Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Pia segir Pírata illa upp alda og ummæli þingmanna fáránleg og til skammar

Pia Kjærs­ga­ard, for­seti danska þings­ins, seg­ir Pírata vera illa upp alda í sam­tali við TV 2 í Dan­mörku. Þá seg­ir hún um­mæli þing­manna á borð við Helgu Völu Helga­dótt­ur vera fá­rán­leg og til skamm­ar.

Pia segir Pírata illa upp alda og ummæli þingmanna fáránleg og til skammar
Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins. Mynd: AFP

Í samtali við fréttastofu TV 2 í Danmörku segir Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins og fyrrverandi formaður Danska þjóðarflokksins, ummæli þingmanna á borð við Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, vera fáránleg og til skammar. Hún segir Pírata jafnframt vera illa upp alda.

Pia er einnig til viðtals á danska fjölmiðlinum Politiken. Þar segir hún Pírata vera flokk sem skipti engu máli en hún hafi orðið fyrir vonbrigðum með íslenska sósíaldemókrata.

TV 2 og aðrir danskir fjölmiðlar hafa vakið athygli á mótmælum íslenskra þingmanna við ávarpi og veru Piu á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum. 

Þegar greint var frá því að Pia myndi halda hátíðarræðu á fundinum brást almenningur og hluti þingmanna harkalega við. Þannig ákvað þingflokkur Pírata að sniðganga fundinn, Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, gekk af þingpallinum er Pia steig í pontu og margir þingmenn úr mismunandi stjórnmálaflokkum sýndu óánægju sína í verki með því að bera límmiða til höfuðs rasisma. Á miðunum var áletrað „Nej til racisme“ eða “Nei við kynþáttahyggju“.

„Það hljóta að vera kynþroskavandamál hjá Pírötum og íslenskir sósíaldemókratar geta augljóslega ekki staðið í eigin fætur,“ segir Pia við Politiken. Hún segist jafnframt aldrei í starfi sínu hafa sem þingforseti Danmerkur mætt sniðgöngu frá lýðræðiskjörnum fulltrúum.

Pia segist ekki hafa tekið eftir mótmælum alþingismannanna í samtali við TV 2. „Það er rétt að Píratar vildu ekki taka þátt í fundinum, en ég get ekkert gert í því að þeir sem eru illa upp aldir og skilja ekki að þegar maður býður forseta danska þingsins en ekki mér persónulega, að þá felst í því engin niðurlæging gagnvart mér.

„Það voru engin vandræði þegar ég hélt ræðuna. Þá ríkti góð ró og regla. Það var góð stemning. Þá fann ég ekki fyrir neinum mótmælum þegar ég kom né neinu þegar ég fór. Það hefur eitthvað farið fram á samfélagsmiðlum án þess að ég hafi orðið vör við það,“ segir Pia.

Helga Vala Helgasóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.

Helga Vala var einnig til samtals á TV 2. Þar sagði hún að mótmælunum hefði ekki verið beint að danska þinginu, þjóðinni eða stjórnvöldum þar, heldur Piu sérstaklega, og stefnu henni og skoðunum í málefnum innflytjenda.

„Að mínu mati, breytir núverandi staða hennar engu um hvað hún hefur sagt eða gert gagnvart hópi fólks sem ekki getur varið sig,“ segir Helga jafnframt.

Pia segir þennan málflutning Helgu vera fáránlegan. „Þau hafa það auðvelt hér á Íslandi, en þau eru augljóslega algerlega ómeðvituð um hvað er að eiga sér stað í heiminum og hvernig þeirra flokkur hagar sér í Danmörku [innskot blaðamanns: hér vísar Pia líklega til Sósíaldemókrataflokksins í Danmörku] . Málflutningur þeirra er fáránlegur og til skammar. Ekki gagnvart mér persónulega heldur gagnvart Danmörku,“ segir Pia.

 
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
6
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
7
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“
Domino's-þjóðin Íslendingar
9
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár