Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Mögulegt að ráðherra hafi brotið gegn þingskapalögum

Ráð­herra skal að eig­in frum­kvæði leggja fram þær upp­lýs­ing­ar sem veru­lega þýð­ingu hafa við um­fjöll­un mála fyr­ir þing­inu. Á ábyrgð Al­þing­is að kom­ast að nið­ur­stöðu um hvort brot­ið hafi ver­ið gegn lög­un­um.

Mögulegt að ráðherra hafi brotið gegn þingskapalögum
Sinnti ekki frumkvæðisskyldu Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra upplýsti ekki um þá niðurstöðu velferðarráðuneytisins að Bragi Guðbrandsson hefði farið út fyrir valdsvið sitt á fundi með velferðarnefnd 28. febrúar síðastliðinn. Það kann að hafa verið brot á því ákvæði þingskaparlaga sem lýtur að frumkvæðisskyldu ráðherra til að láta í té gögn sem máli skipta við umfjöllun mála fyrir þinginu. Mynd: Heiða Helgadóttir

Þingmenn telja mögulegt að Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra hafi brotið lög með því að leggja ekki fram upplýsingar þess efnis að Bragi Guðbrandsson hefði farið út fyrir valdsvið sitt með afskiptum af barnaverndarmáli í Hafnarfirði. Jafnframt upplýsti Ásmundur Einar velferðarnefnd Alþingis ekki um að tilmælum um að halda sig innan síns valdssviðs í framtíðinni hefði verið beint til Braga.

Þingmenn sem Stundin hefur rætt við hafa velt því fyrir sér hvort að Ásmundur Einar hafi, með því að leggja ekki fram tilteknar upplýsingar um aðkomu Braga að barnaverndarmáli því sem Stundin fjallaði um í forsíðufrétt síðastliðinn föstudag, hugsanlega brotið gegn þingskapalögum. Þannig sagði Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar, í viðtali við Stundina síðastliðinn mánudag, eftir opinn fund nefndarinnar með Ásmundi Einari að hún teldi að ráðherra hefði ekki fært fram öll þau gögn sem lágu fyrir í málinu á fundi með velferðarnefnd 28. febrúar.

Frumkvæðisskylda á herðum ráðherra

Í 50. gr. þingskaparlaga segir að „við umfjöllun um þingmál, við sérstakar umræður, í svörum við fyrirspurnum þingmanna og í skýrslum, hvort sem er að eigin frumkvæði eða samkvæmt beiðni þingmanna, svo og við athugun mála að frumkvæði fastanefnda þingsins, skal ráðherra leggja fram þær upplýsingar sem hann hefur aðgang að og hafa verulega þýðingu fyrir mat þingsins á málinu.“ Hafa þingmenn sérstaklega bent á orðalagið „hvort sem er að eigin frumkvæði eða samkvæmt beiðni þingsins“ í þessum efnum.

Líkt og Stundin greindi frá á föstudag hafði Bragi afskipti af barnaverndarmáli í Hafnarfirði þar sem meint kynferðisbrot föður gegn dætrum sínum voru til skoðunar. Barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar kvartaði undan afskiptum Braga til velferðarráðuneytisins sem kannaði gildi þeirrar kvörtunar, sem og kvartana tveggja annarra barnaverndarnefnda á hendur Braga og starfsfólki Barnaverndarstofu. Niðurstaða þeirra könnunar var sú að Bragi hefði farið út fyrir valdsvið sitt sem forstjóri Barnaverndarstofu þegar hann hafði afskipti af umræddu máli. Kemur þetta fram í minnisblaði frá skrifstofu félagsþjónustu í velferðarráðuneytinu og jafnframt var í því minnisblaði lagt til að Braga yrðu send tilmæli um að halda sig innan síns valdsviðs eftirleiðis.

Greindi ekki frá því að Bragi hefði farið út fyrir valdsvið sitt

Ásmundur Einar var þýfgaður um málið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi 26. febrúar síðastliðinn. Í svörum sínum sagði Ásmundur Einar meðal annars: „niðurstaða könnunar ráðuneytisins er sú að forstjóri Barnaverndarstofu, eða Barnaverndarstofa, hafi ekki brotið af sér í starfi.“ Þá mætti Ásmundur Einar á fund velferðarnefndar 28. febrúar síðastliðinn vegna málsins. Þar greindi hann nefndarmönnum ekki frá því að niðurstaða könnunar ráðuneytisins hefði verið sú Bragi hefði farið út fyrir valdsvið sitt eða beina hefði átt tilmælum til Braga.

„Ráðherra situr í skjóli þingsins
þannig að þingmenn hafa öll ráð
til að láta hann sæta ábyrgð“

Ásmundur Einar viðurkenndi svo loks í Kastljósi Ríkisútvarpsins síðastliðið mánudagskvöld að niðurstaða rannsóknar ráðuneytisins hefði verið sú sem að framan greinir. Hann sagði jafnframt að tilmæli hefðu verið send út vegna málsins og hefðu þau verið í takt við minnisblöð sem samin hefðu verið í ráðuneytinu

 50. greinin kjarni málsins

Ragnhildur HelgadóttirForseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík segir að það sé Alþingis að meta hvort ráðherra hafi ekki uppfyllt frumkvæðisskyldu sína.

Stundin hafði samband við Ragnhildi Helgadóttur, forseta lagadeildar Háskólans í Reykjavík og sérfræðing í stjórnskipunar- og stjórnsýslurétti, og innti hana eftir því hvort hún teldi að Ásmundur Einar hefði brotið gegn þingskaparlögum með því að upplýsa ekki þingið um að niðurstaða könnunar ráðuneytisins hefði verið að Bragi hefði farið út fyrir valdsvið sitt, hvorki í óundirbúnum fyrirspurnartíma 26. febrúar eða á fundi velferðarnefndar 28. febrúar.

Ragnhildur segir að það hljóti að ráðast af því hvort niðurstaðan verði sú að þessar upplýsingar hefðu haft verulega þýðingu fyrir mat velferðarnefndar í málinu, eða þingsins.

„Ég get í sjálfu sér bara talað almennt um þetta, þar sem ég hef ekki frekar en aðrir séð þau gögn sem þarna liggja að baki. En þetta er hins vegar kjarni málsins, þetta ákvæði þingskaparlaga. Var þarna þagað yfir upplýsingum gagnvart þinginu sem ekki átti að þegja yfir? Sé það tilfellið, eða öllu heldur ef þingmenn komast að því að svo hafi verið, er síðan spurningin hvernig þingið bregðist við en þingið sjálft hefur verið mjög tregt til að láta brot sem þessi koma í hausinn á ráðherrum með öðrum hætti en opinberri umræðu.“

Nefndarmenn í velferðarnefnd hafa kallað eftir því að trúnaði yfir umræddum gögnum verði aflétt svo hægt verði að fjalla opinskátt um málið. Ragnhildur bendir hins vegar á að það sé í raun ekki nauðsynlegt til að þingmenn geti tekið afstöðu til þess hvort ráðherra hafi farið gegn lögum.

„Það má leggja trúnaðargögn fyrir þingið, og það hefur verið gert, og þingmenn hafa allt í hendi sér til að framfylgja þessu. Ráðherra situr í skjóli þingsins þannig að þingmenn hafa öll ráð til að láta hann sæta ábyrgð, verði niðurstaðan sú að hann hafi ekki lagt fram upplýsingar sem honum bar að leggja fram.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
4
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
7
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
9
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár