Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Bankarnir ekki um borð

Af­ar ólík­legt er tal­ið að ís­lensku við­skipta­bank­arn­ir fá­ist til að taka þátt í fjár­mögn­un WOW air.

Bankarnir ekki um borð
Breyttir skilmálar WOW air hefur breytt skilmálum skuldabréfaútboðs síns. Meðal breytinganna er að þátttakendur fái kauprétt og afslátt af hlutabréfum í félaginu þegar það verður skráð á markað. Mynd: Sigurjón Ragnar

Ólíklegt er að íslensku viðskiptabankarnir þrír komi að fjármögnun WOW air en flugfélagið hefur leitað eftir því við bankana til að liðka fyrir skuldabréfaútboði sem nú stendur yfir hjá félaginu. Fréttablaðið greinir frá þessu í morgun. Unnið hefur verið að því síðustu vikur að afla WOW air lausafjár með skuldabréfaútboði og var stefnan sú að útboðið skilaði á bilinu sex til tólf milljörðum króna. 

Til stóð að skuldabréfaútboðinu lyki öðru hvoru megin við síðustu helgi, samkvæmt því sem Bloomberg fréttastofan hafði eftir Skúla Mogensen, forstjóra og eina eiganda WOW air. Það hefur ekki gengið eftir og nú herma heimildir að vonir standi til að hægt verði að ljúki því á morgun, 14. september. Þá hefur skilmálum skuldabréfaútboðsins verið breytt frá því sem fyrst var kynnt. Upphaflega stóð til að útboðið skilaði á bilinu 6 til 12 milljörðum króna en nú er stefnt að því að gefa út skuldabréf fyrir 13 milljarða króna eða um 100 milljónir evra. Auk þess er lágmarksstærð útboðsins nú sögð 5,5 milljarðar króna. Þá fá fjárfestar sem taka þátt nú kauprétt að hlutafé í flugfélaginu þegar það verður skráð á markað. Í fjárfestakynningu sem birt var um miðjan síðasta mánuð kom fram að félagið yrði skráð á markað í Kauphöllinni í Stokkhólmi en síðustu daga hafa verið sagðar fréttir af því að til standi að skrá félagið í Frankfurt, eins fljótt og auðið er.

Greint var frá því í gær að WOW air hefði rætt við forsvarsmenn Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans um hugsanlega aðkomu bankanna að útboðinu, til að tryggja lágmarksstærð þess. Myndi slík aðkoma auðvelda vinnu við að fá aðra fjárfesta að borðinu. Hins vegar neituðu forsvarsmenn Íslandsbanka því að þeir hefðu átt þátt í einhverjum viðræðum við WOW air. Ekki hafa fengist upplýsingar frá hinum bönkunum að svo komnu máli. Í morgun fullyrti svo Fréttablaðið að afar ólíklegt sé að bankarnir komi að fjármögnuninni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Samsæriskenningasmiðir byrjaðir að smíða
6
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­inga­smið­ir byrj­að­ir að smíða

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
„Ég hef að góðu að hverfa aftur“
8
Allt af létta

„Ég hef að góðu að hverfa aft­ur“

Guð­mund­ur Karl Brynj­ars­son, sókn­ar­prest­ur í Linda­kirkju, laut í lægra haldi í bisk­ups­kjöri sem fram fór síðaslið­inn þriðju­dag. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist Guð­mund­ur ganga sátt­ur frá borði. Bisk­ups­kjör­ið hafi ver­ið ánægju­leg og lær­dóms­rík reynsla sem hann sé þakk­lát­ur fyr­ir. Hann seg­ist nú snúa sér aft­ur að sókn­ar­starf­inu í Linda­kirkju. Þar bíði hans mörg verk­efni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
4
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
10
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár