Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Hefði hún verið með hníf hefði hún mögulega stungið mig“

Sema Erla Ser­d­ar seg­ir Mar­gréti Frið­riks­dótt­ur hafa ráð­ist á sig vegna skoð­anna sinna. Sema seg­ir Mar­gréti hafi ver­ið í miklu ójafn­vægi, hót­að sér líf­láti og ráð­ist á sig. Það verði kært til lög­reglu.

„Hefði hún verið með hníf hefði hún mögulega stungið mig“
Semu brugðið Sema Erla spyr hvort við séum í alvöru komin á þann stað að eðlilegt þyki að berja fólk sem ekki hafi sömu lífsskoðanir og maður sjálfur. Mynd: hordur sveinsson

Sema Erla Serdar hyggst kæra Margréti Friðriksdóttur fyrir líkamsárás og líflátshótanir, auk þess sem hún hyggst kanna hvort grundvöllur sé fyrir að kæra Margréti fyrir hatursglæp. Sema á pantaðan fund hjá lögreglu næstkomandi mánudag í þessu skyni. Í samtali við Stundina segir Sema að henni hafi verið brugðið við árás Margrétar enda hafi hún augljóslega verið í miklu andlegu ójafnvægi. „Hefði hún verið með hníf hefði hún mögulega stungið mig“ segir Sema.

Sema birti í gær færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún lýsir því hvernig Margrét hefði hótað því í vitna viðurvist að verða henni að bana og hvernig Margrét hefði setið fyrir henni fyrir utan bar á Grensásvegi.

„Ég var varla komin út úr bílnum þegar Margrét réðst að mér með svívirðingum sem ekki er hægt að hafa eftir,“ segir Sema og lýsir því hvernig Margrét hafi verið mjög ögrandi í orðfæri og framkomu. Vinur Margrétar hafi reynt að stilla hana og haldið henni frá Semu en Margrét hafi náð að slíta sig lausa og hafi kýlt í öxlina á Semu. „Ég sé augnaráðið ennþá fyrir mér, það var eitur í augunum á henni. Hefði hún verið með hníf hefði hún mögulega stungið mig, ég sá það bara á henni. Ég veit ekki hvort þetta endurtekur sig eða ekki svo auðvitað verð ég að fara til lögreglunnar og kæra þetta. Hvað gerist næst, mætir hún næst í vinnuna hjá mér eða kemur hún heim til mín? Hún ítrekað tilkynnti að hún ætlaði að drepa mig, bæði við aðra og hún æpti þetta á mig.“

Sema segir fullkomlega ljóst í sínum huga að Margrét hafi ráðist á sig vegna skoðana sinna. Sema er einn stofnandi Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, og hefur árum saman talað fyrir réttindum flóttafólks og gegn mannréttindabrotum, meðal annars Ísraela gegn Palestínumönnum. Margrét hefur hins vegar talað á mjög gagnrýnan hátt um hælisleitendur og innflytjendur á Íslandi og hefur til að mynda ítrekað lýst yfir andúð sinni á múslimum. Sema segir að hún skilji ekki hvað Margréti gangi til, hún þekki hana ekkert og hafi ekki átt samskipti við hana frá því að þær voru báðar í sama útvarpsþættinum árið 2016. „Ástæðan er sú að hún fyrirlítur mig og það sem ég stend fyrir. Hún er að ráðast á mig vegna þess hver ég er, það er ljóst. Hún hefur ítrekað kallað mig gyðingahatara og öðrum nöfnum á netinu. Ég mun benda á þetta þegar ég legg fram kæruna. Erum við í alvöru komin á þennan stað, á að berja fólk sem ekki hefur sömu lífsskoðanir? Það er ofboðslega hættuleg þróun.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
8
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
10
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár