Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sýslumannsfulltrúi sakaði málsaðila um lygi á Facebook

„Þá verð­ur lygi ekki stað­reynd þó henni sé ít­rek­að hald­ið fram,“ sagði María Júlía Rún­ars­dótt­ir í at­huga­semd á Face­book sem beint var að konu sem María hafði nokkr­um mán­uð­um áð­ur sak­að um „til­hæfu­laus­ar ásak­an­ir“ í um­gengn­is­úrskurði.

Sýslumannsfulltrúi sakaði málsaðila um lygi á Facebook
Maríu Júlía Rúnarsdóttir, sem nú starfar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, hefur látið mikið að sér kveða í opinberri umræðu um umgengnismál undanfarin ár og beitt sér af hörku fyrir því að umgengnistálmanir verði gerðar refsiverðar. Mynd: Af Facebook-síðu Framsóknarflokksins í Kópavogi

María Júlía Rúnarsdóttir sýslumannsfulltrúi fór niðrandi orðum um Sigrúnu Sif Jóelsdóttur á Facebook nokkrum mánuðum eftir að hafa kveðið upp úrskurð í umgengnisdeilu Sigrúnar og barnsföður hennar. Þá dró María upp villandi mynd af tengslum sínum við Félag um foreldrajafnrétti í tölvupósti til Sigrúnar þar sem hún sagðist „einu sinni, fyrir tæpum 10 árum“ hafa verið „beðin um að halda erindi á þeirra vegum“. Raunin er sú að nokkrum vikum áður hafði María haldið fyrirlestur á ráðstefnu á vegum félagsins. 

Fjallað er ítarlega um réttarframkvæmd í umgengnis- og dagsektarmálum og málsmeðferð Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í nýjasta tölublaði Stundarinnar. 

Tveir úrskurðanna sem Stundin fjallaði um voru kveðnir upp af Maríu Júlíu Rúnarsdóttur sýslumannsfulltrúa, en hún hefur beitt sér af hörku fyrir því að umgengnistálmanir verði gerðar refsiverðar og er jafnframt einhver ötulasti talsmaður kenningarinnar um svokallað „foreldrafirringarheilkenni“ á Íslandi. 

Í öðrum úrskurðinum kemst María Júlía að þeirri niðurstöðu að með því að greina frá áhyggjum af meintu ofbeldi barnsföður síns hafi Sigrún Sif Jóelsdóttir, móðir ungs drengs, brotið gegn skyldum sínum og skaðað drenginn. 

Sigrún Sif Jóelsdóttir er einn af viðmælendum Stundarinnar í ítarlegri umfjöllun um réttarframkvæmd sýslumanns í umgengnis- og dagsektarmálum.

Orðrétt segir meðal annars:  „Er það mat sýslumanns að móðir hafi í veigamiklum atriðum brotið skyldur sínar samkvæmt 46 barnalaga [sic] er hún hefur komið í veg fyrir að umgengni fari fram og með því að setja fram alvarlegar og tilhæfulausar ásakanir í garð föður.“ Á þessum grundvelli mælti María fyrir um aukna umgengni föðurins við barnið þótt faðirinn hefði ekki formlega gert kröfu um slíkt. 

Sigrún hefur kært úrskurðinn til dómsmálaráðuneytisins, enda telur hún sig ekki hafa fengið réttláta málsmeðferð og óttast að María hafi lagt kenningar um foreldrafirringarheilkenni til grundvallar niðurstöðu sinni fremur en fyrirmæli barnalaga.

Sigrún segir að tölvupóstssamskipti sín við Maríu Júlíu og framganga Maríu á Facebook hafi sannfært sig enn frekar um að hún hafi ekki notið sannmælis við meðferð málsins. 

Sagðist hafa haldið erindi „fyrir tæpum 10 árum“

Eftir að María Júlía kvað upp úrskurð í máli Sigrúnar og barnsföður hennar fyrir hönd sýslumannsembættisins í fyrra sendi Sigrún henni tölvupóst og bað hana um að gera „skýra grein fyrir augljósum hagsmunatengslum [s]ínum við félag sem kennir sig við foreldrajafnrétti (áður forsjárlausir feður)“. María svaraði: „Sæl, allur rökstuðningur kemur fram í úrskurðinum. Þá hef ég engin tengsl við umrætt félag en var einu sinni, fyrir tæpum 10 árum, beðin um að halda erindi á þeirra vegum“ og sendi Þórólfi Halldórssyni sýslumanni afrit af póstinum. Raunin er sú að aðeins nokkrum vikum áður hafði María haldið fyrirlestur á ráðstefnunni „Leyfi til að elska“ sem Félag um foreldrajafnrétti stóð að ásamt samtökunum Börnunum okkar. 

Í mars síðastliðnum spratt upp umræða á Facebook um orð sem konur höfðu látið falla í lokuðum umræðuhópi þar sem forsprakkar feðrahreyfinga voru bendlaðir við ofbeldi. Tjáði Sigrún Sif sig um barnsföður sinn í hópnum og var ummælunum dreift á Facebook til vitnis um illan ásetning kvennanna. „Í hópnum er FAKE aðgangur, Ragna Adelstein, sem notaður er til að koma á framfæri grófustu meiðyrðunum. Hugsandi fólk er fljótt að koma auga á að fólk sem þarf að koma fram undir fölsku flaggi hefur eitthvað óhreint í pokahorninu,“ skrifaði Heimir Hilmarsson, forsprakki Félags um foreldrajafnrétti. Þá nafngreindi hann Sigrúnu og skrifaði: „Vinkona FAKE aðgangsins Sigrún Sif Jóelsdóttir virðist frá mínu sjónarhorni vera siðferðislega á sama stað og manneskjan sem stendur á bak við FAKE aðganginn.“ María Júlía brást við með eftirfarandi athugasemd sem mátti skilja sem gagnrýni á Sigrúnu: „Manneskja sem felur sig á bakvið nettröll hefur ekki góðan málstað að verja.“

Sigrún gat ekki brugðist við orðum Maríu í eigin persónu í ljósi þess að lokað var fyrir athugasemdir frá öðrum en vinum þess sem deilt hafði skjáskotinu. Sigrún lét hins vegar bera Maríu eftirfarandi skilaboð:

„Athugasemd frá Sigrun Sif Jóelsdóttir sem er nafngreind hér. „1. Ég er ekki falin á bakvið neitt nettröll athugið það. Ragna Adelstein er ekki málsvari minn eða fb vinur. 2. Ég stend við allt sem ég segi og hef skrifað á netið og get rakið það í sögu gagna meðal annars frá sýslumannsfulltrúanum Maríu Júlíu, þetta veit hún. En hún reyndar segir ekki alltaf satt hún María Júlía eins og gera má einnig grein fyrir með skýrum hætti en ég ætla ekki að gera hér. 3. Málstaðurinn sem ég hef að verja María Júlía er barnið mitt. Dæmi svo hver um sig hver er ósmekklegur í tali ég og barnið mitt sem þolandur ofbeldis eða sýslumannsfulltrúinn María Júlía Rúnarsdóttir sem greinir mæður barna sem greina frá ofbeldi og kynferðisofbeldi feðra sem foreldrafirrtar tálmunarmæður eftir falskenningum sem hefur verið úthýst úr dómarasamfélögum vestanhafs og greinagerð 5.1.6 með barnalögum varar sérstaklega við. Ég bendi einnig á að staðfest kynferðisbrot gagnvart börnum voru 209 árið 2013 og 106 árið 2016 og sitt sýnist hverjum um firringu feðraréttarhreyfinga og sýslumannsfulltrúa eða verndandi mæðra.“

María brást við með eftirfarandi hætti:

„Kæra Sigrún, þar sem þú virðist taka ofangreindri athugasemd minni persónulega þá vil ég að því sé haldið til haga að ég var ekki að halda því fram að þú værir á bakvið nettröllið Rögnu Adelstein. Þá verður lygi ekki staðreynd þó henni sé ítrekað haldið fram.“ 

Kvartar til dómsmálaráðuneytisins

Sigrún Sif hefur kvartað til dómsmálaráðuneytisins vegna framgöngu Maríu Júlíu á opinberum vettvangi gagnvart sér. Í kvörtuninni segir hún Maríu fara með „róg um nafngreindan aðila á opinberum vettvangi sem er málsaðili að máli sem hún hefur haft til úrskurðar“. Þá er María gagnrýnd fyrir að „upphefja sinn persónulega málstað í umræðum á opinberum vettvangi þar sem birt eru skjáskot af athugasemdum málsaðila að málum sem hún hefur haft til úrskurðar“.

Bent er á að skjáskotin hafi verið tekin af lokuðum umræðuvettvangi sem er einvörðungu ætlaður þolendum ofbeldis og var lekið af nafnlausum aðila á opna spjallþræði á netinu.

„María Júlía gefur í skyn lygar í málstað mínum sem aðili að máli þar sem hún er ábyrg fyrir að gæta hlutleysis og hlutlægni, með því að ávarpa mig beint með nafni,“ segir Sigrún í kvörtun sinni sem hún sendi 26. mars síðastliðinn.

Stundin hafði samband við Maríu Júlíu, bauð henni að tjá sig um málið og spurði hvort henni þættu ummæli sín ekki óheppileg eftir á að hyggja. María vildi þó ekki láta hafa neitt eftir sér í ljósi stöðu sinnar hjá sýslumanni. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnsýsla

Umboðsmaður taldi forræðið liggja hjá stjórnvaldinu en ekki ríkislögmanni
FréttirStjórnsýsla

Um­boðs­mað­ur taldi for­ræð­ið liggja hjá stjórn­vald­inu en ekki rík­is­lög­manni

Ákvörð­un­ar­vald um hvort bóta­skylda sé við­ur­kennd ligg­ur hjá því stjórn­valdi sem bóta­kröfu er beint að og stjórn­völd hafa for­ræði á kröfu­gerð, rök­semd­um og ágrein­ings­at­rið­um þeg­ar mál fara fyr­ir dóm­stóla. Þetta er af­staða um­boðs­manns Al­þing­is sam­kvæmt ábend­inga­bréfi sem hann sendi heil­brigð­is­ráð­herra ár­ið 2014, en for­sæt­is­ráðu­neyt­ið gaf út yf­ir­lýs­ingu á föstu­dag þar sem fram kom að rík­is­lög­mað­ur hefði „al­mennt for­ræði á kröfu­gerð og fram­setn­ingu henn­ar“.

Mest lesið

Grátrana sást á Vestfjörðum
1
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.
Ójöfnuður kemur okkur öllum við
6
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“
Borgin sökuð um ráðríki og samráðsleysi gagnvart íbúum í Laugardal
9
Fréttir

Borg­in sök­uð um ráð­ríki og sam­ráðs­leysi gagn­vart íbú­um í Laug­ar­dal

Ákvörð­un Reykja­vík­ur­borg­ar um að falla frá áform­um um við­hald og upp­bygg­ingu á við­bygg­ing­um við grunn­skóla í Laug­ar­daln­um hef­ur vak­ið hörð við­brögð með­al margra sem koma að mál­inu sem saka borg­ar­yf­ir­völd um svik og sýnd­ar­mennsku. Nú til að reisa nýj­an skóla sem mun þjón­usta nem­end­ur á ung­linga­stigi frá skól­un­um þrem­ur.
Umhverfistofnun telur bæði ótímabundinn kvóta og veðsetningu hans umdeilanlegar breytingar
10
FréttirLaxeldi

Um­hverfi­stofn­un tel­ur bæði ótíma­bund­inn kvóta og veð­setn­ingu hans um­deil­an­leg­ar breyt­ing­ar

Rík­is­stofn­un­in Um­hverf­is­stofn­un ger­ir at­huga­semd­ir við tíma­lengd rekstr­ar­leyfa í sjókvía­eldi hér á landi. Nu þeg­ar hafa borist 54 um­sagn­ir við frum­varp­ið um lagar­eldi eft­ir að það var lagt fram á Al­þingi í lok apríl. Frum­varp­ið er af­ar um­deilt og hef­ur um­ræða um það ver­ið hluti af kosn­inga­bar­átt­unni til embætt­is for­seta Ís­lands.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
8
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
10
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár