Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sigmundur Davíð segir Steingrím J. ætla að svala hefndarþorsta í sinn garð

Sú máls­með­ferð sem Stein­grím­ur J. Sig­fús­son hef­ur kynnt í Klaust­urs­mál­inu jafn­ast á við póli­tísk rétt­ar­höld að mati Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar. Seg­ir Klaust­urs­þing­menn­ina þeg­ar hafa þol­að grimmi­lega refs­ingu.

Sigmundur Davíð segir Steingrím J. ætla að svala hefndarþorsta í sinn garð
Segir Steingrím vilja ná fram hefndum Sigmundur Davíð telur að Steingrímur J. sé í hefndarleiðangri gegn sér. Mynd: Pressphotos.biz - (Geirix)

Sú málsmeðferð sem Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hefur kynnt vegna Klaustursmálsins eru pólitísk réttarhöld, til þess gerð að ná fram hefndum gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Engin lög hafi verið brotin en nú hyggist Steingrímur brjóta lög og þingsköp Alþingis í þessum hefndarleiðangri sínum.

Þessu heldur Sigmundur Davíð fram í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar fer hann í löngu máli yfir það hvernig hann telur að framganga Steingríms þegar kemur að meðferð Klaustursmálsins sé á pari við pólitísk réttarhöld, sem birtist nú í því að Steingrímur hyggist breyta einhliða og afturvirkt lögum til að ná fyrirfram gefinni niðurstöðu. Vísar Sigmundur þar til áforma Steingríms um að kosin verði ný, eða auka, forsætisnefnd Alþingis til að afgreiða Klaustursmálið á þeim grundvelli að sitjandi forsætisnefnd sé vanhæf í málinu. Sú forsætisnefnd gæti þá vísað Klausturmálinu til siðanefndar Alþingis.

„Viðhorf Steingríms til mín er vel þekkt. Hann telur sig eiga harma að hefna og leitast nú við að nýta stöðu sína í þeim tilgangi.“ 

„Þetta stangast á við lög um þingsköp á svo víðtækan hátt að hægt væri að skrifa heila grein bara um það. Eins og fram kom að ofan telst siðanefndin vanhæf, verandi undirnefnd forsætisnefndar. Öllum má þá vera ljóst að sérstök undirnefnd vanhæfrar forsætisnefndar valin af vanhæfu fólki í trássi við lög til að afgreiða mál með fyrir fram ákveðnum hætti væri sjálf vanhæf. Þá skiptir engu máli þótt þeir sem létu hafa sig út í slíkt segðust ætla að leggja eigið mat á málið. Forsendurnar lægju fyrir, umboðið væri í andstöðu við lög og vanhæfi hinnar nýju undirnefndar augljóst,“ skrifar Sigmundur.

Segir Steingrím telja sig eiga harma að hefna gegn sér

Sigmundur segir engin lög hafa verið brotin í Klausturmálinu, sem hann kýs að kalla hlerunarmálið, önnur en þau að orðaskipti hans sjálfs, þriggja þingmanna Miðflokksins og tveggja þáverandi þingmanna Flokks fólksins hafi verið tekin upp. Segir Sigmundur að með því hafi verið „brotin mannréttindi þeirra sem teknir voru upp og þeirra sem talað var um.“ Þeir sem sátu að sumbli á Klaustri umrætt kvöld og höfðu margskonar ósiðlegt orðfæri uppi hafi ekki gerst sakir um neitt annað en einmitt það, að hafa upp dónaleg orð í einkasamtali. Segir Sigmundur að fyrir vikið hafi þeira liðið sálarkvalir og „þegar þolað grimmilegri refsingu en nokkur dómstóll myndi telja viðeigandi.“

Framferði Steingríms segir Sigmundur að sé einstakt í sögu Alþingis. Margir hafi haft efasemdir um hversu heppilegur hann væri til að gegna hlutverki forseta Alþingis og með þessari framgöngu hafi hann rennt stoðum undir þær efasemdir með afgerandi hætt. „Viðhorf Steingríms til mín er vel þekkt. Hann telur sig eiga harma að hefna og leitast nú við að nýta stöðu sína í þeim tilgangi. Þó blasir við að ekkert af því sem ég sagði í einkasamtali sem tekið var upp með ólögmætum hætti jafnast á við fjölmargt sem þingforsetinn sjálfur hefur sagt og gert opinberlega að yfirlögðu ráði.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég hef að góðu að hverfa aftur“
10
Allt af létta

„Ég hef að góðu að hverfa aft­ur“

Guð­mund­ur Karl Brynj­ars­son, sókn­ar­prest­ur í Linda­kirkju, laut í lægra haldi í bisk­ups­kjöri sem fram fór síðaslið­inn þriðju­dag. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist Guð­mund­ur ganga sátt­ur frá borði. Bisk­ups­kjör­ið hafi ver­ið ánægju­leg og lær­dóms­rík reynsla sem hann sé þakk­lát­ur fyr­ir. Hann seg­ist nú snúa sér aft­ur að sókn­ar­starf­inu í Linda­kirkju. Þar bíði hans mörg verk­efni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
9
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár