Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Formaður velferðarnefndar minnir ráðherra á að greina satt og rétt frá“

Ásmund­ur Ein­ar Daða­son fé­lags­mála­ráð­herra sagði að til­mæl­um hefði ver­ið beint til að­ila barna­vernd­ar­mála um að halda sig inn­an sinna sviða. Hall­dóra Mo­gensen, formað­ur vel­ferð­ar­nefnd­ar, áminnti ráð­herra um sann­sögli.

„Formaður velferðarnefndar minnir ráðherra á að greina satt og rétt frá“
Telur ráðherra ekki hafa lagt fram öll gögn Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis, telur að Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra hafi ekki látið nefndinni í té öll gögn sem fyrir lágu í máli Braga Guðbrandssonar þegar ráðherra mætti á fund nefndarinnar 28. febrúar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra viðurkenndi á fundi velferðanefndar í morgun að í kjölfar rannsóknar velferðarráðuneytisins á kvörtunum þriggja barnaverndarnefnda á hendur Braga Guðbrandssyni, þáverandi forstjóra Barnaverndarstofu, hefðu verið send tilmæli til aðila málsins um að þeir gættu þess að starfsmenn Barnaverndarstofu og barnaverndarnefnda færu ekki út fyrir sín svið í einstökum málum. Það gerðist þó ekki fyrr en eftir að Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar, brýndi fyrir Ásmundi Einari að greina satt og rétt frá.

Í viðtali við Stundina eftir fundinn sagði Halldóra að það væri enn hennar skoðun að ráðherra hefði ekki lagt fram mikilvæg gögn sem lágu fyrir í málinu á fundi nefndarinnar 28. febrúar síðastliðinn og að það væru óásættanleg vinnubrögð.

Ásmundur Einar mætti á opinn fund velferðarnefndar Alþingis nú í morgun og sat fyrir svörum um embættisfærslur sínar í máli Braga Guðbrandssonar en tilefni fundarins var forsíðuumfjöllun Stundarinnar frá því á föstudaginn. Þar var greint frá því að Bragi hefði, í samráði við föður málsaðila í barnaverndarmáli, beitt sér fyrir því að faðir, sem barnaverndarnefnd og meðferðaraðili óttuðust að hefði brotið kynferðislega gegn dætrum sínum, fengi að umgangast þær. Þá kom fram í umfjöllun Stundarinnar að aðstoðarmaður Ásmundar, lögfræðingur og skrifstofustjóri hefðu tekið við gögnum um málið, símtalslýsingu og tölvupóstssamskiptum sem Stundin birti í dag, fyrir hönd ráðherra á fundi þann 31. janúar 2018. Þannig hefði Ásmundi Einari mátt vera kunnugt um eðli afskipta Braga Guðbrandssonar af umræddu barnaverndarmáli áður en hann mætti á fund velferðarnefndar þann 28. febrúar en látið hjá líða að greina nefndarmönnum frá því sem hann vissi.

Svaraði ekki hvort tilmælum hefði verið beint til Braga sjálfs

Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis, yfirheyrði Ásmund Einar Daðason félagsmálaráðherra um málið á fundinum og gekk hart eftir því hvort ráðherra teldi þau afskipti sem Bragi hafði af því máli sem fjallað hefur verið um í Stundinni standast lög og skyldur Braga sem opinbers starfsmanns.

Ásmundur Einar svaraði því einu til að niðurstaða velferðarráðuneytisins hefði verið sú að Bragi hefði ekki brotið af sér í starf. Upptöku af spurningum Halldóru og svörum Ásmundar Einars má sjá hér að ofan og útskrift á samtalinu neðst í fréttinni.

Þá spurði Halldóra ítrekað að því hvort niðurstaða rannsóknar ráðuneytisins hefði orðið tilefni til þess að beina einhverjum tilmælum þaðan til Braga Guðbrandssonar.

Því svaraði Ásmundur Einar ekki fyrr en Halldóra hafði áminnt hann um að segja satt og rétt frá. Þá svaraði Ásmundur því til að tilmælum hefði verið beint til aðila máls að halda sig innan sinna verksviða í störfum. Hann svaraði því þó ekki beint hvort þar hefði verið um Braga sjálfan að ræða.

 „Svo þurfum við að skoða það hvort að við eigum að beita okkur fyrir því að tilnefning Braga verði dregin til baka.“

Segir vinnubrögð ráðherra óásættanleg

Stundin ræddi við Halldóru að loknum fundinum og sagði hún að hann hefði að einhverju leyti skýrt málið. „Það er ennþá mitt mat að ráðherra hafi ekki fært fram öll þau gögn sem lágu fyrir í málinu á fundinum 28. febrúar,“ sagði Halldóra.

Spurð hvort það séu þá að hennar mati óásættanleg vinnubrögð og að Ásmundur Einar ætti að víkja úr stóli ráðherra, svo sem Halldóra sagði í frétt Stundarinnar síðastliðinn föstudag, svaraði hún:

„Mér finnast það alla vega óásættanleg vinnubrögð. Ráðherra viðurkenndi það á fundinum að það er til minnisblað, og var minnisblað sem lá fyrir í ráðuneytinu sem niðurstaða ráðuneytisins byggði á. Það voru nákvæmlega þær upplýsingar sem við í nefndinni vorum að biðja um 28. febrúar. Mögulega báðum við rangt um þær upplýsingar, það er stundum sem svona einfaldir hlutir eru flæktir. Það þó átti að vera mjög skýrt að við vorum að biðja um gögn sem sýndu á hverju ráðuneytið byggði formlega niðurstöðu sína í þessu máli. Það var skilningur minn, og annarra nefndarmanna, á þessum fundi með ráðherra að þessi gögn væru hreinlega ekki til. Okkur fannst það mjög furðulegt og það var meðal annars ástæða þess að við sendum út þessa beiðni um upplýsingar frá ráðuneytinu, eftir fund með barnaverndarnefndunum sem í hlut áttu.“

Telur ekki hægt að bjóða Braga fram

Að mati Halldóru gengur ekki að Ísland bjóði Braga fram sem fulltrúa í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna eftir tíðindi síðustu daga. „Nei, það finnst mér engan veginn. Mér finnst ofsalega furðulegt að menn átti sig ekki á því. Þetta mál er algjörlega á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Að fara að bjóða fram aðila í þetta mikilvæga, alþjóðlega starf sem ekki ríkir traust á og er jafn umdeildur og Bragi er, það myndi mér finnast ótrúlega undarleg niðurstaða.“

Halldóra segist telja að velferðarnefnd og utanríkismálanefnd eigi báðar að taka málið upp en hún segist þó eiga eftir að taka þá umræðu með öðrum nefndarmönnum. Næstu skref séu að funda með Braga og reka á eftir því að leynd verði aflétt af gögnunum. „Svo þurfum við að skoða það hvort að við eigum að beita okkur fyrir því að tilnefning Braga verði dregin til baka.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grátrana sást á Vestfjörðum
1
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.
Ójöfnuður kemur okkur öllum við
6
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“
Borgin sökuð um ráðríki og samráðsleysi gagnvart íbúum í Laugardal
9
Fréttir

Borg­in sök­uð um ráð­ríki og sam­ráðs­leysi gagn­vart íbú­um í Laug­ar­dal

Ákvörð­un Reykja­vík­ur­borg­ar um að falla frá áform­um um við­hald og upp­bygg­ingu á við­bygg­ing­um við grunn­skóla í Laug­ar­daln­um hef­ur vak­ið hörð við­brögð með­al margra sem koma að mál­inu sem saka borg­ar­yf­ir­völd um svik og sýnd­ar­mennsku. Nú til að reisa nýj­an skóla sem mun þjón­usta nem­end­ur á ung­linga­stigi frá skól­un­um þrem­ur.
Umhverfistofnun telur bæði ótímabundinn kvóta og veðsetningu hans umdeilanlegar breytingar
10
FréttirLaxeldi

Um­hverfi­stofn­un tel­ur bæði ótíma­bund­inn kvóta og veð­setn­ingu hans um­deil­an­leg­ar breyt­ing­ar

Rík­is­stofn­un­in Um­hverf­is­stofn­un ger­ir at­huga­semd­ir við tíma­lengd rekstr­ar­leyfa í sjókvía­eldi hér á landi. Nu þeg­ar hafa borist 54 um­sagn­ir við frum­varp­ið um lagar­eldi eft­ir að það var lagt fram á Al­þingi í lok apríl. Frum­varp­ið er af­ar um­deilt og hef­ur um­ræða um það ver­ið hluti af kosn­inga­bar­átt­unni til embætt­is for­seta Ís­lands.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
8
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
10
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár