Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

OECD: Mikilvægt að beita skattkerfinu gegn ójöfnuði

26 rík­ustu menn í heim­in­um eiga álíka mik­inn auð og fá­tæk­ari helm­ing­ur mann­kyns sam­kvæmt nýrri skýrslu Oxfam. Fjár­magn­s­tekju­skatt­ur er hag­kvæm leið til að sporna gegn ójöfn­uði að mati sér­fræð­inga OECD en skatt­lagn­ing heild­ar­eigna get­ur einnig kom­ið að gagni ef út­færsl­an er skyn­sam­leg.

OECD: Mikilvægt að beita skattkerfinu gegn ójöfnuði
Fjármagnstekjuskattur ekki nóg „Sterk rök hníga að því að skattkerfinu sé beitt til að draga úr eignaójöfnuði,“ segir í skýrslu sérfræðingahóps OECD um skattlagningu heildareigna Mynd: Af vef International Institute for Sustainable Development

Rík­ustu 26 menn í heimi eiga álíka mik­inn auð og fátæk­ari helm­ingur mannkyns. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Oxfam um ójöfnuð í heiminum. Bilið milli ríkra og fátækra hefur breikkað umtalsvert undanfarin ár og mun halda því áfram nema tekið verði í taumana. Þar skiptir höfuðmáli að mati skýrsluhöfunda að skattleggja fjármagn, fyrirtæki og háartekjur af miklu meiri þunga en nú er gert víðast hvar í heiminum. „Ríkasta fólkið og fyrirtæki þess eru undirskattlögð,“ segir í skýrslunni.

Tekjustofnar rýrðirHér má sjá hvernig skattar á hæstu tekjur, fyrirtækjaskattar og erfðafjárskattar hafa lækkað í heiminum undanfarna áratugi.

Á undanförnum árum hefur umræða um ójöfnuð og slæma fylgifiska hans orðið æ háværari um allan heim. Fræðimenn hafa dregið fram gögn sem benda til þess að ójöfn dreifing eigna og tekna haldist jafnan í hendur við aukna glæpatíðni, fátækt og félagsleg vandamál. Þá hafa OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gefið út skýrslur þar sem leidd eru rök að því að ójöfnuður sé beinlínis þjóðhagslega óhagkvæmur og hamli hagvexti.

Í fyrra gaf sérfræðingahópur á vegum OECD út ítarlega skýrslu um skattlagningu heildareigna (e. net wealth taxes). „Eignaójöfnuður er miklu meiri en tekjuójöfnuður og ýmislegt bendir til þess að eignaójöfnuður hafi aukist undanfarna áratugi,“ segir í niðurstöðum skýrslunnar en höfundar telja „sterk rök hníga að því að skattkerfinu sé beitt til að draga úr eignaójöfnuði“.

Alla jafna sé fjármagnstekjuskattur heppilegri en skattur á heildareignir. Hins vegar dugi fjármagnstekjuskattur ekki einn og sér til að draga úr ójöfnuði; einnig þurfi eignaskatta af einhverju tagi og þar sé erfðafjárskattur einna hagkvæmastur og sanngjarnastur.

Lágur fjármagnstekjuskattur kalli á aukna skattlagningu eigna

Höfundar OECD-skýrslunnar telja þó að í ríkjum þar sem fjármagnstekjuskatturinn sé mjög lágur hnígi miklu sterkari rök að skattlagningu heildareigna heldur en annars staðar.

Á Íslandi er fjármagnstekjuskatturinn aðeins 22 prósent, lægri en í nágrannalöndunum og miklu lægri en skattur á launatekjur. Þetta lága skatthlutfall hefur til að mynda verið réttlætt með því að hagkerfið sé lítið, gjaldmiðillinn óstöðugur, verðstöðugleiki minni en annars staðar og skattstofn fjármagnstekjuskattsins hvikur. 

Oddvitar vinstristjórnarinnarJóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon.

Auðlegðarskatturinn sem vinstristjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigufússonar innleiddi til skamms tíma lagðist á uppsafnaðar heildareignir: hreina eign einstaklings yfir 75 milljónum króna og eign hjóna yfir 100 milljónum en skatthlutfallið var á bilinu 1,25 til 2 prósent.

Þegar mest lét skilaði skatturinn tæpum 12 milljörðum í ríkissjóð. Honum var helst fundið til foráttu að dæmi væru um að hann bitnaði á tekjulitlum eldri borgurum með eignir bundnar í skuldlitlu eða skuldlausu húsnæði. Staðtölur ríkisskattstjóra sýna þó að skatturinn var að langstærstum hluta greiddur af tekjuhæstu hópum íslensks samfélags.

Tekjulitlir greiddu 4 prósent auðlegðarskattsins

Á síðasta árinu sem auðlegðarskatturinn var innheimtur – þegar skatturinn var hæstur og fríeignamark hans lægst – stóðu tekjuhæstu 20 prósent hjóna undir 77 prósentum af öllum auðlegðarskatti hjóna. Um leið greiddu tekjuhæstu 20 prósent einstaklinga 87 prósent af öllum auðlegðarskatti einstaklinga.

Dæmin um tekjulitla eldri borgara sem greiddu auðlegðarskatt eru vissulega til, en þau eru undantekningar: alls lentu aðeins 4 prósent af auðlegðarskattinum á þeim einstaklingum og hjónum sem tilheyrðu tekjulægsta fimmtungi Íslendinga árið 2013.

Það að hópurinn sé fámennur ógildir þó ekki fyrrnefnd rök gegn auðlegðarskattinum. Með breyttri útfærslu mætti hins vegar fyrirbyggja að auðlegðarskatturinn bitni illa á þessum fámenna hópi. Ein leiðin væri að undanskilja heimili fólks, þ.e. þá fasteign sem skattaðilar nýta til eigin búsetu, frá skattstofninum. Á móti væri hægt að hafa fríeignamarkið lægra en það var. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

0,1 prósentið

Hátekjufólki finnst skattarnir alltof háir
Úttekt0,1 prósentið

Há­tekju­fólki finnst skatt­arn­ir alltof há­ir

„Mað­ur borg­ar bara þessa skatta og er hund­fúll yf­ir því,“ seg­ir stjórn­ar­formað­ur fast­eigna­fé­lags sem fékk meira en millj­arð í fjár­magn­s­tekj­ur ár­ið 2017. „Hlut­verk skatts­ins á ekki að vera að jafna út tekj­ur,“ seg­ir fram­kvæmda­stjóri sem kall­ar eft­ir flat­ara skatt­kerfi. Tekju­há­ir Ís­lend­ing­ar sem Stund­in ræddi við hafa áhyggj­ur af því að skatt­ar dragi úr hvat­an­um til verð­mæta­sköp­un­ar og telja fjár­magn­s­tekj­ur skatt­lagð­ar of mik­ið.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
3
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
5
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
7
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
8
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
10
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár