Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Hæstiréttur: Adolf ekki lagður í einelti

Hæstirétt­ur sýkn­aði RÚV af kröfu Ad­olfs um bæt­ur vegna einelt­is og ólög­mætr­ar upp­sagn­ar. Áð­ur hafði Hér­aðs­dóm­ur Reykja­vík­ur sak­fellt RÚV og dæmt til að greiða Ad­olfi 2,2 millj­ón­ir króna í bæt­ur.

Hæstiréttur: Adolf ekki lagður í einelti
Adolf Ingi Erlingsson. Starfaði sem íþróttafréttamaður á RÚV þangað til að honum var sagt upp í nóvember 2013. Hæstiréttur sýknaði RÚV af skaða- og miskabótum kröfum fyrr í dag. Mynd: Radio Iceland

Hæstiréttur sýknaði RÚV í dag í skaðabótamáli Adolfs Inga Erlingssonar, fyrrverandi íþróttafréttamans RÚV, vegna ólögmætrar uppsagnar og eineltis á vinnustað. Héraðsdómur hafði áður dæmt RÚV til að greiða Adolf Inga 2,2 milljónir króna í skaðabætur.

Adolf fór fram á rúmar 10 milljónir króna í bætur með máli sem höfðað var í febrúar 2016. Hann hafði starfað fyrir RÚV frá árinu 1991 þangað til að honum var sagt upp störfum þann 27. nóvember 2013.  Í kjölfar Evrópumótsins í handknattleik 2010 tilkynnti Kristín Hálfdánardóttir, íþróttastjóri RÚV, að breytingar yrðu á verkefnum Adolfs. Með þeim var hann að miklu leyti tekinn úr reglulegum verkefnum í sjónvarpi, svo sem dagskrárgerð og lýsingu á kappleikjum en þess í staðinn var honum falið að skrifa fréttir á vefsíðu RÚV. Þá var Adolf færður frá öðrum íþróttafréttamönnum á starfsstöð veffréttamanna. Kristín var ráðin í starf íþróttastjóra eftir stuttan feril í íþróttafréttadeildinni en hún hafði áður starfað í bókhaldsdeild RÚV.

Taldi sig niðurlægðan með breytingunum

Í kjölfar þess kvartaði Adolf undan einelti en honum fannst að með breytingunum væri verið að setja hann til hliðar og niðurlægja með því að útiloka hann frá verkum sem hann hafði sinnt lengi. Fundaði mannauðsstjóri RÚV með Adolfi og Kristínu, fyrst hvoru í sínu lagi en síðan saman.

Niðurstaða fundarins var að þau þyrftu bæði að leggja sitt af mörkum til að bæta samstarfið og samskiptin. Þá taldi mannauðsstjórinn að Adolf gætti bætt úr samstarfs- og samskiptaörðugleikum milli hans og starfsmanna, stundvísi og vinnubrögð við vinnslu og lýsingu íþróttafrétta.

Í kjölfarið var gert munnlegt samkomulag við Adolf um að hann myndi halda vaktaálagsgreiðslum þrátt fyrir að hið nýja starfsfyrirkomulag hans innihéldi ekki slíkar vaktir. Adolf hélt því fram að þær greiðslur hefðu fallið niður af óútskýrðum ástæðum en Kristín taldi hið munnlega samkomulag aðeins hafa átt að ná til verkefna í sjónvarpi á meðan hann sinnti þeirri starfsskyldu.

Þá sagði Adolf sig hafa þurft að bera harm sinn í hljóði vegna eineltis Kristínar því hann óttaðist um starfsöryggi sitt. Vanlíðan hans hefði fljótlega farið að bitna á fjölskyldulífi hans og hann hefði þurft að leita sér fagaðstoðar af því tilefni.

Ósamræmi í vitnisburði starfsmanna RÚV

Í nóvember 2013 voru kynntar aðhaldsaðgerðir sem grípa þyrfti til í því skyni að bæta rekstur RÚV. Nokkrum dögum síðar var Adolf einn margra sem sagt var upp störfum.

Fyrir héraðsdómi sagði Kristín að hún gæti ekki lagt mat á með hvaða hætti yrði ákveðið hverjum skyldi sagt upp í hópuppsögninni þar sem hún hefði ekki komið að ákvörðuninni um að Adolf Ingi væri meðal þeirra sem sagt var upp með neinum hætti. Óðinn Jónsson, þáverandi fréttastjóri RÚV, sagði hins vegar að byggt hefði verið á mati næstu yfirmanna og í tilviki Adolfs hefði það byggst á mati Kristínar og Einars Örns Jónssonar, varaíþróttastjóra RÚV.

Adolf byggði skaðabótakröfu sína á því að RÚV bæri fébótaábyrgð vegna saknæmrar háttsemi og aðgerðarleysi starfsmanna vegna eineltis, ítrekaðra meingerða og ólögmætrar uppsagnar.

Niðurstöðu héraðsdóms snúið við

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að hvorki tilhögun lýsinga íþróttakappleikja né breytingar á starfstilhögun Adolfs gætu hafa falið í sér einelti. Þá taldi dómurinn að þó ekki hefði verið staðið við samkomulag um óbreytt launakjör Adolfs gæti það heldur ekki falið í sér einelti, enda hefðu málefnaleg sjónarmið getað búið þeim að baki.

Héraðsdómur taldi að aðgerðarleysi RÚV um að kanna hvort fótur væri fyrir ávirðingum Kristínar í hans garð hafi verið til þess fallin að gera lítið úr honum og teldist til eineltis. Hæstiréttur hafnaði þessi og taldi að ágallar á meðferð kvörtunar Adolfs um einelti gæti ekki eitt og sér falið í sér einelti.

Héraðsdómur hafði einnig komist að þeirri niðurstöðu að framganga starfsmanna RÚV gagnvart Adolf, sem starfað hafði hjá RÚV í rúma tvo áratugi, hefði falið í sér ólögmæta meingerð gegn æru og persónu hans og ætti hann því rétt á miskabótum. Hæstiréttur hafnaði þessu taldi að þeir ágallar sem hefðu verið á eineltismáli Adolfs yrðu ekki taldir svo alvarlegir eða þess eðlis að miskabótaábyrgð yrði felld á RÚV vegna þeirra.

Loks var niðurstaða dómsins sú að málefnalegar ástæður hefðu legið að baki uppsögn Adolfs. Óumdeilt væri að honum hefði verið sagt upp vegna aðhaldsaðgerða í rekstri RÚV og hefði uppsögnin verið liður í hópuppsögn af því tilefni. Aftur snéri Hæstiréttur við niðurstöðu héraðsdóms en í dómi héraðsdóms var talið að uppsögnin væri ólögmæt vegna þess að málefnalegar ástæður hefðu ekki legið að baki uppsögn Adolfs og ætti hann því rétt til skaðabóta.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

RÚV

Útvarpsstjóri mótmælti mögulegum 388 milljóna niðurskurði hjá RÚV
FréttirRÚV

Út­varps­stjóri mót­mælti mögu­leg­um 388 millj­óna nið­ur­skurði hjá RÚV

Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri brást illa við mögu­leg­um nið­ur­skurði hjá Rík­is­út­varp­inu á fjár­lög­um fyr­ir næsta ár. Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Vil­hjálm­ur Árna­son, vildi taka fé af RÚV og styrkja N4 og var þetta rætt inn­an fjár­laga­nefnd­ar. Stefán vill ekki ræða sam­töl sín við Lilju Al­freðs­dótt­ur ráð­herra en seg­ist standa vörð um RÚV á hverj­um degi.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
2
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Á vettvangi“ er vinsælasta hlaðvarp landsins
10
FréttirÁ vettvangi

„Á vett­vangi“ er vin­sæl­asta hlað­varp lands­ins

Fyrsti þátt­ur­inn í nýrri hlað­varps­þáttar­öð sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son hef­ur unn­ið í sam­starfi við Heim­ild­ina náði því að verða mest áhlustaða ís­lenska hlað­varp lands­ins í lið­inni viku. Í þátt­un­um fylg­ir Jó­hann­es kyn­ferð­is­brota­deild lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eft­ir í um tveggja mán­aða skeið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
6
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár