Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Systir Bryndísar Schram: „Þetta var mágur minn allsnakinn við hlið mér“

Mar­grét Schram seg­ir að Jón Bald­vin Hanni­bals­son hafi kom­ið nak­inn upp í rúm til sín þeg­ar hún var í heim­sókn hjá hjón­un­um á mennta­skóla­aldri. Jón Bald­vin ætl­ar ekki að bregð­ast við frá­sögn­inni fyrr en síð­ar.

Systir Bryndísar Schram: „Þetta var mágur minn allsnakinn við hlið mér“
Margrét Schram Mágkona Jóns Baldvins segist lítil afskipti hafa haft af honum síðan fjallað var um bréf hans í Nýju lífi árið 2012.

Margrét Schram, mágkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, segir að Jón Baldvin hafi komið nakinn upp í rúm til sín þegar hún var á menntaskólaaldri. Jón Baldvin segist ekki ætla að bregðast við framburði hennar fyrr en síðar.

Í Stundinni lýsa fjórar konur kynferðislegri áreitni af hendi Jóns Baldvins. Umfjöllunina í heild má lesa í tölublaði Stundarinnar sem kom út í gær.

Margrét er systir Bryndísar Schram, eiginkonu Jóns Baldvins. Í samtali við Stundina segir hún að Jón Baldvin hafi áreitt sig kynferðislega þegar hún var í heimsókn hjá þeim hjónum í Edinborg í upphafi sjöunda áratugarins. Hún hafi líklega verið 19 eða 20 ára, í Menntaskólanum í Reykjavík, en hafi unnið sem flugfreyja yfir sumarið, og því haft tök á að fara í heimsókn.

„Ég hafði samband við Bryndísi og ekkert var því til fyrirstöðu að ég stoppaði við hjá þeim,“ segir Margrét. „Þegar ég kom á leiðarenda var Bryndís ekki heima. Hún hafði þurft að skreppa eitthvað, að sögn Jóns, og var ekki væntaleg heim fyrr en eftir að ég væri farin. Ég man vel hvað mér brá.“

Eftir gönguferð um borgina og kvöldverð með Jóni Baldvini hafi hún lagst til hvílu í rúmstæði á miðju gólfi í stofunni. „Ekki veit ég hversu lengi ég hafði sofið en ég vakna við að það er eitthvað við hliðina á mér undir sænginni,“ segir hún. „Eitthvað kalt og ókunnungt. Mér bregður alveg óskaplega mikið. Fyllist einhverjum viðbjóði og ræðst á skrímslið, trúlega öskrandi. Þetta var mágur minn allsnakinn við hlið mér. Þvílík upplifun! Trúlega eins og að fá fulla fötu af ánamöðkum yfir sig.“

Margrét segist hafa lamið og sparkað þar til Jón Baldvin hörfaði. „Ég man bara hvað mér fannst þetta ógeðsleg tilfinning að finna svona nakinn líkama upp að mér,“ segir hún. „Hvort ég sagðist ætla að drepa hann eða hvað, man ég ekki gjörla, en ég spurði hvort hann væri ekki með öllum mjalla og það giftur systur minni. Hann svaraði: „Það skiptir engu“. Þá fékk ég eiginlega annað áfall. Ekki urðu nein átök, hann bara hvarf út.“

Margrét segist lítil afskipti hafa haft af Jóni Baldvini síðan fjallað var um klúr bréf hans til Guðrúnar Harðardóttur, frænku hans á táningsaldri, í Nýju lífi árið 2012. „Enn þann dag í dag fyllist ég viðbjóði af tilhugsuninni um þetta atvik,“ segir hún. „Maður var nú svo grænn á þessum tíma að maður var nú ekki að klaga í einhvern. Ég veit svo sem ekki hvern ég hefði getað klagað þetta í.“

„Ég ætla ekki að bregðast við þessu fyrr en síðar og þá vel ég tíma, stað og stund.“

Beðinn um viðbrögð við sögu Margrétar segist Jón Baldvin hvorki ætla að svara henni né öðrum frásögnum. „Ég ætla ekki að bregðast við þessu fyrr en síðar og þá vel ég tíma, stað og stund.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Metoo

Grátt uppgjör blaðakonu við MeToo: „Blaðamenn eru ekki aktívistar“
MenningMetoo

Grátt upp­gjör blaða­konu við MeT­oo: „Blaða­menn eru ekki aktív­ist­ar“

Sænska blaða­kon­an Åsa Lind­er­borg hef­ur skrif­að bók þar sem hún ger­ir upp Met­oo-um­ræð­una í Sví­þjóð með gagn­rýn­um hætti. Lind­er­borg var í mót­sagna­kenndri stöðu í Met­oo-um­ræð­unni þar sem hún hef­ur bæði gagn­rýnt hana og líka ver­ið gagn­rýnd fyr­ir að hafa vald­ið sjálfs­morði leik­hús­stjór­ans Benny Fredrik­son með skrif­um sín­um um hann.

Mest lesið

Domino's-þjóðin Íslendingar
3
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár