gagn­rýni. Yf­ir­deild­in seg­ir gjörð­ir Sig­ríð­ar vekja rétt­mæt­ar áhyggj­ur af póli­tískri skip­un dóm­ara.
Fjölskylduvítið
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
PistillSkipun dómara við Landsrétt

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Fjöl­skyldu­vít­ið

Ís­lenska stjórn­mála­fjöl­skyld­an hef­ur öll meg­in­ein­kenni sjúkr­ar fjöl­skyldu út frá kenn­ing­um um með­virkni enda al­in upp við sjúk­leg­ar að­stæð­ur. Í því ljósi er for­vitni­legt að skoða „póli­tískt at og óvirð­ingu Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins í Strass­bourg við Al­þingi Ís­lend­inga“ sem „skipt­ir víst engu máli þeg­ar upp er stað­ið“.
Yfirlýstur andstæðingur Mannréttindadómstólsins flutti erindi á afmæli Hæstaréttar
FréttirSkipun dómara við Landsrétt

Yf­ir­lýst­ur and­stæð­ing­ur Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins flutti er­indi á af­mæli Hæsta­rétt­ar

Dansk­ur pró­fess­or sem er þekkt­ur fyr­ir að vilja að Dan­ir hætti að lúta dóm­um Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu flutti ávarp á af­mæl­is­sam­komu Hæsta­rétt­ar. Boð­ið vek­ur at­hygli þar sem máls­með­ferð Ís­lands vegna Lands­rétt­ar­máls­ins hjá yf­ir­deild MDE stend­ur nú yf­ir.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
6
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
7
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“
Domino's-þjóðin Íslendingar
9
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
7
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár