Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Segir lágtekjuhópana eiga inni mun meira en 4 prósent launahækkun

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, seg­ir lág­tekju­fólk eiga marg­falt meiri launa­hækk­an­ir inni. Í skýrslu Gylfa Zoega seg­ir að ekki sé meira svig­rúm til launa­hækk­ana en 4 pró­sent eigi að við­halda stöð­ug­leika.

Segir lágtekjuhópana eiga inni mun meira en 4 prósent launahækkun
Eiga meira skilið Sólveig Anna Jónsdóttir aftekur að láglaunafólk sætti sig við litlar kjarabætur í nafni stöðugleika. Mynd: Heiða Helgadóttir

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hafnar því alfarið að lágtekjufólk í íslensku samfélagi eigi að sætta sig við aðeins fjögurra prósenta hækkun launa í komandi kjarasamningum. Í nýrri skýrslu hagfræðiprófessorsins Gylfa Zoega, sem hann vann fyrir forsætisráðuneytið, kemur fram að sé ætlunin að viðhalda stöðugleika við gerð kjarasamninga sé svigrúmið til launahækkana ekki nema fjögur prósent.

Sólveig Anna var gestur í Kastljósi gærkvöldsins þar sem rætt var um skýrslu Gylfa í samhengi við kjarasamningaviðræður á komandi vetri. Sólveig Anna sagðist að sumu leyti fagna því að í skýrslu Gylfa væri þó talað um að eitthvað svigrúm væri til launahækkana því málflutningur sumra í samfélaginu hefði verið á þeim nótum að ekkert svigrúm væri og fólk ætti að búa sig undir einhvers konar núprósenta samninga. „Ég lít náttúrulega svo á að lágtekjuhóparnir eigi inni miklu, miklu hærri hækkanir en það,“ sagði Sólveig.

Í skýrslu Gylfa er jafnframt nefnt að ríkisvaldinu væri unnt að gera ferkari áætlanir, í samráði við sveitarfélög, um að koma upp ódýru húsnæði fyrir lágtekjufólk og ungt fólk. Sú áhersla er að mati Sólveigar Önnu jákvæð „Það er einmitt nefnt í skýrslunni, eða eins og ég skil þetta, að það gangi ekki að við bíðum eftir því að markaðurinn leysi þetta heldur verði að grípa til markvissra aðgerða. Ef það gerist þá er það mjög góð byrjun.“

Ljóst er að slíkar hugmyndir í húsnæðismálum koma ekki til framkvæmda í einu vetfangi. Fréttamaður Kastljóss spurði Sólveigu Önnu hvort verkalýðshreyfingin væri tilbúin til að skrifa undir samninga um lágar launahækkanir, fjögur prósent eins og nefnt er í skýrslu Gylfa, án þess að hafa tryggingu fyrir að einhverjar slíkar áætlanir um húsnæðisuppbyggingu yrðu að veruleika og nefndi lagasetningu í þeim efnum. Sólveig Anna aftók slíkt með öllu. „Nei, ég held að það sé óhætt að segja að það mun ekki gerast.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
6
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
„Ég hef að góðu að hverfa aftur“
7
Allt af létta

„Ég hef að góðu að hverfa aft­ur“

Guð­mund­ur Karl Brynj­ars­son, sókn­ar­prest­ur í Linda­kirkju, laut í lægra haldi í bisk­ups­kjöri sem fram fór síðaslið­inn þriðju­dag. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist Guð­mund­ur ganga sátt­ur frá borði. Bisk­ups­kjör­ið hafi ver­ið ánægju­leg og lær­dóms­rík reynsla sem hann sé þakk­lát­ur fyr­ir. Hann seg­ist nú snúa sér aft­ur að sókn­ar­starf­inu í Linda­kirkju. Þar bíði hans mörg verk­efni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
4
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár