Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Banka­­maður og sýslu­­manns­full­­trúi fengu ör­yrkja til að semja frá sér réttindi á fjarstæðukenndum forsendum

Sýslu­mað­ur­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu heim­il­ar ekki for­eldr­um að hafa lög­menn við­stadda í sátta­með­ferð nema báð­ir að­il­ar sam­þykki slíkt. Lög­manna­fé­lag­ið ákvað að kalla eft­ir skýr­ing­um frá sýslu­manni vegna þessa verklags.

Banka­­maður og sýslu­­manns­full­­trúi fengu ör­yrkja til að semja frá sér réttindi á fjarstæðukenndum forsendum
Andlit embættisins Þórólfur Halldórsson sýslumaður hefur lýst því hvernig málsmeðferð í fjölskyldumálum er afrakstur samvinnu starfsmanna og sagst hreykinn af sínu starfsfólki og bera fullt traust til þess. Mynd: Skjáskot af RÚV

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu heimilar ekki foreldrum að hafa lögmenn viðstadda í lögbundinni sáttameðferð hjá embættinu nema báðir aðilar samþykki slíkt. Dæmi eru um að sýslumannsfulltrúi vísi lögmanni á dyr ef slíkt samþykki fæst ekki hjá hinu foreldrinu. 

Lögmannafélag Íslands ákvað nýlega að óska eftir skýringum frá sýslumannsembættinu á þessu verklagi. Tilefnið er erindi sem barst frá lögmanni þann 16. maí síðastliðinn, en þar er greint frá því hvernig lögmaðurinn hefur í störfum sínum orðið vitni að því að verklagið leiði til alvarlegs réttindamissis fyrir skjólstæðinga sína; þeir hafi hreinlega samið frá sér mikilvæg réttindi á sáttafundum hjá sýslumanni án þess að átta sig á því og án þess að þeim væri gerð skýr grein fyrir því. 

Öryrki án lögmanns samdi frá sér réttindi

Hún tekur dæmi af starfsmanni í banka sem er sagður hafa fengið sínu framgengt gagnvart barnsmóður í veikri stöðu. Konan hafi undirgengist samning um lögheimilisbreytingu á sérkennilegum forsendum á fundi með manninum og sýslumannsfulltrúa. Atburðarásinni er lýst með eftirfarandi hætti í erindinu til Lögmannafélagsins:

Nýlegt dæmi um þetta var sáttafundur milli foreldra sem lauk með því að skjólstæðingur minn, í þessu tilviki móðir, undirritaði samning um breytingu á lögheimili barns þar sem lögheimili var fært til föður. Á sama tíma stóðu aðilar í umgengnisdeilu þar sem skjólstæðingur minn hafði ekki fengið að hitta dóttur sína svo mánuðum skipti, en hún hafði flutt til föður. Sýslumannsfulltrúinn ásamt föður beitti móður þrýstingi til að samþykkja lögheimilisbreytingu, með þeim fortölum að það myndi auka líkurnar á að móðir fengi að hitta dóttur sína á ný. 

Í samningnum kemur fram sú meginforsenda móður fyrir samningagerðinni að faðir myndi ekki innheimta meðlag á hendur móður. Með miklum semingi og eingöngu í þeim tilgangi að auka líkur á að fá að hitta dóttur sína undirritaði umbj. minn samninginn. Skemmst er frá því að segja að á þessum tíma var móðir öryrki með u.þ.b. 200.000 kr. mánaðartekjur á meðan faður var í góðri stöðu hjá banka með 1.200.000 kr. mánaðarlaun. 

Viku eftir að samningur þessi var gerður hjá sýslumanni fór faðir til Tryggingastofnunar og innheimti meðlag úr hendi móður. Enda eru greiðslur meðlags lögbundnar og ekki hægt að semja sig frá slíku. Móðir, sem áður hafði notið réttar til tvöfalds meðlags með dóttur sinni úr hendi föður, missti meðlagið, missti barnabætur og önnur réttindi sem eru bundin við lögheimilisforeldri. Þá hafði samningurinn engin áhrif á þær umgengnistálmanir sem voru fyrir hendi. 

Þarna var skjólstæðingur minn beittur órétti og gerður samningur sem var ólögmætur að efni til. Að hugsuðu máli tel ég mér skylt að gera lögmannafélaginu viðvart því þetta virðist ekki vera einstakur atburður.

Sýslumaður telur sig óbundinn
af stjórnsýslulögum í sáttameðferð

Eins og Stundin greindi frá þann 12. júní síðastliðinn telur sýslumaður sig ekki bundinn af stjórnsýslulögum við framkvæmd sáttameðferðar í fjölskyldumálum. Þetta er afstaða embættisins þrátt fyrir að slík sáttameðferð sé lögbundið ferli og skyldubundið hlutverk sýslumanns samkvæmt barnalögum. 

Í 71. gr. barnalaga, í kafla um meðferð og úrlausn stjórnvalda á málum samkvæmt lögunum, segir orðrétt: Að því leyti sem ekki er kveðið á um annað í lögum þessum fer um meðferð máls samkvæmt stjórnsýslulögum. Þótt ekki sé tekið fram í 33. gr. um sáttameðferð að slík mál séu undanþegin gildissviði stjórnsýslulaga telur sýslumaður að svo sé.

Umboðsmaður Alþingis sendi dómsmálaráðherra nýlega fyrirspurnarbréf vegna málsins og spurði hvort ráðuneytið ætlaði að „grípa til einhverra viðbragða gagnvart sýslumanni“. Var Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra beðin um að svara bréfinu eigi síðar en 20. júní en hún óskaði eftir fresti til 16. ágúst. 

Vísaði lögmanni á dyr með vísan til óskráðra reglna

Í áðurnefndu erindi lögmanns til Lögmannafélagsins er einnig vísað til annars máls en því sem nefnt var í upphafi. Fram kemur að þann 16. maí síðastliðinn hafi lögmaðurinn mætt á sáttafund ásamt skjólstæðingi sem var haldinn vegna beiðni um breytingu á forsjá.

Þegar gagnaðili samþykkti ekki að undirrituð væri viðstödd reyndi fulltrúi sýslumanns að vísa mér út af fundinum. Vegna fyrri reynslu neitaði ég að víkja af fundinum og óskaði eftir rökstuðningi sýslumanns fyrir því, að hann teldi sér heimilt að svipta umbj. minn rétti til að njóta liðsinnis lögmanns við umræddar samningaviðræður. 

Svör sýslumannsins, eftir að yfirmaður fjölskyldudeildar var kallaður til, voru þau að um ,,vinnureglur“ væri að ræða hjá embættinu. Þegar undirrituð óskaði eftir því að fá afrit af umræddum ,,vinnureglum“ og rökstuðning fyrir því á hvaða lagagrundvelli slíkar reglur væru settar, var því svarað með hroka og skætingi. Reglur um þetta eru hvorki að finna í lögum né í reglum innanríkisráðuneytisins um ráðgjöf og sáttameðferð skv. 33. gr. a., frá 14. febrúar 2013. Afleiðing þessa varð sú að enginn sáttafundur fór fram.

Lögmaðurinn kallar eftir því að Lögmannafélagið beiti sér og tryggi að réttarspjöll af þessu tagi eigi sér ekki stað og fólk fái að njóta lögmannsaðstoðar í sáttameðferð hjá sýslumanni. Hún telur ótækt að opinbert embætti, sem fer með opinbert vald til að taka ákvarðanir sem varða réttindi og skyldur manna, leyfi sér að svipta aðila máls rétti til að njóta aðstoðar lögmanns. „Kemur slíkt hreinlega í veg fyrir að lögmenn fái að rækta lagalegar, siðferðislegar og faglegar skyldur sínar gagnvart skjólstæðingum, sbr. 1. og 8. gr. siðareglna lögmanna.“ Erindið var tekið fyrir á stjórnarfundi Lögmannafélagsins sem ákvað að óska eftir skýringum frá sýslumanni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnsýsla

Umboðsmaður taldi forræðið liggja hjá stjórnvaldinu en ekki ríkislögmanni
FréttirStjórnsýsla

Um­boðs­mað­ur taldi for­ræð­ið liggja hjá stjórn­vald­inu en ekki rík­is­lög­manni

Ákvörð­un­ar­vald um hvort bóta­skylda sé við­ur­kennd ligg­ur hjá því stjórn­valdi sem bóta­kröfu er beint að og stjórn­völd hafa for­ræði á kröfu­gerð, rök­semd­um og ágrein­ings­at­rið­um þeg­ar mál fara fyr­ir dóm­stóla. Þetta er af­staða um­boðs­manns Al­þing­is sam­kvæmt ábend­inga­bréfi sem hann sendi heil­brigð­is­ráð­herra ár­ið 2014, en for­sæt­is­ráðu­neyt­ið gaf út yf­ir­lýs­ingu á föstu­dag þar sem fram kom að rík­is­lög­mað­ur hefði „al­mennt for­ræði á kröfu­gerð og fram­setn­ingu henn­ar“.

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Þórður Snær Júlíusson
3
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Grátrana sást á Vestfjörðum
4
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.
Ójöfnuður kemur okkur öllum við
10
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
8
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
10
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár