Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sigríður Andersen telur Pírata grafa undan dómskerfinu

„Þeg­ar tal­ið berst að und­angreftri und­an dóm­stól­um lands­ins held ég að hátt­virt­ur þing­mað­ur sé með­al þeirra sem mættu íhuga hvort ræðu­mennska hans um þetta mál geti átt hlut að máli,“ sagði dóms­mála­ráð­herra við Helga Hrafn Gunn­ars­son.

Sigríður Andersen telur Pírata grafa undan dómskerfinu

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra telur að málflutningur Pírata á Alþingi kunni að hafa grafið undan dómstólum landsins. Þetta kom fram í umræðum um frumvarp ráðherra til laga um Endurupptökudóm á Alþingi í síðustu viku. 

Eins og Stundin hefur áður greint frá gerir frumvarpið ráð fyrir að dómsmálaráðherra fái meira svigrúm til vals á dómurum heldur en venjan er. Endurupptökudómur mun samanstanda af fjórum dómurum og fjórum varadómurum. Þrír dómaranna verða embættisdómarar tilnefndir af Hæstarétti, Landsrétti og dómstjórum héraðsdómstólanna. Fjórða staðan verður auglýst og skipað í hana samkvæmt reglum um hæfnismat dómnefndar um hæfni umsækjenda. Samkvæmt frumvarpinu skal hver tilnefningaraðili tilnefna tvo aðila til að sitja í dóminum, en ráðherra ákveður hvor verði aðalmaður og hvor verði varamaður. Einnig er dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómarastöður gert að „tilnefna tvo hæfustu umsækjendurna til setu í Endurupptökudómi, án þess að gert sé upp á milli hæfni þeirra og án þess að nefndin tilgreini hvor skuli vera aðalmaður og hvor varamaður“. 

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, gerði athugasemd við þetta fyrirkomulag í umræðum um frumvarpið. „Eina ástæðan fyrir því að ég hef eitthvað við þetta athuga er sú að miðað við vinnubrögðin sem hæstvirtur dómsmálaráðherra hefur sýnt, og sér í lagi viðbrögðin við eftirmálunum, gerir að verkum að ég vil helst ekki að hæstvirtur dómsmálaráðherra komi þar nokkurs staðar nálægt hver verði dómari yfir höfuð,“ sagði hann. Helgi sagði að sér þætti „eitthvað pínulítið súrrealískt“ að ræða við Sigríði Andersen um skipan dómstóls eftir allt sem á undan væri gengið. 

„Ég segi bara eins og er, eins og ég hef sagt áður og greitt atkvæði samkvæmt, að ég treysti þessum sitjandi dómsmálaráðherra ekki á nokkurn einasta hátt til þess að setja dómstig eða skipa dómara. Það er enginn ráðherra sem ég get ímyndað mér sem ég treysti minna,“ sagði hann. „Það sem gæti kannski aðeins slegið á það, ef hæstvirtur ráðherra yfir höfuð kærir sig um það, sem ég reyndar efast um, þá mundi það hugga mig eilítið að vita að eitthvað hefði lærst við skipan Landsréttar og eftirmála þess sem gæti nýst hæstvirtum ráðherra til að standa sig betur í þessum málum.“

Sigríður vildi að Helgi Hrafn slægi af hrokanum

Sigríður Andersen svaraði Helga fullum hálsi: „Ég veit ekki hvort það mundi gagnast háttvirtum þingmanni að slá örlítið af yfirlætinu og hrokanum sem kom fram í andsvari hans um þetta mál. Það hefði kannski verið vænlegra til árangursríks samtals að óska eftir umræðum um eitthvert tiltekið atriði sem háttvirtum þingmanni hugnast ekki en háttvirtur þingmaður hefur greinilega ekki nokkuð við frumvarpið sem slíkt efnislega að athuga.“ Þá spurði hún hvort Helgi teldi mögulega „að almennir þingmenn megi eitthvað læra af því þingmannamáli sem varð hér að lögum árið 2013 og leiddi til stofnunar endurupptökunefndar sem Hæstiréttur og fleiri dómstólar hafa nú komist að niðurstöðu um að hafi verið í andstöðu við stjórnarskrá“. 

Helgi Hrafn sagði að eftir allt sem á undan væri gengið sýndi Sigríður hvorki iðrun né neitt sem benti til þess að hún myndi gera hlutina öðruvísi ef hún stæði aftur í sömu sporum og þegar hún skipaði Landsréttardómara í fyrra. „Og það er það sem hræðir mig. Ég stend ekki hér og tala svona við hvaða ráðherra sem er. Allir ráðherrar gera mistök, allir þingmenn gera mistök, öll gerum við mistök. Það er eitt og sér eðlilegt og allt í lagi. En við verðum að geta horfst í augu við þau og lært af þeim. Það er grunnkrafa á hendur þeim sem fer með jafn viðkvæmt vald og að setja dómara,“ sagði hann og bætti við: „Mig langar því að spyrja aðeins nánar. Ef hæstvirtur dómsmálaráðherra stæði aftur í þeim sporum sem hún stóð í í byrjun júnímánaðar og lok maí á seinasta ári, mundi hæstv. ráðherra gera hið sama?“ 

Umsækjendum dæmdar miskabætur og deilt um hæfi dómara

Sigríður sagði þá Helga Hrafni að líta í eigin barm. „Í þessum ræðustól eins og alls staðar annars staðar fljúga menn eins og þeir eru fiðraðir til. Þegar talið berst að undangreftri undan dómstólum landsins held ég að háttvirtur þingmaður sé meðal þeirra sem mættu íhuga hvort ræðumennska hans um þetta mál geti átt hlut að máli.“ 

Sem kunnugt er hafa Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur Íslands komist að þeirri niðurstöðu að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hafi brotið lög, 10. gr. stjórnsýslulaga, þegar hún skipaði dómara við Landsrétt í fyrra. Í þessu fólst að ráðherra sýndi ekki fram á – með fullnægjandi rannsókn og rökstuðningi í samræmi við þær kröfur sem á henni hvíla samkvæmt stjórnsýslulögum – að hún hefði skipað hæfustu umsækjendurna til starfans. Fyrir vikið hafa tveimur umsækjendum sem gengið var framhjá verið dæmdar miskabætur. Þá er deilt um það fyrir dómstólum hvort Arnfríður Einarsdóttir, einn þeirra fjögurra dómara sem skipaðir voru í trássi við hæfnismat dómnefndar, geti með réttu talist handhafi dómsvalds og bær til að dæma mál í Landsrétti. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skipun dómara við Landsrétt

Saga Landsréttarmálsins: Hver ber ábyrgð?
ÚttektSkipun dómara við Landsrétt

Saga Lands­rétt­ar­máls­ins: Hver ber ábyrgð?

Yf­ir­deild MDE átel­ur Sig­ríði And­er­sen, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, fyr­ir þátt henn­ar í Lands­rétt­ar­mál­inu. Hæstirétt­ur og Al­þingi, þá und­ir meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisn­ar og Bjartr­ar fram­tíð­ar, fá einnig gagn­rýni. Yf­ir­deild­in seg­ir gjörð­ir Sig­ríð­ar vekja rétt­mæt­ar áhyggj­ur af póli­tískri skip­un dóm­ara.
Fjölskylduvítið
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
PistillSkipun dómara við Landsrétt

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Fjöl­skyldu­vít­ið

Ís­lenska stjórn­mála­fjöl­skyld­an hef­ur öll meg­in­ein­kenni sjúkr­ar fjöl­skyldu út frá kenn­ing­um um með­virkni enda al­in upp við sjúk­leg­ar að­stæð­ur. Í því ljósi er for­vitni­legt að skoða „póli­tískt at og óvirð­ingu Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins í Strass­bourg við Al­þingi Ís­lend­inga“ sem „skipt­ir víst engu máli þeg­ar upp er stað­ið“.
Yfirlýstur andstæðingur Mannréttindadómstólsins flutti erindi á afmæli Hæstaréttar
FréttirSkipun dómara við Landsrétt

Yf­ir­lýst­ur and­stæð­ing­ur Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins flutti er­indi á af­mæli Hæsta­rétt­ar

Dansk­ur pró­fess­or sem er þekkt­ur fyr­ir að vilja að Dan­ir hætti að lúta dóm­um Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu flutti ávarp á af­mæl­is­sam­komu Hæsta­rétt­ar. Boð­ið vek­ur at­hygli þar sem máls­með­ferð Ís­lands vegna Lands­rétt­ar­máls­ins hjá yf­ir­deild MDE stend­ur nú yf­ir.

Mest lesið

Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
1
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Ráðherrum ítrekað bent á að gjöf Haraldar stæðist ekki skoðun
3
AfhjúpunDýr skyldi Haraldur allur

Ráð­herr­um ít­rek­að bent á að gjöf Har­ald­ar stæð­ist ekki skoð­un

Upp­lýs­ing­ar úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu styðja ekki þá full­yrð­ingu Bjarna Bene­dikts­son­ar að ráðu­neyt­ið teldi rík­is­lög­reglu­stjóra hafa haft heim­ild til „út­færslu samn­inga“ sem sagð­ir eru gjafa­gjörn­ing­ar. Í ráðu­neyt­inu voru þvert á móti veru­leg­ar efa­semd­ir um að sam­komu­lag­ið stæð­ist. Ráðu­neyt­is­stjóri í dóms­mála­ráðu­neyt­inu og lög­reglu­stjór­ar töldu rétt að skoða hvort Har­ald­ur hefði brot­ið lög.
Aukinn einkarekstur:  „Ég hef líka áhyggjur af þessu“
4
Fréttir

Auk­inn einka­rekst­ur: „Ég hef líka áhyggj­ur af þessu“

Alma Möller, land­lækn­ir seg­ir að líkt og for­stjóri Land­spít­al­ans hafi hún áhyggj­ur af auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu. Áhyggj­urn­ar snú­ist fyrst og fremst að því að ef við sofn­um á verð­in­um geti auk­in út­vist­un heil­brigð­is­þjón­ustu leitt til meiri ójöfn­uð­ar á Ís­landi. Þá verði að gæta sér­stak­lega að því að veikja ekki Land­spít­al­ann.
Popúlísk aðferð til að ná eyrum óöruggra karla
5
Greining

Po­púlí­sk að­ferð til að ná eyr­um óör­uggra karla

Po­púl­ist­ar karl­mennsk­unn­ar njóta sí­vax­andi vin­sælda. Í spjalli Skoð­ana­bræðra við Pat­rik Atla­son virt­ist ljóst að kon­ur eigi að til­heyra hlut­verki hefð­bund­inn­ar hús­móð­ur á með­an að karl­inn sér fyr­ir tekj­um heim­il­is­ins. Ung­ir karl­menn eru stöð­ugt áreitt­ir af al­gór­yþm­um sam­fé­lags­miðla með pre­dik­ur­um goð­sagna­kenndr­ar karl­mennsku, enda­lausu klámi og óraun­hæf­um mark­mið­um sem grafa und­an sjálfs­vit­und þeirra.
Gerir starfsfólki kleift að geta sjálft mælt sig reglulega
7
Nýsköpun

Ger­ir starfs­fólki kleift að geta sjálft mælt sig reglu­lega

Ef­fect er lít­ið fyr­ir­tæki stað­sett rétt fyr­ir ut­an Borg­ar­nes sem býð­ur upp á hug­bún­að­ar­lausn til að mæla hæfn­is­gat starfs­manna. „Ég hef al­veg far­ið inn í fyr­ir­tæki þar sem stjórn­end­ur horfa fyrst á mig stór­um aug­um og halda að þetta muni ekki ganga. En núna hef ég far­ið í gegn­um þetta með yf­ir tutt­ugu fyr­ir­tækj­um,“ seg­ir stofn­and­inn.
„Þetta snýst um að gera vel við börn“
10
Fréttir

„Þetta snýst um að gera vel við börn“

Alma Möller, land­lækn­ir seg­ir að fá­tækt erf­ist eins og áföll. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að hjálp­ast að við að bæta að­stæð­ur þeirra sem minnst beri úr být­um. Sá hóp­ur glími frek­ar við lang­vinna sjúk­dóma sem geti dreg­ið veru­lega úr lífs­gæð­um og stytt líf þeirra. „Við þurf­um að horf­ast í augu við þetta og byrja á að huga að börn­un­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
5
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
9
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár