Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Utanríkisráðherra segir Viðreisn afturhaldsflokk sem skaði EES-samstarfið

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son hædd­ist að „reynslu­leysi“ Þor­gerð­ar Katrín­ar Gunn­ars­dótt­ur þótt hún hafi set­ið leng­ur en hann á Al­þingi.

Utanríkisráðherra segir Viðreisn afturhaldsflokk sem skaði EES-samstarfið
Segir Viðreisn skemma EES-samninginn Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að ESB-sinnar séu skaði EES-samstarfið. Mynd: xd.is

Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra sagði í umræðum á Alþingi í gær að Viðreisn þyrði ekki að gangast við því að vera hlynnt Evrópusambandsaðild. Flokkurinn væri afturhaldsflokkur og skaðaði EES-samstarfið með málflutningi sínum. Þá hæddist hann að Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur með þeim orðum að reynsluleysi hennar kæmi í veg fyrir að hún skyldi vinnubrögðin sem ástunduð væru af hálfu ríkisstjórnarinnar. Þorgerður Katrín er næst reynslumesti þingmaðurinn sem nú situr á Alþingi, en einungis Steingrímur J. Sigfússon hefur setið fleiri ár á þingi en hún.

Spurði um hagsmunagæsluÞorgerður Katrín velti því upp á Alþingi hvort hagsmunagæslu Íslands þegar kæmi að EES-samningnum hefði ekki verði sinnt af Sjálfstæðisflokknum og uppskar mikla gagnrýni utanríkisráðherra fyrir vikið.

Til snarpra orðaskipta kom milli Guðlaugs Þór og Þorgerðar í umræðum um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í gærkvöldi. Guðlaugur Þór var þá til svara um málaflokk sinn, utanríkismálin. Þorgerður kom í ræðustól og ræddi meðal annars framkvæmd EES-samningsins en í fjármálaáætlun 2019-2023 kemur fram að stefnt sé að öflugri framkvæmd samningsins. Þorgerður sagðist gleðjast yfir því en hafa áhyggjur af að á sama tíma bærust raddir innan úr Sjálfstæðisflokknum þar sem haldið væri á lofti miklum efasemdum um gildi EES-samningsins. Meðal annars væri þar miklum efasemdum lýst um hinn svokallaða þriðja orkupakka. Vísaði Þorgerður þá líklega meðal annars til þess að á landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir skemmstu var samþykkt ályktun þar sem segir að flokkurinn hafni „frekara framsali á yfirráðum yfir íslenskum orkumarkaði til stofnana Evrópusambandsins.“ Spurði Þorgerður hvort ráðherra teldi að hagsmunagæslu Íslands hefði ekki verið sinnt þegar kæmi að EES-samningnum og orkupakkanum, hagsmunagæslu sem vel að merkja hefði undanfarin ár verið á forræði Sjálfstæðisflokksins í utanríkisráðuneytinu og í iðnaðarráðuneytinu.

Segir ESB-sinna skaða EES-samninginn

Guðlaugur Þór brást við þessum spurningum Þorgerðar með því að segja að það væri helst tvennt sem ógnaði öflugri framkvæmd EES-samningsins. Annars vegar væri það sú staðreynd að Evrópusambandið legði ekki áherslu á að virða svokallað tveggja stoða kerfi, um samvinnu milli ESB og ríkjanna sem eru aðilar að EES-samningnum. Hin ógnin væri svo ESB-sinnar, bæði á Íslandi og í Noregi, sem hefðu talað niður EES-samninginn. „Og það er mjög vont,“ sagði Guðlaugur og uppskar hneykslunartón úr þingsal. „Við erum bara að sjá það, að rangfærslunar sem koma meðal annars fram hjá háttvirtum þingmönnum Viðreisnar, um að 90 prósent af gerðum Evrópusambandsins séu teknar upp í EES-samninginn. Þetta er bara kolrangt. Þetta er 13,4 prósent. Þetta er lagt fram með þessum hætti til þess að reyna að búa það til að þetta sé kolómögulegur samningur, að við verðum að ganga í Evrópusambandið til að hafa einhver áhrif á þessu svæði.“

Þorgerður svaraði því til að merkilegt væri hversu hér væri málum snúið á hvolf.  „Ég er hins vegar feginn að heyra það að nú er utanríkisráðherra bara stafffírugur hér og ætlar að berjast fyrir EES-samningnum og það vona ég að hann fari svona keikur eins og hann er hér í þessum ræðustóli beint heim í Valhöll og tali nákvæmlega svona á fundi atvinnuveganefndar Sjálfstæðisflokksins sem var bara í vikunni að vara sérstaklega við afsali á grundvelli samningsins.“

Hæddist að Þorgerði

Þorgerður ítrekaði síðan spurningu sína um hvort Sjálfstæðismenn hefðu klikkað á vaktinni við að verja EES-samninginn og auk þess hvort Guðlaugur Þór hefði fullan stuðning Vinstri grænna hvað varðaði samspil viðskipta og þróunarsamvinnu og þeirrar túlkunar sem fram kæmi í þeim efnum í fjármálaáætlun. Það var augljóslega seinni spurningin sem Guðlaugur Þór svaraði fyrst þegar hann kom í ræðustól á nýjan leik. „Ef það hefur farið framhjá háttvirtum þingmanni þá er þetta plagg lagt fram sem stefna ríkisstjórnarinnar, það liggur alveg fyrir, ef það hefur farið fram hjá háttvirtum þingmanni. Háttvirtur þingmaður er kannski bara búinn að vera svo stutt hérna að hún þekkir ekki hverjar leikreglurnar eru. Það er bara reynsluleysi sem gerir það að verkum að þessar spurningarnar ganga fram eins og hér, sjáið þið,“ sagði Guðlaugur Þór, við litla hrifningu þingmanna stjórnarandstöðunnar.

„Það er bara reynsluleysi sem
gerir það að verkum að þessar
spurningarnar ganga fram eins og hér“

Guðlaugur vék síðan aftur að EES-samningnum og kallaði Viðreisn afturhald, „sem vill ganga í Evrópusambandið en þora ekki að segja það, sem myndi þýða það að við værum að skerða okkar viðskiptafrelsi. Ég veit að forystumenn Viðreisnar kölluðu mig öllum illum nöfnum þegar að ég upplýsti úr gögnum sem voru vel falin í aðlögunarviðræðum hvað það þýddi fyrir okkar viðskiptastefnu ef við myndum ganga inn í Evrópusambandið. Það sem það þýðir er að það myndi hækka verð á vöru sem væri framleidd utan EES, það væri fjölgað tollvörðum um nokkur hundruð og það þyrfti að setja upp tölvukerfi upp á að lágmarki 3,8 milljarða til að flækja tiltölulega einfalt viðskiptaumhverfi okkar. Hvar er afturhaldið? Afturhaldið er hjá ESB-sinnunum og þegar þeir eru með endalausar rangfærslur um EES-samninginn, þá eru þeir ekki að gera neitt annað en að grafa undan honum.

Það er alveg skýrt markmið hjá mér herra forseti, það er að koma staðreyndunum á framfæri og það mun ég gera. Ég skal alvega segja ykkur það, ég skal spá fyrir um það. Það mun fara illa í háttvirta þingmenn Viðreisnar sem eru með ESB-sýkina og þeir munu illa þola þetta.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
4
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
6
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.
Ástandið í Grindavík dró úr gróða stóru bankanna
10
Viðskipti

Ástand­ið í Grinda­vík dró úr gróða stóru bank­anna

Dreg­ið hef­ur úr hagn­aði hjá þrem­ur stærstu við­skipta­bönk­un­um. Í árs­hluta­skýrsl­um sem bank­arn­ir þrír birtu ný­lega má sjá að arð­semi eig­in­fjár hjá bönk­un­um þrem­ur er und­ir 10 pró­sent­um. Í til­felli Ís­lands­banka og Lands­banka, sem rík­ið á hlut í, er hlut­fall­ið und­ir þeim kröf­um sem rík­ið ger­ir til þeirra. Jarð­hrær­ing­ar á Reykja­nes eru með­al ann­ars tald­ar hafa haft áhrif á af­komu bank­anna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
10
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár