Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Þegar maður er í leyfi frá einhverju starfi þá hefur maður engar skyldur þar“

Dav­íð Þór Björg­vins­son seg­ist hafa ver­ið í góðri trú þeg­ar hann veitti rík­is­lög­manni ráð­gjöf, í ljósi þess að hann hafi ver­ið í leyfi frá dóm­ara­störf­um. Sinnti ráð­gjöf­inni án þess að sam­ið væri um greiðsl­ur

„Þegar maður er í leyfi frá einhverju starfi þá hefur maður engar skyldur þar“
Ekki rætt um greiðslur Davíð Þór segist telja að það hafi verið sameiginlegur skilningur sinn og lögmanns ríkisins að greiðslur hafi átt að koma til vegna ráðgjafar Davíðs Þórs. Það hafi þó ekki verið rætt. Mynd: Af Facebook-síðu Lögfræðingafélagsins

Davíð Þór Björgvinsson, varaforseti Landsréttar, segist ekki hafa litið svo á að hann væri að sinna aukastarfi þegar hann ráðlagði embætti ríkislögmanns varðandi mál sem rekið er fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og snýr að samdómurum Davíðs Þórs við Landsrétt. Ekki hafi verið gengið frá því að hann fengi greiðslur fyrir þó hann hafi reiknað með að sameiginlegur skilningur væri um slíkt. Hann hafi ekki enn þegið greiðslur fyrir og ef það samrýmist ekki reglum muni hann ekki þiggja þær. 

Davíð Þór var skipaður dómari við Landsrétt um mitt ár 2017 en rétturinn tók til starfa í upphafi þessa árs, 2018. Davíð var hins vegar veitt leyfi til frá dómarastörfum til að gegn embætti setts saksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Hann kom til starfa við Landsdóm 1. október síðastliðinn. Davíð Þór var því í leyfi frá störfum þegar hann veitti embætti lögmanns ríkisins ráðgjöf í máli ríkisins fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Davíð Þór var dómari við Mannréttindadómstólinn um níu ára skeið.

Stundin hafði samband við Davíð Þór við vinnslu fréttar um að verulegur vafi leiki á að honum hafi verið heimilt að inna af hendi ráðgjöf til embættis lögmanns ríkisins. Stundin innti Davíð Þór eftir því hvort hann teldi að með svari nefndar um dómarastörf, 24. október, hefði staða hans með einhverjum hætti breyst frá því sem var þegar hann lýsti því í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins að hann hefði komið að ráðgjöfinni . Davíð Þór sagðist ekki hafa séð umrætt svar nefndarinnar, þrátt fyrir að fram komi að honum hafi verið sent afrit af því. Þar af leiðandi vildi hann ekki tjá sig um málið að svo komnu máli.

Davíð Þór hafði svo aftur samband við Stundina þegar hann hafði lesið umrætt bréf nefndar um dómarastörf. Hann sagði að hann liti enn svo á að hann hefði ekki verið að sinna aukastarfi sem dómari, þar eð hann hefði verið í leyfi.

Segir að um lögfræðilega ráðgjöf hafi verið að ræða

„Þessi grein [45. grein laga um dómstóla] fjallar um aukastarf dómara, með dómarastörfum. Það var mitt mat á sínum tíma, þegar farið var þess á leit við mig að ég veitti ráðgjöf með því að spjalla við ríkislögmann um þetta erindi frá Mannréttindadómstólnum, að það væri ekki aukastarf með dómarastarfi. Ég leit ekki svo á. Ég hafði aldrei tekið við þessu dómarastarfi. Mér finnst ekki augljóst að þetta verði skilið þannig. Þegar maður er í leyfi frá einhverju starfi þá hefur maður engar skyldur þar. Og það er ekkert í þessu bréfi nefndar um dómarastörf sem tekur á því.“

„Reyndar hef ég ekki fengið neitt borgað fyrir þetta þannig að það mætti kannski hafa það í huga.“

Davíð Þór viðurkennir þó að auðvitað hafi það verið lögfræðileg ráðgjöf sem hann veitti ríkislögmanni. „Jú, að sjálfsögðu var þetta lögfræðileg ráðgjöf.“

Þegar blaðamaður bendir Davíð Þór á niðurlagið í bréfi nefndarinnar, þar sem segir „að almennt verði að telja að lögfræðileg ráðgjöf gegn endurgjaldi sé ekki heimil dómara“ og að það sé álit nefndarinnar það eigi við frá þeim tíma sem dómari hefur verið skipaður í embætti svarar Davíð Þór því til að hann hafi ekki fengið greitt fyrir ráðgjöfina. „Reyndar hef ég ekki fengið neitt borgað fyrir þetta þannig að það mætti kannski hafa það í huga.“

Spurður þá hvort ekki standi til að hann fái greitt fyrir þá vinnu sem hann innti af hendi svarar Davíð Þór: „Það var, ég reikna með að það hafi verið sameiginlegur skilningur en það hefur ekki verið farið fram á það ennþá og það er alveg óvíst að það verði gert ef ég er með því að brjóta einhverjar reglur. Ég verð bara að kanna það.“

Störf Davíðs Þórs tiltekin í svari forsætisráðherra 

Rétt er að geta þess að í svari Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við fyrispurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, frá 16. október, þar sem Sigmundur spurði hvort réðherran hefði fengið utanaðkomandi aðila til ráðgjafar frá því núverandi ríkisstjórn tók til starfa, er nafn Davíðs Þór að finna. Í svarinu segir að Davíð Þór hafi innt af hendi „Ráðgjöf vegna ritunar greinargerðar af hálfu ríkislögmanns til Mannréttindadómstóls Evrópu. Greiðslur hafa enn sem komið er ekki verið inntar af hendi til verktakans.“

„Þetta bara var ekkert rætt“

Spurður frekar út í þessa hlið málsins, hvort það hafi hafi þá verið sameiginlegur skilningu af hálfu embættis ríkislögmanns og Davíðs Þórs að hann ætti að fá greiðslu fyrir ráðgjöf sína svarar Davíð Þór:

„Veistu það, ég get ekki einu sinni sagt að það hafi verið þannig. Þetta bara var ekkert rætt.“

-Þannig að þú féllst á að veita ríkislögmanni lögfræðilega ráðgjöf í umræddu máli án þess að það væri um það samið að þú fengir fyrir það neinar greiðslur?

„Ja, það hefur ekki verið samið um neinar greiðslur, það hefur ekki verið gert ennþá. Og ef að af því verður þá mun ég skoða það sko, ég mun hafa samband við nefndina og athuga hvort það sé eitthvað því til fyrirstöðu. Að sjálfsögðu gerist það ekki ef það er mat nefndarinnar, sem ég reyndar veit ekki hvort hún mun fjalla um, hvort það sé mat nefndarinnar hvort það sé brot á þessu ákvæði 45. greinar [dómstólalaga], ég bara veit það ekki.“

-En nú hefur þú innt þessa ráðgjöf af hendi hvort eð er og í það minnsta hálfpartinn gert ráð fyrir að fá greitt fyrir?

„Já, ég svona gerði ráð fyrir því vegna þess að ég taldi þetta ekki vera eitthvað sem væri aukastarf. Ég ræddi bara við ríkislögmann um hvaða taktík myndi koma best að gagni, það var nú ekkert meira en það. Ég hef aldrei reynt að leyna því nokkurs staðar. Ég gerði þetta bara í góðri trú, það var bara þannig.“

Davíð Þór svaraði því ekki efnislega í samtali sínu við Stundina hvort hann hefði haft samband við nefnd um dómarastörf og tilkynnt nefndinni fyrirfram um að hann hyggðist taka að sér aukastarf í formi ráðgjafar fyrir embætti ríkislögmanns. Af svörum Davíðs Þórs má hins vegar skilja að hann hafi ekki talið ástæðu til að upplýsa nefndina um það.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
3
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
„Óviðunandi“ að bíða í þrjú ár – Var læstur inni árum saman
4
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

„Óvið­un­andi“ að bíða í þrjú ár – Var læst­ur inni ár­um sam­an

Þriggja ára bið eft­ir ráð­gjöf frá sér­fræðiteymi um að­gerð­ir til að draga úr beit­ingu nauð­ung­ar í þjón­ustu við fatl­að fólk er óvið­un­andi að mati fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins. Það var hins veg­ar sá tími sem Ak­ur­eyr­ar­bær beið eft­ir ráð­gjöf­inni í máli Sveins Bjarna­son­ar sem var læst­ur inni í íbúð á veg­um bæj­ar­ins. Ráðu­neyt­ið ít­rek­ar þó ábyrgð þeirra sem beita slíkri nauð­ung.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
5
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
„Finnst ég vera að heyja dauðastríð“
7
Fréttir

„Finnst ég vera að heyja dauða­stríð“

Níg­er­ísku kon­urn­ar þrjár sem flúðu til Ís­lands und­an man­sali fyr­ir nokkr­um ár­um verða send­ar úr landi í kvöld. Þær eru í fang­els­inu á Hólms­heiði og ræddu við Heim­ild­ina í síma síð­deg­is. Ein kvenn­anna er al­var­lega veik og seg­ist líða eins og hún sé að heyja dauða­stríð. Þær segja að lækn­ir verði með í för þeg­ar þær verða flutt­ar úr landi. „Lækn­ir á að sjá til þess að hún andi út fyr­ir loft­helgi Ís­lands,“ seg­ir ís­lensk vin­kona kvenn­anna þriggja.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
9
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
10
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
3
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
9
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár