Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Eigandi Hrauns fullyrðir ranglega að Matvís hafi yfirfarið kjaramál og segist fórnarlamb hatursorðræðu

Jón Krist­inn Ásmunds­son, eig­andi veit­inga­stað­ar­ins Hrauns, seg­ist vera fórn­ar­lamb hat­ursorð­ræðu vegna um­ræðu um launa­kjör starfs­manna hjá fyr­ir­tæk­inu. Hann full­yrð­ir að Mat­vís hafi lagt bless­un sína yf­ir kjara­mál veit­inga­stað­ar­ins en stétt­ar­fé­lag­ið hafn­ar því að hafa far­ið yf­ir mál­ið.

Eigandi Hrauns fullyrðir ranglega að Matvís hafi yfirfarið kjaramál og segist fórnarlamb hatursorðræðu

Jón Kristinn Ásmundsson, eigandi veitingastaðarins Hrauns í Snæfellsbæ, segist vera fórnarlamb netníðs og opinberrar smánunar. Hann og fjölskylda hans hafi orðið fyrir „hatursorðræðu“ sem óhjákvæmilegt hafi reynst að kæra til lögreglu. 

Þetta kemur fram í opnu bréfi Jóns Kristins sem birtist í bæjarblaðinu Jökli í gær. 

Stundin #87

Í nýútkomnu blaði Stundarinnar er fjallað ítarlega um kjör starfsmanna á veitingastaðnum. Greinin mun birtast á vef Stundarinnar í fyrramálið, en þar er meðal annars rætt við fyrrverandi starfsmann, Króatann Robert Zubcic, sem var rekinn eftir að hann leitaði til stéttarfélags vegna vangoldinna launa. Þá kemur fram að fólk hafi kvartað undan kjarabrotum rekstrarstjóra sem borgaði þeim ekki fyrir yfirvinnu. Tveir fyrrverandi starfsmenn segja í samtali við Stundina að rekstrarstjórinn hafi hótað því að kona hans myndi keyra yfir þá. Rekstrarstjórinn segir þetta rógburð en játar að hafa haldið eftir síðasta launaseðli annars starfsmannsins.

Jón Kristinn, sem einnig er viðmælandi í frétt Stundarinnar, svarar fyrir málið í bæjarblaðinu og sendir Roberti tóninn. „Robert hefur farið fram með vægast sagt einhliða málflutningi og rakalausum rógburði. Enginn gerir kröfur til þess að hann rökstyðji mál sitt, hvorki fjölmiðlar sem fjallað hafa um þetta mál né sumir í nærsamfélagi okkar í Snæfellinga sem taka þátt í herferðinni,“ skrifar hann og fullyrðir að Robert hafi fengið greidd laun, yfirvinnu og önnur launatengd réttindi í samræmi við þann kjarasamning sem gildi um starf hans. „Hið rétta er að Matvís, stéttarfélag fólks í veitingageiranum, hefur yfirfarið launa- og vakta fyrirkomulag í fyrirtæki mínu og staðfest að greiðslur launa þess eru í samræmi við gildandi kjarasamninga.“

Hann segir múgsefjun hafa átt sér stað í bænum. „Á Facebook hefur verið stofnaður lokaður hópur til að kynda nú enn betur undir þessari herferð. Herferð sem ekkert markmið virðist hafa annað en að smána mig og fyrirtæki mitt opinberlega og valda þannig skaða,“ skrifar hann og bætir því við að samfélagið allt sé fórnarlamb ef það sé látið viðgangast að „í lagi sé að níðast með persónuárásum á eina fjölskyldu“.

Segir ósatt um aðkomu Matvís

Starfsmaður hjá Matvís staðfestir við Stundina að Jón Kristinn hafi haft samband til að staðfesta að 3-2-2 vaktarfyrirkomulagið væri viðurkennt af félaginu. Starfsmaðurinn kannaðist hinsvegar ekki við að hafa fengið að sjá, hvað þá yfirfara, launa- og vakta fyrirkomulag Hrauns.

Formaður félagsins, Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, tekur í sama streng og segir að félagið hafi aldrei fengið formlega beiðni frá Jóni um að yfirfara stöðu kjaramála á veitingarstaðnum.

Þar að auki hefur Matvís ekki neina aðkomu að máli Roberts þar sem hann hefur ekki aðild að stéttarfélaginu. Robert er í Verkalýðsfélagi Snæfellinga og hefur verið það frá upphafi. Ef hann hefði látið staðfesta þriggja ára kokkanám sitt og hefði aðild að Matvís væri lægsti launataxtinn sem hann gæti fengið borgað 2.062 krónur á tíma; Robert fékk 1.572,04 krónur á tíma sem er samkvæmt kjarasamningum SGS.

Lesa má umfjöllun um mál Roberts og Jóns í nýjasta blaði Stundarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Brosir gegnum sárin
4
ViðtalHlaupablaðið 2024

Bros­ir gegn­um sár­in

Andrea Kol­beins­dótt­ir, marg­fald­ur Ís­lands­meist­ari í hlaup­um, ger­ir hlé á lækn­is­fræði til að reyna að verða at­vinnu­hlaup­ari. Hún deil­ir lær­dómi sín­um eft­ir hindr­an­ir og sigra síð­ustu ára. Fjöl­skyldu­með­lim­ir hafa áhyggj­ur af hlaup­un­um, en sjálf ætl­ar hún að læra meira á manns­lík­amann til að bæta sig og hjálpa öðr­um. Hlaup­in snú­ast um sig­ur hug­ans og stund­um bros­ir hún til að plata heil­ann.
Vill að NATO greiði fyrir nýjan flugvöll
7
Fréttir

Vill að NATO greiði fyr­ir nýj­an flug­völl

Ei­rík­ur Ingi Jó­hanns­son for­setafram­bjóð­andi tel­ur að að­ild Ís­lands að Norð­ur-Atlants­hafs­banda­lag­inu (NATO), sem sam­þykkt var á Al­þingi ár­ið 1949, hefði átt að vera sett í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Í nýj­asta þætti Pressu sagði Ei­rík­ur að Ís­land ætti ekki að leggja til fjár­muni í varn­ar­banda­lag­ið. Þvert á móti ætti NATO, að hans mati, að fjár­magna upp­bygg­ingu á mik­il­væg­um inn­við­um hér á landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
7
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár