Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Mæla með nýrri flugstöð á BSÍ reit

Verk­efna­hóp­ur ráð­herra legg­ur til að rík­ið taki þátt í hug­mynda­sam­keppni borg­ar­inn­ar um BSÍ reit. Hóp­ur­inn tel­ur að sam­göngu­mið­stöð þar nýt­ist þrátt fyr­ir að flug­völl­ur­inn fari úr Vatns­mýr­inni.

Mæla með nýrri flugstöð á BSÍ reit
Reykjavíkurflugvöllur Deilt hefur verið um staðsetningu flugvallarins í áratugi.

Verkefnahópur samgönguráðherra leggur til að ný flugstöð við Reykjavíkurflugvöll rísi á BSÍ reit. Hún verði hluti af samgöngumiðstöð sem nýtist þrátt fyrir að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni og kosti tæpa 2,8 milljarða í framkvæmd.

Hópurinn var skipaður af Jóni Gunnarssyni, fyrrverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og skilaði hann tillögum í dag. Hópurinn nefndi tvo aðra möguleika fyrir nýja flugstöð. Annars vegar nýbyggingu við Hótel Natura og hins vegar nýbyggingu norðaustan við núverandi flugstöð. Voru báðir möguleikarnir taldir dýrari og óhentugri en samgöngumiðstöð á BSÍ reit.

SamgöngumiðstöðSamgöngumiðstöð á BSÍ reit yrði tengd með undirgöngum undir Miklubraut.

Undirgöng tengi við flugvöll eða mögulega byggð í Vatnsmýri

Hópurinn taldi samlegð og hagræði nást af því að tengja flugið öllum almenningssamgöngum innan borgarinnar og við flugvöllinn í Keflavík. „Gera má ráð fyrir að tenging flugsins við almenningssamgöngur á þessum stað bjóði upp á ýmis tækifæri til að bæta rekstrargrundvöll flugrekenda,“ segir í skýrslu verkefnahópsins. „Gangi áætlanir eftir mun farþegafjöldi með flugi, almenningssamgöngum og ferðaþjónustu sem fer um samgöngumiðstöð á BSÍ reitnum verða a.m.k. 10 milljónir manns á ári.“

Í skýrslunni kemur fram að fulltrúar Reykjavíkurborgar hafi komið því á framfæri við ríkið að það geti gerst aðili að hugmyndasamkeppni um BSÍ reitinn sem fyrirhuguð er á næstunni. Tæki ríkið þátt gæti flugstöð orðið hluti af samkeppni um fyrirhugaða samgöngumiðstöð. „Þá er kostur við þessa leið að öll fjárfesting nýtist áfram þótt flugvöllurinn fari, ekki þarf að byggja með hliðsjón af mögulegum flutningi flugstöðvarinnar eins og reiknað var með í hinum kostunum tveimur sem skoðaðir voru,“ segir í skýrslunni. „Sömuleiðis nýtast undirgöng undir Miklubraut áfram við að tengja flugvallarsvæðið við samgöngumiðstöðina, Landsspítalareitinn og miðbæ Reykjavíkur.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flugvallarmál

Mest lesið

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Brosir gegnum sárin
4
ViðtalHlaupablaðið 2024

Bros­ir gegn­um sár­in

Andrea Kol­beins­dótt­ir, marg­fald­ur Ís­lands­meist­ari í hlaup­um, ger­ir hlé á lækn­is­fræði til að reyna að verða at­vinnu­hlaup­ari. Hún deil­ir lær­dómi sín­um eft­ir hindr­an­ir og sigra síð­ustu ára. Fjöl­skyldu­með­lim­ir hafa áhyggj­ur af hlaup­un­um, en sjálf ætl­ar hún að læra meira á manns­lík­amann til að bæta sig og hjálpa öðr­um. Hlaup­in snú­ast um sig­ur hug­ans og stund­um bros­ir hún til að plata heil­ann.
Vill að NATO greiði fyrir nýjan flugvöll
7
Fréttir

Vill að NATO greiði fyr­ir nýj­an flug­völl

Ei­rík­ur Ingi Jó­hanns­son for­setafram­bjóð­andi tel­ur að að­ild Ís­lands að Norð­ur-Atlants­hafs­banda­lag­inu (NATO), sem sam­þykkt var á Al­þingi ár­ið 1949, hefði átt að vera sett í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Í nýj­asta þætti Pressu sagði Ei­rík­ur að Ís­land ætti ekki að leggja til fjár­muni í varn­ar­banda­lag­ið. Þvert á móti ætti NATO, að hans mati, að fjár­magna upp­bygg­ingu á mik­il­væg­um inn­við­um hér á landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
7
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár