Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Enn átök um lækkun kosningaaldurs – Þingmaður Miðflokksins vill vísa málinu frá

Berg­þór Óla­son vill vísa frum­varpi um lækk­un kosn­inga­ald­urs til rík­is­stjórn­ar. Seg­ir vanta tíma til und­ir­bún­ings þrátt fyr­ir að fyr­ir liggi breyt­inga­til­laga sem ger­ir ráð fyr­ir fjög­urra ára und­ir­bún­ingi.

Enn átök um lækkun kosningaaldurs – Þingmaður Miðflokksins vill vísa málinu frá
Vill vísa frumvarpinu til ríkisstjórnar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, vill vísa frumvarpi um lækkun kosningaaldurs við sveitarstjórnarkosningar frá Alþingi og til ríkisstjórnarinnar. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segist standa á gati varðandi hvað það eigi að fyrirtilla. Mynd: Miðflokkurinn

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hefur lagt fram frávísunartillögu á frumvarp til breytinga á lögum um kosningarétt til sveitarstjórna, sem felur í sér að kosningarétt í slíkum kosningum hafi þeir sem náð hafi 16 ára aldri og eigi lögheimili hér á landi. Röksemdir Bergþórs eru þær að málið sé umfangsmikið og að tími þurfi að gefast til að undirbúa málið nægilega og vill hann því að frumvarpinu verði vísað til ríkisstjórnar. Sú afstaða vekur athygli í ljósi þess að fyrir liggur breytingatilaga við málið frá Kolbeini Óttarssyni Proppé, þingmanni Vinstri grænna, sem gerir ráð fyrir að lögin taki gildi 1. júní næstkomandi, að afloknum sveitarstjórnarkosningum. Yrði sú breytingatillaga samþykkt væru fjögur ár þar til reyna myndi á lögin.

Breytingartillögur felldar í tvígang

Ferill málsins er orðinn all langur en það var lagt fram 16. desember síðastliðinn og hafði áður verið lagt fyrir Alþingi í tvígang án þess að hljóta afgreiðslu. Málið kom til umræðu 19. desember síðastliðinn og er nú í þriðju umræðu. Í millitíðinni hafa í tvígang verið felldar breytingatillögur um tímasetningu á gildistöku laganna, annars vegar frá Þorsteini Sæmundssyni, þingmanni Miðflokksins, sem vildi að gildistakan frestaðist til 1. janúar 2020, og hins vegar frá Líneik Önnu Sævarsdóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, sem vildi að gildistakan frestaðist til 1. janúar 2019. Þær tillögur voru sem fyrr segir báðar felldar 22. mars síðastliðinn.

Mjög hart var tekist á um málið í þinginu og andstaða við frumvarpið þvert á ríkisstjórnarlínur, enda þingmenn Sjálfstæðisflokksins andvígir því að frumvarpið yrði samþykkt, í það minnsta þannig að það tæki gildi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Við umræður um málið 23. mars síðastliðinn var enn á ný lögð til breytingartillaga við gildistöku laganna, nú lögð fram af Gunnari Braga Sveinssyni, þingflokksformanni Miðflokksins. Gunnar Bragi lagði til að lögin tækju gildi einum degi fyrr en samflokksmaður hans, Þorsteinn Sæmundsson, hafði lagt til, eða 31. desember 2019. Sem fyrr segir var tillaga Þorsteins felld en ekki hafa verið greidd atkvæði um tillögu Gunnars Braga.

Málþófi beitt

Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Flokks fólksins beittu málþófi í umræðum um málið 23. mars og lýsti fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstri grænna, þeirri skoðun sinni að málið myndi líklega ekki ná fram að ganga af þeim sökum, þrátt fyrir að hann teldi að meirihluti væri fyrir málinu í þinginu. Tæpast myndi gefast tími til að taka málið upp að nýju eftir páska og klára það fyrir kosningar.

„Ég verð bara að játa að ég stend nokkuð á gati gagnvart þessari tillögu“

Ný breytingartillaga kom fram í gær

Kolbeinn Óttarsson ProppéÞingmaðurinn segir að nægur tími gefist til að koma lagabreytingunni í framkvæmd, verði breytingartillaga um að hún taki gildi 1. júní næstkomandi samþykkt.

Nú er umræða um frumvarpið hins vegar komin á dagskrá og á að halda þriðju umræðu um málið áfram í dag. Þá ber það helst til tíðinda að í gær lagði Kolbeinn Óttarsson Proppé fram breytingartillögu sem gerir ráð fyrir að frumvarpið taki gildi 1. júní næstkomandi. Í samtali við Stundina segir Kolbeinn að hann hafi rætt við alla þá sem voru með á meirihlutaáliti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um málið og þeir hafi lýst sig fylgjandi breytingartillögunni. Of stuttur tími sé orðinn til að láta breytinguna taka gildi fyrir komandi kosningar en hins vegar sé ljóst að fjögur ár séu meira en nægur tími til þess undirbúnings sem til þurfi. Jafnframt telji hann að með þessu sé komið til móts við áhyggjur þeirra þingmanna sem höfðu lýst sig fylgjandi innihaldi frumvarpsins en höfðu lýst efasemdum um að nægur tími væri til stefnu svo það mætti taka gildi fyrir komandi kosningar. Þá sagðist Kolbeinn ekki vita betur en að meirihlutastuðningur væri við frumvarpið, með þessum breytingum, í þinginu.

Ekki mikill bragur á frávísunartillögunni

Spurður um afstöðu sína til þess að lögð hafi verið fram frávísunartillaga á frumvarpið undrast Kolbeinn það nokkuð. „Ég verð bara að játa að ég stend nokkuð á gati gagnvart þessari tillögu. Staðreynd málsins er sú að ekki bara liggur mín breytingartillaga fyrir heldur einnig breytingartillaga frá þingflokksformanni Miðflokksins, sem Bergþór Ólason er nú einmitt í, um að frumvarpið taki gildi en ekki fyrr en 31. desember 2019. Þannig að þeir eru ósammála, félagarnir í Miðflokknum. Ég get ekki séð að málið þurfi meiri undirbúning til að hljóta afgreiðslu hér á Alþingi, það er búið að mæta þeim sjónarmiðum að það þurfi meiri undirbúning þar til breytingin sjálf taki gildi og fjögur ár eru nú býsna drjúgur tími til þess. Mér finnst ekki mikill eða góður bragur á því að Alþingi geti ekki bara einfaldlega gengið til atkvæða um þetta mál heldur þurfi að vísa því til ríkisstjórnar. Ég er hissa á að sjá það frá þingmanni, og hvað þá þingmanni stjórnarandstöðunnar.“

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grátrana sást á Vestfjörðum
1
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.
Ójöfnuður kemur okkur öllum við
6
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
8
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
10
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár