Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Óráð að einkavæða eða skipta upp Landsvirkjun

Hærri fjár­magns­kostn­að­ur, minni stærð­ar­hag­kvæmni og skert samn­ings­staða væri á með­al lík­legra af­leið­inga þess ef hug­mynd­ir um einka­væð­ingu og upp­skipt­ingu Lands­virkj­un­ar yrðu að veru­leika sam­kvæmt nýrri skýrslu um orku­auð­lind­ir Ís­lend­inga.

Óráð að einkavæða eða skipta upp Landsvirkjun
„Hið opinbera yfir og allt um kring“ Opinbert eignarhald hefur tryggt Landsvirkjun hagstæð lánskjör og dregið úr fjármagnskostnaði. Mynd: Af vef Landsvirkjunar

Það hefði verulega ókosti og yrði Íslendingum dýrkeypt að skipta upp Landsvirkjun og einkavæða hluta hennar. Bent er á þetta í nýlegri skýrslu sem ráðgjafarfyrirtækin Intellecon og Reykjavik Economics unnu fyrir Landsvirkjun. Hærri fjármagnskostnaður, minni stærðarhagkvæmni, skert samningsstaða gagnvart stórkaupendum og aukinn stjórnunarkostnaður eru á meðal hinna neikvæðu áhrifa sem slíkar aðgerðir kynnu að hafa að mati skýrsluhöfunda, hagfræðinganna Gunnars Haraldssonar og Magnúsar Árna Skúlasonar.

Vill virkari samkeppniBjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur gert athugasemdir við að ríkið sé jafn umsvifamikið á orkumarkaði og raun ber vitni og hvatt til aukinnar samkeppni.

Á undanförnum árum hafa ítrekað komið fram hugmyndir um að einkavæða Landsvirkjun eða skipta henni upp og selja hluta hennar. Árið 2016 vann Lars Christensen alþjóðahagfræðingur skýrslu fyrir Samtök iðnaðarins þar sem hann lagði til að Landsvirkjun yrði skipt í smærri einingar og seld til einkaaðila. Í fyrra velti svo Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, því upp á ársfundi Landsvirkjunar hvort það þyrfti ekki að koma á virkari samkeppni í orkugeiranum og gagnrýndi að „hið opinbera [væri] yfir og allt um kring á raforkumarkaði“. Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, brást við með því að hvetja til þess að Landsvirkjun yrði skipt upp í minni einingar; aðeins þannig væri hægt að auka samkeppni. „Þær eiga ekki allar að vera í ríkiseigu að mínu mati,“ sagði Ásgeir í viðtali við Viðskiptablaðið. 

Í nýlegri skýrslu, Orkuauðlindir Íslendinga og hagsæld til framtíðar, víkja Gunnar Haraldsson og Magnús Árni að hugmyndum um uppskiptingu og einkavæðingu Landsvirkjunar. Þeir fallast á að skipting í smærri einingar geti aukið samkeppni á heildsölu- og stórnotendamarkaði. Hins vegar benda þeir á að í ljósi samsetningar viðskiptavina Landsvirkjunar, þar sem 80 prósent allrar raforkuframleiðslu eru seld stórnotendum, væri ávinningur stórnotendanna hlutfallslega meiri en aðila á heildsölumarkaði. „Ókosturinn við uppskiptingu Landsvirkjunar væri líklega hærri fjármagnskostnaður, skert stærðarhagkvæmni, aukin kostnaður við stjórnun og annan rekstur. Þá má ætla að samningsstaða gagnvart alþjóðlegum stórkaupendum yrði verri,“ skrifa þeir. 

Bent er á að með opinberu eignarhaldi hafi Landsvirkjun alltaf notið hagstæðari lánskjara en hefðu fengist ef fyrirtækið hefði verið í eigu einkaaðila eða verið skipt í minni einingar. Stórrekstur raforkuframleiðenda sé algengt fyrirkomulag í nágrannalöndunum og Svíum og Norðmönnum hafi ekki þótt tilefni til að skipta upp opinberu fyrirtækjunum Statkraft og Vattenfall. „Einn stærsti kostnaðarliður í rekstri Landsvirkjunar eru fjármagnsgjöld. Því skiptir höfuðmáli fyrir fyrirtækið að lágmarka kostnað við lántökur en ólíklegt verður að teljast að það markmið næðist með uppskiptingu fyrirtækisins. Sýnt hefur verið fram á að stærð fyrirtækja, aldur og eignarhald skiptir máli hvað varðar aðgengi að alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum og lánskjör.“

Skýrsluhöfundar reifa ýmis sjónarmið sem jafnan eru talin styrkja málstað þeirra sem aðhyllast pinbert eignarhald á raforkuframleiðslufyrirtækjum. Þá svara þeir nokkrum mótrökum einkavæðingarsinna, t.d. þeim er lúta að svokölluðum umboðsvanda í ríkisrekstri, þar sem persónulegir hagsmunir stjórnendur fara ekki saman við hagsmuni fyrirtækisins. „Lengi vel var sá vandi mjög áberandi í rekstri opinberra fyrirtækja en nýjar stjórnunaraðferðir, nýting upplýsingatækni ásamt góðum stjórnarháttum hafa dregið verulega úr þeim vanda, samkvæmt rannsóknum,“ skrifa þeir og vísa meðal annars til rannsókna fræðimannanna Aldo Musacchio og Sergio G. Lazzarini sem hafa sýnt hvernig ríkisrekin fyrirtæki víða um heim hafa nútímavæðst og stóraukið skilvirkni sína á undanförnum áratugum. „Þannig er varasamt að bera saman 20. aldar sósíalísk einokunarfyrirtæki við þjóðarfyrirtæki ýmissa ríkja nútímans, sbr. þjóðfélagsleg mikilvæg fyrirtæki í Kína, Brasilíu og víðar.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Orkumál

Mest lesið

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
2
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
3
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.
Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
9
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
6
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár