Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Það sem ég hef lært af því að vera heyrnarlaus

Heið­dís Dögg Ei­ríks­dótt­ir er heyrn­ar­laus. Hún er hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, gift og móð­ir þriggja barna sem eru tví­tyngd og er formað­ur Fé­lags heyrn­ar­lausra. Hún seg­ist elska áskor­an­ir til að tak­ast á við.

Það sem ég hef lært af því að vera heyrnarlaus
Heiðdís Dögg Heyrnarleysið hefur veitt henni mörg tækifæri. Mynd: Heiða Helgadóttir

1. Að heyrnarleysi er ekki bara heyrnarleysi. Ég hef lært að heyrnarleysi á sér margar hliðar og enginn er eins. Heyrnarleysið er hluti af mér og hefur alltaf verið og ég myndi ekki vilja án þess vera. Heyrnarleysið skilgreinir mig ekki. Ég hef verið ósátt við heyrnarleysið eins og sumir eru kannski ósáttir við freknurnar, krullurnar, holdafarið eða annað. Ég hef þroskast og dafnað og afstaða mín til heyrnarleysisins hefur tekið mörgum breytingum eftir þroska, tíðaranda, aðstæðum og fleiru og breytist alltaf til betri vegar. Ég og heyrnarleysið mitt erum saman sem eitt í blíðu og stríðu og það er ekkert mál.

2. Að læra nýtt tungumál. Heyrnarleysið gaf mér nýtt stórkostlegt tungumál, íslenskt táknmál ásamt mörgum öðrum tungumálum á táknmáli. Ég tilheyri gríðarstóru samfélagi sem er samt lítið en ótrúlega sterkt og máttugt samfélag; táknmálssamfélag og menningarsamfélagið Döff. 

3. Að döff er töff. Döff er orðið sem ég lærði að við í samfélagi heyrnarlausra á Íslandi notum fyrir okkur sem erum heyrnarlaus/heyrnarskert og notum við íslenskt táknmál í okkar daglegu lífi til tjáningar og samskipta. 

4. Að í samfélagi döff alls staðar eru engin landamæri. Hvað á ég við með því? Jú, ég hef verið á göngu í Róm að spjalla við ferðafélaga minn og allt í einu kemur upp að okkur innfæddur döff Ítali sem kynnir sig og við erum farin að spjalla um allt og ekkert. Ég hef setið á kaffihúsi í París og séð þar fólk að tala saman á táknmáli og kynnt mig og við höldum enn sambandi í dag. Sumir sem þekkja lítið sem ekkert til döff líkja þessu við að ef rauðhærðir sjá annan rauðhærðan þá verði þeir strax vinir og finnst það skrýtið en þannig er þetta hjá okkur. 

5. Að í samfélagi heyrnarlausra úti um allan heim er tengslanetið stórt, haldin eru barnamót, unglingamót, æskulýðsmót, mót aldraðra, norræn menningarhátíð, íþróttamót og ólympíuleikar fyrir döff og pólítískir fundir þar sem heyrnarlausir hittast og leggja baráttu- og réttindamálin á borðið og finna lausnir. Ég vil líka nefna TEDex fyrir döff, listahátíðir og menningarhátíðir og margt, margt fleira sem ég hef ekki tölu á og hef ef til vill ekki kynnst enn. Ég hlakka til að stækka tenglsanetið mitt um ókomna tíð. 

6. Að mikil auðlind leynist í þessu samfélagi. Ég hef séð ótrúlegustu leiksýningar, tónleika, óperusöngva, ljóðaflutninga, kvikmyndir og margt fleira á táknmáli sem mig óraði ekki fyrir að væri til þegar ég steig mín fyrstu spor í táknmálssamfélaginu. 

„Það er jafnvægislist að tilheyra tveimur menningarheimum alla daga“

7. Að það er ekki öllum gefið að eiga samskipti við mig og mitt fólk. Ég hef þolinmæði, ég er stundum úrvinda á skilningsleysi fólks, ég hef umburðarlyndi til að gefa fólki tækifæri til að vinna með mér í samskiptum og á þá við fólk sem kann ekki tungumálið mitt, ég hef mætt fólki sem heldur uppi staðalímyndum af döff og þurft að rífa það niður ef ég er í stuði, ég hef verið kvíðin að vera ,,úti” í samfélagi þar sem fólk kann ekki tungumálið mitt, skilur ekki menninguna mína, er ekki opið fyrir því að mæta mér á miðri leið og ég hef verið í stuði að vera ,,úti” í samfélaginu til að tækla þetta fólk en stundum þarf ég að draga mig í skel. Skelin mín er fólkið sem talar tungumálið mitt, fólkið sem tilheyrir menningarsamfélagi mínu og ég hef stundum engan þrótt til að mæta á ættarmót því þá fara sumir í hlutverk ,,góðu frænkunnar” þar sem þau vilja allt fyrir mig gera því ég er með einhverja skerðingu í þeirra augum. Sumir furða sig á af hverju ég og vinir mínir vilja ef til vill velja frekar samkomur þar sem döff hittast, þar sem táknmálið er allsráðandi, heldur en að fara á ættarmót eða samkomur þar sem við erum í minnihluta. Það er jafnvægislist að tilheyra tveimur menningarheimum alla daga og börnin okkar hjónanna hafa hlotið þá list líka og það er magnað að fylgjast með því. 

8. Að heyrnarleysið hefur gefið mér mörg tækifæri en ég hef tekist á við verkefni sem margir jafnaldrar mínir hafa ekki tekist á við. Það að taka þátt á mótum, hvort sem er í íþróttum eða æskulýðsstarfi, hefur gefið mér forskot í þroska meðal annars í samskiptum við ólíka einstaklinga og að leysa flókin verkefni. Ég hef verið þátttakandi í Norðurlandaráði heyrnarlausra, verið fulltrúi Íslands á íþróttamótum, tekið þátt í fundum í Evrópuráðinu, hef undirbúið málþing og ráðstefnur á alþjóðlegum vettvangi og ég gæti haldið áfram að telja. 

9. Að forræðishyggjan er einn af verstum óvinum sem ég hef kynnst í tengslum við tungumálið mitt eða heyrnarleysið. Ég er ótrúlega lánsöm með fjölskyldu og vini, ekki er nógu oft gömul máltæki kveðin eins og við veljum ekki fjölskyldu en getum valið vini. Fjölskyldan mín hefur alltaf tekið mér eins og ég er, stutt mig, látið mig takast á við lífið á eigin forsendum, leyft mér að gera mistök, látið mig taka ábyrgð á gjörðum mínum, aldrei látið mér finnast ég vera með merkimiðann ,,heyrnarlaus”, hrósað mér þegar ég hef unnið fyrir því en ekki vegna þess að ég sé svona dUUUUGleg. Ég hef mætt fólki á lífsleiðinni sem hefur reynt að brjóta niður drauma mína eða draga úr væntingum mínum þegar ég var barn, unglingur og enn í dag en sem betur fer hefur bakland mitt og lífreynsla mín gert mig að þeirri manneskju sem ég er og ég veit best sjálf hvað ég get og hvað ekki. 

10. Að ég á ekki að þurfa að vera þakklát til að njóta menntunar og fá vinnu vegna þess að ég er heyrnarlaus. Stóra samfélagið hefur á einhvern hátt í gegnum tíðina af og til komið því til skila að ég eigi að vera þakklát fyrir að fá táknmálstúlka, þakklát fyrir að gera notið skólagöngunnar og þakklát fyrir að hafa vinnu en málið er að þetta eru mannréttindi, ekki forréttindi. Ég er ekkert heppin að fá túlk, en ég er heppin að hafa sloppið við bílslys, heppin að hafa ekki runnið í hálkunni og heppin að hafa náð fluginu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
3
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
6
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.
Bjarni segir þetta ár það sterkasta í íslenskri efnahagssögu
8
Fréttir

Bjarni seg­ir þetta ár það sterk­asta í ís­lenskri efna­hags­sögu

„Þetta er sterk­asta ár Ís­lands í efna­hags­sög­unni,“ full­yrti Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra og nú­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, á Al­þingi. Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur Við­reisn­ar, bað ráð­herra að „girða sig í brók“, skoða stóru mynd­ina og taka ut­an um alla hópa, ekki bara sína eig­in.
Grátrana sást á Vestfjörðum
9
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
5
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
8
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Brosir gegnum sárin
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Bros­ir gegn­um sár­in

Andrea Kol­beins­dótt­ir, marg­fald­ur Ís­lands­meist­ari í hlaup­um, ger­ir hlé á lækn­is­fræði til að reyna að verða at­vinnu­hlaup­ari. Hún deil­ir lær­dómi sín­um eft­ir hindr­an­ir og sigra síð­ustu ára. Fjöl­skyldu­með­lim­ir hafa áhyggj­ur af hlaup­un­um, en sjálf ætl­ar hún að læra meira á manns­lík­amann til að bæta sig og hjálpa öðr­um. Hlaup­in snú­ast um sig­ur hug­ans og stund­um bros­ir hún til að plata heil­ann.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
10
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár