Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Verðlaun veitt fyrir umfjöllun um fátækt

Fjöl­miðla­verð­laun göt­unn­ar eru veitt fyr­ir vand­aða og mál­efna­lega um­fjöll­un um fá­tækt og hafa ver­ið veitt þrisvar. Stund­in hlaut fyrsta og þriðja sæti fyr­ir um­fjall­an­ir ár­ið 2018 og fjór­ar til­nefn­ing­ar þar að auki.

Verðlaun veitt fyrir umfjöllun um fátækt

Fjölmiðlaverðlaun götunnar voru á dögunum veitt Gabríel Benjamin og Jóni Bjarka Magnússyni á Stundinni auk starfsmanna Kveiks hjá RÚV. Alls voru veitt þrenn verðlaun, en fimmtán umfjallanir frá fjórum miðlum um fátækt voru tilnefndar til verðlauna. Stundin hreppti fyrsta og þriðja sætið, og var þar að auki með flestar tilnefningar, eða sex talsins.

Unnu tvenn verðlaun

Grein Gabríels Benjamin á Stundinni, „Öryrkjar enn og aftur látnir sitja á hakanum“, bar sigur úr býtum í ár. Dómnefndin segir að greinin hafi verið „mikilvæg og þörf grein sem afhjúpar annmarka starfsgetumatsins og varpar ljósi á þær afleiðingar sem það hefur haft í för með sér í öðrum löndum.“ Hún segir þar að auki að greinin hafi verið „faglega unnin og upplýsandi umfjöllun sem kemur sýn öryrkja vel til skila“.

Helgi Seljan, Aðalsteinn Kjartansson og Stefán Drengsson fengu annað sætið fyrir Kveik-þáttinn „Svarta hliðin á íslenskum vinnumarkaði“, þar sem skyggnst er inn í veruleika erlends verkafólks sem heldur góðærinu uppi. „Mikilvæg og yfirgripsmikil umfjöllun sem vakti almenning til vitundar um falið vandamál, nútímaþrælahald í íslensku samfélagi, sem augljóslega skortir á eftirlit með,“ segir dómsnefndin.

Viðtal Jóns Bjarka Magnússonar, „Með þrjár háskólagráður og í fullu starfi, en samt í fjárhagslegum nauðum“, hlaut þriðja sætið fyrir að lýsa „því valdaleysi og vonleysi sem fylgir því að festast í fátæktargildrunni“. Dómnefndin segir að greinin „lýsi[r] daglegri baráttu sem margir standa í og þeim fáránleika að menntun skili sér ekki í öruggri afkomu“.

Heiðruð sem „Uppljóstrari götunnar“Bára Halldórsdóttir, uppljóstrari og fötlunaraktívisti, var sérstaklega heiðruð fyrir framtak sitt til rannsóknarblaðamennsku á liðnu ári auk umfjöllunar sinnar um fátækt í gegnum árin.

Verkefni Öldu Lóu Leifsdóttur, „Fólkið í Eflingu“, auk verkefnis Eflingar, „Líf á lægstu launum“, fengu sérstakar viðurkenningar. Bára Halldórsdóttir var þar að auki sérstaklega heiðruð sem „Uppljóstrari götunnar“ fyrir framlag sitt til Klaustursmálsins og umfjöllun hennar um fátækt í gegnum árin.

Fjölmiðlaverðlaun götunnar eru veitt árlega til fjölmiðlafólks sem fjallar um fátækt á Íslandi af kostgæfni og virðingu af Pepp-samtökum fólks sem fæst við fátækt og félagslega einangrun. Pepp-samtökin eru grasrótarhreyfing fólks með reynslu af fátækt og hluti af EAPN á Íslandi. Verðlaunaumfjallanir hafa því verið metnar af sérfræðingum á því sviði, af fólki sem hefur búið við fátækt. 

Verðlaunaafhendingin fór fram þann 22. febrúar í húsnæði Hjálpræðishers Reykjavíkur. Hér fyrir neðan má lesa greinar Stundarinnar sem voru tilnefndar, raðað eftir útgáfudegi.

1 „Nýtt úrræði fyrir eldri borgara nýtist best vel stæðum körlum“

Gabríel Benjamin greinir nýtt úrræði sem félags- og barnamálaráðherra kynntu um sveigjanlega töku ellilífeyris. Tæplega 30% ellilífeyrisþega gætu nýtt þetta úrræði, en það hentar best vel stæðum körlum.

Stundin, 12. janúar 2018

2 „Þegar lúxemborgskt skúffufélag eignaðist heimilin okkar“

Jón Bjarki Magnússon lýsir reynslu sinni af því þegar lúxemborgskt skúffufélag með yfirlýsta markmiðið að hækka leiguverð keypti íbúðablokkina sem hann býr í í Berlín, Þýskalandi. Íbúar börðust gegn sölunni.

Stundin, 9. febrúar 2018

3 „Niðurlægð og svikin á Hótel Adam“ 

Gabríel Benjamin greinir sögu Kristýnu Králová, tékkneskrar konu sem var lykilstarfsmaður á Hótel Adam. Hún lýsir kynferðislegri áreitni eigandans, en hann var dæmdur til að borga henni tæpar þrjár milljónir vegna vangoldinna launa. Í kjölfar umfjöllunar Stundarinnar var hótelinu lokað að kröfu sýslumanns.

Stundin, 13. júlí 2018

4 „Koma fram við okkur eins og við séum eign þeirra“

Gabríel Benjamin fjallar um starfslok starfsmanna Oddsson Hostel sem segjast hafa fengið misvísandi skilaboð frá yfirmönnum sínum um hvort þau fái borgað eða ekki þegar hótelinu verður lokað. Starfsfólkið lýsir miklum kvíða og óvissu um framtíð sína.

Stundin, 28. september 2018

5 „Öryrkjar enn og aftur látnir sitja á hakanum“

Gabríel Benjamin fjallar um starfsgetumatið sem ríkisstjórn virðist ætla að taka upp, þrátt fyrir að gefa annað í skyn í ríkissáttmála sínum. Formaður Öryrkjabandalagsins segir blaðamanni að það sé verið að reyna að neyða öryrkja og bandalagið til að samþykkja þetta umdeilda nýja kerfi með því að halda aftur kjarabótum þeirra.

Stundin, 7. desember 2018 

6

„Með þrjár háskólagráður og í fullu starfi en samt í fjárhagslegum nauðum“

Jón Bjarki Magnússon tekur viðtal við móður í fullu starfi sem er að bugast á íslenskum leigumarkaði sem hún segir að sé að murka úr sér lífið. Hún er í þessari stöðu þrátt fyrir að vera vel menntuð og furðar sig á aðgerðarleysi stjórnvalda.

Stundin, 21. desember 2018

Aðrar tilnefningar voru:

Kristjana Guðbrandsdóttir – Fréttablaðið:
Öðruvísi fátækt í Reykjavík en í Ekvador“. (Fréttablaðið, 5. maí, 2018)
Vill ekki verða tamin millistéttarkona í dragt“. (Fréttablaðið, 2. júní, 2018)
Látum ekki hafa okkur að fíflum“. (Fréttablaðið, 3. mars 2018)

Aðalheiður Ámundadóttir – Fréttablaðið
Fallvalt frelsi Mirjam“. (Fréttablaðið, 1. september, 2018)

Viktoría Hermannsdóttir – Rás 1
Saga fyrrum vændiskonu“. (Málið er, 7. desember, 2018)

Sigríður Halldórsdóttir – RÚV, sjónvarp
Ég átti ekki í nein hús að venda“. (Kveikur, 13. mars 2018)

Fyrirvari við umfjöllun: Stundin fjallar hér um atburði þar sem fjölmiðillinn sjálfur er viðfangsefni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
3
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
5
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Bjarni segir þetta ár það sterkasta í íslenskri efnahagssögu
9
Fréttir

Bjarni seg­ir þetta ár það sterk­asta í ís­lenskri efna­hags­sögu

„Þetta er sterk­asta ár Ís­lands í efna­hags­sög­unni,“ full­yrti Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra og nú­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, á Al­þingi. Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur Við­reisn­ar, bað ráð­herra að „girða sig í brók“, skoða stóru mynd­ina og taka ut­an um alla hópa, ekki bara sína eig­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
7
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
10
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár